"You ain´t seen nothing yet!"

Það er ekki hægt að lýsa því fyrirfram, sem Íslendingur upplifir við það að fara á Íslendingaslóðir í Vesturheimi. Hátíðahöldin og fólkið í Mountain í Norður-Dakota eru aðeins hluti af því sem þær hafa upp á að bjóða. 

Þekktastar eru byggðirnar í Manitoba, Gimli, Winnipeg, Árborg, Rivertown, Hecla island o. s. frv., en magnað er líka að koma til Íslendingabyggða vestar, allt vestur á slóðir Klettafjallaskáldsins í Alberta. 

Þá eru ótaldar þær byggðir, sem komu mér mest á óvart vestra, en það er annars vegar litla eyjan Washington island við vestanvert Michicanvatnið og hins vegar bærinn Spanish fork í Utah, skammt fyrir sunnan Salt Lake City.

Margt mætti segja um báða staðina og um þá gerði ég þætti fyrir Sjónvarpið.

Á Washington island er minning Þórðar Guðmundssonar læknis frá Eyrarbakka í hávegum höfð og þakklæti sýnt fyrir það hvernig nann bjargaði lífi fjölda fólks í upphafi landnámsins við ótrúlega erfið skilyrði með að hafa stórt minnismerki á leiði hans í kirkjugarðinum.  

Í Spanich fork hefur ræktarsemin við íslenskan uppruna fólksin náð fágætum hæðum og í kirkjugarðinum þar hef ég orðið einna snortnastur á Íslendingaslóðum.

Þar eru leiði þeirra, sem fóru fótgangandi þúsundir kílómetra yfir slétturnar og Klettafjöllin á leið til fyrirheitna landsins, skreytt með stórum heiðursskjöldum sem á er letrað gylttu letri: "Faith in every footstep", þ. e. " trúartraust í hverju einasta skrefi." 

Að standa við slíkt leiði og lesa nöfn íslenskra karla og kvenna sem slíkt afrek unnu er upplifun sem aldrei gleymist.

Ég er nú að vinna að því að setja saman einn auka Stikluþátt fyrir útgáfu þeirra í haust, þar sem farið er á Íslendingaslóðir vestra.  

Til þess að átta sig til fulls á íslensku arfleifðinni í vesturheimi nægir ekki að fara bara á einn ofangreindra staða.

Það er gott að ráðamenn íslensku þjóðarinnar sýni löndum okkar vestra ræktarsemi, en  það má segja við þann, sem hefur aðeins komið á einn þeirra: You ain´t seen nothing yet!  


mbl.is „Þetta er ótrúleg upplifun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Einn staður með þykka sögu heitir Point Roberts, sem er litla skrítna "hakið" í reglustikunni sem notuð var þegar landamærin voru merkt. Point Roberts tilheyrir USA en er inní Kanada, því þurfa íbúar að fara í gegnum tvenn landamæri til að keyra um í Washington ríki. Í þessum litla bæ er kirkjugarður, með Íslendingalegsteinum út um allt. Þar er líka nýlegur minningarsteinn með nafni Vigdísar Finnbogadóttur, til minningar um ferð hennar þangað og virðingavottur við hana. Síðast þegar ég fór þarna um var fölnuð rós á steini Vigdísar.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.8.2013 kl. 03:27

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/entry/951745/ færslan um þennan stað sem ég skrifaði 2009

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.8.2013 kl. 03:28

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"You ain"t seen nothing yet" er líka nákvæmlega það sem við brennum á eigin skinni. Legggið bara alla déskotans blómsveigi á löngu dauða íslendinga, en gefið jafnframt skít i þá sem enn lifa á þessu náskeri. Það ríður ekki við einteyming andskotans pólitikin og öll sú hræsni sem henni fylgir.

Halldór Egill Guðnason, 4.8.2013 kl. 04:58

4 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Sæll Ómar. Ég hef mikla ánægju af því að lesa skrif þín. Takk fyrir mig og bestu kveðjur til þín. Þórður.

Þórður Guðmundsson, 4.8.2013 kl. 09:23

5 identicon

Ég vil benda þeim, sem fara til Mountain North Dakota, á að heimsækja Icelandic State Park, sem er nær bænum Cavalier í Pembina hrepp. Suður frá Mountain (sem er reyndar ekki fjall heldur hlíðarslakki) var Þingvallakirkja, sem brann og enn sunnar er byggðin í Görðum.

