Forsetinn "axlar ábyrgð..."

Stundum hefur verið kvartað yfir því að ráðamenn íslensku þjóðarinnar séu tregir til að "axla ábyrgð" eins og það er kallað.

Þetta á þó ekki við um æðsta embættismanninn og þann eina þjóðkjörna. Hann hefur gert þetta tvívegis, - og það á sömu öxlinni í bæði skiptin.

Í viðtali við hann vegna opnunarhátíðar Heimsmeistaramóts íslenska hestsins kveðst hafa dottið í seinna skiptið og axlarbrotnað vegna ástar á Dorrit.

Ég gerði vísu um fyrra axlarbrotið hans, en var alveg óviðbúinn því síðara svo að engin vísa kom þá. Nú ætla ég að verða tilbúinn með vísu ef hann tekur upp á því að endurtaka leikinn enn og aftur í samræmi við hina sérstæðu aðferð við að tjá ást hans á Dorrit:  

 

        Aftur með einstakri hugdirfð

        öxlina mölvar hann brátt,

        því forsetinn "axlar" ábyrgð

        á ástinni´á sérstakan hátt.


mbl.is Datt af baki fyrir Dorrit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyngra er en tárum taki,
tvisvar Óli datt af baki,
yfir honum englar vaki,
í öllu hjónarúmsins skaki.

Þorsteinn Briem, 4.8.2013 kl. 21:37

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Steini minn þessi var góður haha!

Eyjólfur Jónsson, 4.8.2013 kl. 21:58

3 identicon

Þau hafa breytt ásýnd forsetaembættissins til muna og haga sér í hvívetna einsog kóngafólk. Ólafur Ragnar hefur talað um "kollega" sína á norðurlöndum. Dorrit, get of your high horse!

ZZ (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 10:11

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Munurinn er sá að Olafur hefur sjálfur ákveðið konungstign sina !

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.8.2013 kl. 15:53

5 identicon

Axla sín skinn eða bera ábyrgð.

Ekki axla ábyrgð.

Fjöldi fólks. Ekki fullt af fólki.

Aflvana bátur. Ekki vélarvana.

Ráða niðurlögum elds. Ekki: búið er að slökkva eldinn.

Jón (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 18:29

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnmálamennirnir og almenningur hafa fyrir löngu ákveðið orðalagið að axla ábyrgð enda sé ég ekki hvað er svo slæmt við að orða það þannig. Það verður heldur ekki hægt að útrýma því orðalagi að slökkva eldinn.

Mennirnir, sem það gera, eru jú yfirleitt í slökkviliði.

Ómar Ragnarsson, 5.8.2013 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband