7.8.2013 | 01:00
Varla þess virði að stela þeim.
Það eru víða lélegir vegir í Evrópu en á Íslandi. Þjóðleiðin til sauðausturs frá Osló. sem greinist síðar í tvær leiðir, suður til Gautaborgar og austur til Stokkhólms, er aðeins ein akrein fyrir venjulega bíla í hvora átt fyrsta spölinn frá Osló.
Þegar ég fór síðast leiðina milli Bergen og Osló um Þelamörk voru nokkrar einbreiðar brýr enn á þeirri leið.
Og það var undrunarefni á leiðinni frá Moskvu til Pétursborgar þegar ég fór hana 2006 hve lélegur vegurinn var. Má því merkilegt heita að nokkur skuli sjá sér hag í því að stela rússneskum vegi.
En lélegir rússneskir vegir hafa ekki alltaf verið til óþurftar. Ein helsta ástæða þess hve illa herför Þjóðverja í átt til Moskvu gekk haustið 1941 var, að þeir lentu í vandræðum á þeim, vegna þess hve lélegir þeir voru, urðu drullusvað í haustrigningunum og illfærir vegna snjóa þegar vetur gekk í garð.
Stal vegi í Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meira vit í að taka lestina á milli Moskvu og Pétursborgar.
Áttatíu stiga hitamismunur á milli sumars og vetrar getur verið þar eystra.
Malbik getur bráðnað á sumrin og frostskemmdir á veturna.
Og sumir hafa verið settir í steininn hér á Íslandi fyrir að stela steinum.
Þorsteinn Briem, 7.8.2013 kl. 01:45
Tók fram úr þér á leið í "bæinn" í kvöld, þar sem þú ókst "Ast" inni þinni. Sé ekki alveg að þetta sé ferðamáti framtíðar, en virði þig alla tíð fyrir staðfestu þína. (Annað eins skaðræðisappírat hef ég ekki séð á vegum þessa lands, er frá því ég bílpróf tók annó 1977, þá er "Minkurinn" óð um stræti og torg.
"Ást" er bíll fyrir EINN.
Austin MINI, er bíll fyri fjóra.
Minn bíll, er minn bíll og ég býð eins mörgum með og mér þóknast.
Báðir eigum við bíl.
Þú átt þinn og ég á minn,
Ég skal láta þig í friði með þínn, ef þú lætur mig í friði með minn.
Sjáumst hressir og kátir í febrúar, ég á mínum og þú á þínum.
Góðar stundir.
Halldór Egill Guðnason, 7.8.2013 kl. 06:33
Oft er lítill lókur í stórum jeppa, eins og máltækið segir.
Þorsteinn Briem, 7.8.2013 kl. 10:54
Óskar Þorkelsson: "Það er bara smáspölur eftir sem er flöskuháls við Nordstrand og það er inni í Oslo sjálfri.
Síðan taka við 4 felts motorveg alla leið til Napoli ef út í það er farið.
En svo er hægt að fara aðrar leiðir út úr Oslo þar sem eru 4 felts í gegnum borgina og suður úr henni en það er að taka E6 í stað E18."
Þorsteinn Briem, 7.8.2013 kl. 10:56
Vert er að koma því á framkvæmi að þegar þú keyrir frá Ósló til Stokkhólms, þá er sá vegur sem þú nefnir ein akrein bara Noregsmeginn. Þessi ríka þjóð er með frekar hörmulega vegi og ein akrein í báðar áttir er frekar vanalegt. Í Svíþjóð eru oftast tvær akreinar, en á þeim stöðum þar sem er bara ein akrein er vegurinn oftast svo breiður að tveir bílar geta keyrt hlið við hlið án þess að brjóta miðlínuna (til þess að einfalda framúrakstri osfr).
Einnig má geta þess að fólk sem býr í norður Noregi, sem ætlar að keyra til Ósló, keyrir oftast yfir til Svíþjóðar, keyrir niðureftir og svo inn í Noreg aftur þegar suður á boginn er komið. Að gera þetta svona tekur miklu minni tíma heldur en að keyra á Norskum vegum.
Davíð Þór Þórarinsson (IP-tala skráð) 7.8.2013 kl. 18:11
Ég ek meira um á Daihatsu Cuore en ÁST. Það fer betur um fjóra í þeim bíl en í mörgum miklu stærri bílum. Það er nægt rými fyrir tvo í framsætum ÁSTar og fjórir komast í sæti í þeim bíl.
Ég var með 130 kílóa tæplega 2ja metra undirleikara í Prinzinum mínum fyrsta og það fór jafn vel um okkur báða í þeim bíl og í bílum í Golf-Corolla flokknum síðustu árin. Rými fyrir fætur, höfuð og olnboga var jafn mikið í Prinzinum.
Ómar Ragnarsson, 7.8.2013 kl. 19:53
Þess má geta að Smart-bíllinn hefur vakið aðdáun og undrun fyrir það hve vel hann kemur út úr árekstraprófunum. Nýi Fiat 500 fær fimm stjörnur í árekstraprófun NCAP.
Ómar Ragnarsson, 7.8.2013 kl. 19:55
Var ég eitthvað fyrir þér á sex akreina Vesturlandsveginum? Lét ég þig ekki í friði? Ég veit ekki einu sinni hvernig bíl þú átt, Halldór Egill.
Ómar Ragnarsson, 7.8.2013 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.