Sæmundur

Sæmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 10:26

6 Smámynd: Sævar Helgason

Ég átti þess kost 2007 að ferðast akandi um Bandaríkin suður undir Alabama og síðan norður miðríkin með viðkomu í Suður Dakóta og síðan allt til Mountain í Norður Dakóta. En aðalmarkmið með ferðinni var að heimsækja Íslendingabyggðirnar þarna og í Kanada. Og það var einmitt á þessum miklu íslendinahátíðarhöldum sem þarna eru haldin árlega, Það var alveg mögnuð upplifun að kynnast þessu fólki sem þarna býr og er af íslenskum ættum. Hugur þeirra til Íslands var sterk upplifun. Og að ganga um kirkjugarðinn þar sem Þingvallakirkja stóð og lesa á legsteinana sem þar eru var magnað- mörg þekkt nöfn. Síðan var haldið til Gimli í Kanada og áfram hélt Ísledingagleðin með ýmsum upp á komum. Heiðursgesti frá Íslandi á báðum þessum stöðum voru forsætisráðherrahjónin Geir H.Haarde og frú Inga Jóna-áhrifamikið þarna í Vesturheimi. Og að hitta gamlan fiskimann sem fæddur var í Gimli og talaði hreina norðlenska íslensku -var stókostlegt. Hann hafði aldrei til Íslands komið en hugur hans ljómaði við hugsunina þangað sem ræturnar lágu. Við eigum sannalega verðuga ættingja á þessum slóðum og tengslin eru mikil.

Sævar Helgason, 4.8.2013 kl. 12:24

7 identicon

takk fyrir þetta Ómar - flottur pistill eins og alltaf.  Við hjónin búum í úthverfi Chicago og erum að fara til Washington Island í nokkra daga um næstu mánaðamót og hlakkar mikið til.  Afmæliskveðja til Ebba - ég setti kveðju á facebook hjá þér, vann með Ebba í KASK 80-82 áður en ég flutti út - góður félagi!

Kalli 

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 14:54

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skemmti hjá Íslendingafélaginu í Chicago 1973 og það var afar skemmtilegt.

Á meðan á dvölinni stóð gistum við hjónin hjá íslenskri konu sem gift var Bandaríkjamanni, og var einkar fróðlegt og skemmtilegt að kynnast hinni þróuðu matarmenningu sem þessi mikla sláturhúsaborg hafði fóstrað. Hluti af umræðuefni hvers dags var ekki aðeins maturinn þann daginn eða það kvöldið, heldur líka daginn eftir og þar næsta dag!

Takk fyrir athugasemdina.  Ekki veit ég hvort Íslendingar í Chicago halda hópinn eins og 1973 en gaman væri að gera þetta aftur.  

Ómar Ragnarsson, 4.8.2013 kl. 21:08

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því má bæta við að það var einstaklega mikið um að vera þessa októberdaga þegar ég var í Chicago 1973. Yom Kippur stríðið hófst 6. október og nú hefur það upplýst að Nixon var svo ölvaður þegar stríðið hófst að nánustu samverkamenn hans urðu að taka helstu ákvarðanir fyrir hann meðan það rann af honum.

Honum var kannski vorkunn, því að hann var með allt í rusli varðandi varaforsetann, Spiro Agnew, sem var skúrkur og ýmis afbrot að hellast yfir hann.

10. október varð Agnew að segja af sér og er ekki einasta eini varaforseti Bandaríkjanna, sem lent hefur í svipuðu, heldur telja sagnfræðingar hann versta varaforsetann í sögu Bandaríkjanna.

Ómar Ragnarsson, 4.8.2013 kl. 21:18

10 identicon

takk fyrir þetta Ómar - flottur pistill eins og alltaf.  Við hjónin búum í úthverfi Chicago og erum að fara til Washington Island í nokkra daga um næstu mánaðamót og hlakkar mikið til.  Afmæliskveðja til Ebba - ég setti kveðju á facebook hjá þér, vann með Ebba í KASK 80-82 áður en ég flutti út - góður félagi!

Kalli 

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 17:40

11 identicon

Ýtti óvart á refresh og endur-postaði hérna fyrir ofan.  Seinn maður ætti aldrei að flýta sér :)

 Við erum með íslendingafélag hérna í Chicago og hittumst nokkrum sinnum á ári - þorrablót, 17. júní og fleira.  Held við séum nú ekki með stóra fjárhagáætlun en það yrði tekið vel á móti ykkur ef þið ættuð leið hjá - ég minnist á þetta við fólkið í stjórninni.

Kveðja, Kalli 

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 17:48

12 identicon

Er búinn að koma þessu áfram í stjórnina og læt þig vita.  Þú getur haft samband við mig beint á karl@polarconllc.com

 Kveðja, Kalli 

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 6.8.2013 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband