Eftirhreytur eldgosanna tveggja.

Óhemju magn gosösku kom upp í tveimur stórgosum, sem komu með aðeins árs millibili 2010 og 2011.

Þótt vindátt réði því að megnið af öskunni, sem kom upp í gosinu í Eyjafjallajökli færi til suðurs frá landinu komu líka dagar þegar gosaskan barst yfir landið og fór mikið af henni yfir afréttina austur af Rangárvallasýslu og norðaustur yfir Vatnajökul.

Sá  jökull og Suðurjöklar urðu öskugráir yfir að líta og á Vatnajökli myndaðist einstætt landslag þegar sólin bræddi jökulinn þanig að yfirborðið var á stórum svæðum suðvestantil þakið firnaháum öldum úr ösku og ísi.

Á fyrsta degi gossins í Grímsvötnum árið eftir kom upp meira öskumagn en í öllu Eyjafjallajökulsgosinu.

Það gos var eitt af stærstu öskugosum síðustu alda hér á landi og ef gosin tvö eru lögð saman hefur sennilega ekki annað eins gerst síðan í gosinu í Öskju 1875.

Mest af öskunni fór til suðvesturs og síðan út á haf, en á stórum svæðum á sunnanverðu landinu bættist askan við öskuna frá Eyjafjallajökli.

Það tekur tíma þangað til askan annaðhvort sameinast jarðveginum undir henni eða fýkur í burtu, og búast má við að fok þessarar ösku muni taka nokkur ár.

Við því er ósköp lítið að gera vegna þess hve svæðið, sem askan fýkur frá, er firnastórt.


mbl.is Vara við sandfoki sunnan jökla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband