Best að hætta að kaupa neitt?

Sú spurning vaknar oft hvort hægt sé að þróa og bæta tæki af öllu tagi endalaust. Einkum virðast tæki á rafeindasviðinu svo sem tölvur, farsímar og myndavélar geta tekið svo örum framförum, að þau verða úrelt á örfáum misserum. Og þannig hefur þetta gengið árum og jafnvel áratugum saman.

Nú er beðið eftir enn einni byltingunni á spjaldtölvumarkaðnum og þá hægir á sölunni um sinn. Ef maður gefur sér að framfarirnar haldi áfram með sama hraða næsta áratuginn getur sú ályktun fæðst, að það sé skást að hætta öllum kaupum svo að maður sé ekki alltaf að kaupa tæki og varning sem verður úreltur fyrr en varir.

Meðal framfara sem maður er gapandi yfir eru síaukin gæði í myndatökum. Engu er líkara í sumum tilfellum en búið sé að upphefja það gamla lögmál, að gæði og ákveðin lágmarksstærð linsunnar sé nokkuð sem ekki sé hægt að komast fram hjá.

En svo virðist sem kraftaverkamenn hanni og smíði sumar myndavélarnar sem eru með minnstu linsunum, svo góðar eru myndirnar sem fást með þeimm.


mbl.is Hægir á spjaldtölvusölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

hehe, þú ert aldeilis góður Ómar með þessar vangaveltur þínar.

Sem svar við fyrstu spurn þinni: já, tæki þróast endalaust :-), en byltingar í þeim verða ekki svo oft. En úrelt er afstætt hugtak og ef vinnubrögð þín eru orðin úrelt á gömlu græjunni þinni, já, þá er kanski vert að upgradera í nýja græju, en kanski ekki vegna þess að út er komin ný græja.

Að hætta kaupum á þessu vegna þess að það verða sífelldar betrumbætur á græjunum eins og þú veltir fyrir þér. Svona veltir bara tækjaóður andskoti fyrir sér, en tæplega þú :-)

Þessu geturðu reyndar svarað sjálfur eins og þú gerðir á árum áður þegar þú upgraderaðir bílinn þinn úr NSU þriggja hjóla í eitthvað annað ;-) þegar það hentaði þér eflaust best, ekki vegna þess að aðrir bílar byrjuðu fyrst þá að notast við 4 hjól!?

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 6.8.2013 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband