70 ár frá orrustunni við Kursk, síðustu von Hitlers.

Nú, þegar eftirlíking af Tiger I skriðdreka er ekið um götur Reykjavíkur er ágætt að rifja það upp að Eisenhower, yfirhershöfðingi Bandamanna á vesturvígstöðvunum, nefndir Rússneska T-34 skriðdrekann sem eitt af fjórum helstu stríðstólum Bandamanna, þeirra er mestu réðu um úrslit stríðsins.

Kjarnorkusprengjan var eitt þeirra en T-34 var eitt þessara vopna, álitinn besti og notadrýgsti skriðdreki stríðsins þótt hann væri hvorki stærstur né öflugastur.

En hann reyndist afar vel við misjafnar aðstæður, var með breið belti, sem flutu vel, einfaldur í viðhaldi og auðvelt að framleiða hann, en þetta síðastnefnda vó kannski þyngst, því að um 80 þúsund T-34 voru framleiddir í stríðinu.

Eftir ósigurinn í Stalingrad í byrjun árs 1943 taldi Hitler sig enn eiga von um sigur sumarið eftir.

Hinn nýi, risastóri og ógnvekjandi Tiger I átti að verða vopnið, sem mala myndi skriðdrekasveitir Rússa, og við Kursk lá víglínan í hálfhring, þannig að áætlunin "Citadel" byggðist á því að ráðast þannig úr norðri og suðri inn á þetta svæði, sem var eins og skagi í vesturátt, þannig að megnið af skriðdrekasveitum Rússa yrðu króaðar inni og þeim eytt.

Tiger hafði að vísu yfirburði á þeim sviðum, sem mestu máli voru talin skipta, með þykkustu brynvörnina og stærstu fallbyssuna.

En ýmis atriði settu strik í reikninginn hjá Hitler. Tiger var afar flókinn í framleiðslu, erfiður í viðhaldi og eyddi gríðarmiklu eldsneyti. Ýmsir gallar komu fram á honum, sem töfðu fyrir því að hægt væri að koma nógu mörgum austur fyrirhuguðum orrustuvelli, og það seinkaði orrustunni um nokkrar vikur, alveg fram í júlí.

Þjóðverjum tókst aðeins að framleiða tæplea fjórtán hundruð Tiger skriðdreka og enda þótt gortað væri að því að einn Tiger réði við tíu skriðdreka átti hér við hið fornkveðna, að enginn má við margnum, í þessu tilfelli tugi þúsunda óvinaskriðdreka.

Mestu munaði þó um það, að Rússar fengu svo góða njósn af "Aðgerð Citadel" að þeir voru viðbúnir henni og gátu gert viðeigandi ráðstafanir. Auk þess var öll töf á sókn Þjóðverja Rússum í vil, vegna þess að framleiðslugeta þeirra var miklu meiri en Þjóðverja og þegar loks var lagt í hann í júlí var það orðið of seint.

Skemmst er frá því að segja að þessi stærsta skriðdrekaorrusta sögunnar fram að því, orrustan um Kursk, ein helsta orrusta stríðsins, endað með algerum ósigri Þjóðverja. Við tók samfellt undanhald þeirra alla leið til Berlínar.

Í ofanálag réðust Bretar og Bandaríkjamenn inn á Sikiley 10. júlí og Hitler varð að senda hersveitir til Ítalíu til að koma í veg fyrir að landið félli í hendur Bandamanna.

Mussolini var steypt af stóli og Ítalir sömdu frið, en Þjóðverjar hertóku landið undir stjórn Kesselrings með leifturhraða, svo að vonir Breta og Bandaríkjamanna um skjótan sigur rættust ekki, heldur fór í hönd níu mánaða þrátefli við varnarlínu Þjóðverja sem lá þvert yfir landið í gegnum hið óvinnandi vígi klaustrið Monte Cassionu.

Ef einhver vill fræðast um allt sem viðkemur Tiger og skriðdrekunum öllum, vil ég benda á frænda minn og vin, Einar Björn Bjarnason, sem hefur gert skriðdreka veraldar frá upphafi að sérgrein sinni og veit allt um þá.


mbl.is Skriðdreka ekið um Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veitir nú af að Íslendingar séu fróðir um skriðdreka.

Ætli Einar Björn Bjarnason sé eins fróður um þjáningar þeirra sem orðið hafa fyrir árásum skriðdreka?

Eða nauðganir, áhrifaríkasta vopnið í öllum styrjöldum?

Þorsteinn Briem, 10.8.2013 kl. 01:52

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

TAp

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2013 kl. 02:14

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Tap Þjóðverja var ekki eingöngu tap Þýskalands. Mörg Evrópuríki tóku þátt í styrjöldinni við hlið þjóðverja af fúsum vilja.Það vill stundum gleymast.Lítlu munaði samkvæmt sagnfræðiheimildum að Svíðþjóð, svo dæmi sé tekið,drægist ekki inn í styrjöldina.Það sem réði fyrst og fremst úrsltum að þjóðverar og aðrar evrópuþjóðir unnu ekki sigur á rússum var afstaða japana sem voru þess fullvissir að þeir gætu ná yfirráðum í asíu.Milljón manna her Sukovs frá Síberíu til Rússlands réð úrslitum.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2013 kl. 02:24

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í raun á eftir að semja um frið í Evrópu við Rússland. Afstaða Pútíns er sífellt að markast af einhverju í líkingu við það sem var fyrir styrjöldina. Hann virðist halda að Rússar séu einir í heiminum.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2013 kl. 02:40

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sem betur fer eru engar líkur á því að nokkur Asíúþjóð styðji brölt Pútíns.Hvorki Kínverjar,Indverjar né Japanir.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2013 kl. 02:46

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ómar, ég þakka þér gott blogg.

