9.8.2013 | 17:47
Kassabílarnir lengi lifi !
Kassabílar hafa ekki notið sérstakrar virðingar í gegnum tíðina, enda svo sem ekki merkileg smíð oft á tíðum. En kassabíll og kassabíll þarf ekki að vera sama fyrirbærið, því að fyrir því eru lítil takmörk hve þróuð og hugvitsamleg smíð þeirra getur verið og hve mikla ánægju kassabíll getur gefið þeim sem smíðaði hann og þeim sem nýtur hans.
Á lítilli brennu við Efri-Dal síðastliðinn sunnudag sá ég stúlki í litlum kassabíl, sem mér fannst ansi laglega hannaður.
Stýrisbúnaðurinn er til dæmis býsna þróaður, og eins og sjá má, er einfaldur hafndhemill á öðru afturhjólinu.
En einna frumlegastur er skrokkur bílsins, sem hefur verið búinn til með því að skera til hluta úr tunnu úr plasti.
Þegar flett er í gegnum helstu fréttir um nýja bíla í handbókum og tímaritum er áberandi, hve mikil framþróun er í notkun koltrefja / plastefna í dýrustu og bestu bílunum.
Kassabíllinn, sem ég tók meðfylgjani mynd af um síðustu helgi, gat státað af ansi stórum bílhluta, sem átti notkun plastefna sameiginlega með dýrustu og flottustu bílunum.
Það verður spennandi að sjá kassabílana, sem keppa í kassabílarallinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 18. ágúst.
Og það yrði sérstaklega ánægjulegt ef þetta kassabílarall hleypti lífi og framförum í kassabílasmíði, þvi að fá tæki geta orðið eins skemmtileg og persónulega dýrmæt í fjölskyldulífinu og vel smíðaður kassabíll.
Alvöru kassabílarall fyrir krakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bílar eru leikföng. Leikvellir fyrir leikinn eru til. Allir þurfa bara að muna að gatan er ekki leikvöllur.
Svona keppni er líka kærkomin vettvangur fyrir feður og mæður sem geta hjálpað ungunum sínum við smíðina.
Birgir Þór Bragason, 9.8.2013 kl. 20:06
Kassa og kerru hjóla tímabilið var frábært og krafðist rannsókna og útsjónarsemi þar sem að á þeim tímum varð ekkert ónítt fyrr en það varð óbrúklegt.
En það væri gaman að sjá þetta þróast, en eins og í öllum keppnum þá þarf staðla. Tunnu bíll er ekki kassabíll á sama hátt og tunnu bíll er ekki kassabíll.
Svo eru fátækustu snáðarnir ekki alltaf þeir hugmyndasnauðustu og þeim þarf að gefa séns.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2013 kl. 22:05
Afsakið, nú hljóp dellan með mig í gönur. það átti að vera tunnubíll er ekki kassabíll á sama hátt og að kassabíll er ekki tunnubíll.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2013 kl. 22:40
Æfingin skapar meistarann. Kassabíll er góður til æfinga.Allt rétt.En hann þarf að sjálfsögðu að hafa bremsu og stýri.Sá sem að kann að keyra kassabíl verður góður í ralli..
Sigurgeir Jónsson, 9.8.2013 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.