Kveðja frá Siglufirði, KPG

Kristján P. Gudmundsson, 10.8.2013 kl. 03:51

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu ræðir Bandaríkjjaforseti við fulltrúa Norðurlanda og Baltneskju ríkjanna í stað þess að ræða við Pútin eins og ráðgert hafði verið.Meira gat hann ekki niðurlagt hann.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2013 kl. 06:23

8 identicon

Tiger drekinn var ekki það eina, - Panther var nýkominn í þjónustu. Hann var mun sneggri, og vel vopnaður, en þjáðist af bileríi.
Svo má ekki gleyma flugvélunum, - Il-2 vélar Rússa flugu þarna yfir í þúsundatali og gerði mikinn usla.
Mesti skriðdrekaslátrari stríðsins var reyndar flugmaður, - þýskur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 06:47

9 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Sóknaráætlun Þjóðverja, plan Zitadelle, við Kúrsk var hrundið í framkvæmd þann 5. júlí 1943 með sókn hersveita undir stjórn hershöfðingjanna Mansteins og Kluges. Skriðdrekafjöldi þessa hersveita taldi 1081skriðdreka þar af 200 Phanther 45 tonn á þyngd, 90 Tiger 55 tonn og tugi Ferdinand 70 tonn á þyngd. Í byrjun þessarar mestu skriðdrekaorustu sögunnar munu Þjóðverjar hafa haft yfir að ráða á svæðinu um 4 þúsund skriðdrekum en Rússar með mun fleiri eða um 6 þúsund stykki. Það sýndi sig hins vegar að skriðdrekar Þjóðverja höfðu nánast algera yfirburði. Fyrstu viku bardaganna grönduður skriðdrekar þeirra um 900 skriðdrekum Rússa en misstu sjálfir innan við 100. Þar munaði mestu um afhroð Rússa á suðurhluta Woronesch vígstöðvanna þann 11. júlí. Þegar þarna var komið sögu virtist hreint ekki loku fyrir það skotið að Þjóðverjum myndi takast að gjöreyða skriðdrekaflota Russa á svæðinu. Þessi möguleiki var hins vegar úr sögunni þegar Hitler fékk því framgengt að heilu skriðdrekafylkin voru send til Ítalíu til að bregðast við innrás Breta og Bandaríkjmanna í Sikiley deginum áður (10. Júlí).

Það er rétt hjá Ómari að Hitler frestaði orustunni við Kursk (og Orel) um margar vikur en það var ekki vegna Tígris-skriðdrekanna heldur vegna þess að hann vildi bíða þess að hinir nýju risastóru 70 tonna Ferdinand-skriðdrekar kæmust loks af færibandinu. Það hefði hann betur látið ógert því það voru þessir skriðdrekar sem komu með vandamálin en ekki Tígrisskriðdrekarnir sem höfðu reynst frábærlega í gagnsókn Þjóðverja á suðurvígstöðvunum um vorið (eftir afhroð Þjóðverja við Stalíngrad), sem stjórnað var af snillingnum Mannstein og lauk með sigri þjóðverja. Eiginlega var Ferdinand-skriðdrekinn hálfgerð fallbyssa á beltum fremur en skriðdreki því það var ekki hægt að snúa turninum ásamt byssunni heldur aðeins hreyfa hana upp og niður. Galli kom fram í vélum þessara hlúnka og þrátt fyrir góða brynvörn voru beltin illa varin sem Rússar nýttu sér í návígi. Margt bendir til að Þjóðverjar hefðu unnið þessa mestu skriðdrekaorustu sögunnar ef Hitler hefði sleppt því að bíða í fleiri vikur eftir þessum mislukkuðu stríðstólum sem Ferdinand-skriðdrekarnir reyndust vera. Alla vega mun Manstein hafa verið nokkuð viss um það ef hann hefði fengið að ráða ásamt hinum fræga skriðdrekaforingja Guderian. En auðvitað verður ekkert fullyrt um þetta. Ég bendi t.d. á mjög greinargóðar bækur eftir frakkann Raymond Cartier: Der Zweite Weltkrieg (en fleiri mætti nefna.

Daníel Sigurðsson, 10.8.2013 kl. 07:32

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt því sem Steini skrifar er syndsamlegt að vita eitthvað um hernað og hernaðartæki. Er bók séra Þórhalls Heimissonar um helstu orrustur hernaðarsögunnar því nánast glæpsamleg eða hvað?

Hvað um glæpasögur og sérþekkingu einhverra á þeim? Glæpur? Hvað um Íslendingasögurnar og Sturlungu og þekkingu manna eins og Einars kárasonar á þeim?

Glæpur?

Hvað um það fólk sem les glæpasögur og horfir á sakamálaþætti og sakamálakvikmyndir?

Glæpsamlegt?

Ómar Ragnarsson, 10.8.2013 kl. 10:47

11 identicon

hvað er ekki áhugavert við mestu geðbilun mannsins?

læra af fortíðinni og allt það.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 10:58

12 identicon

Ómar minnist á frænda sinn og skriðdreka fræðimanninn Einar Björn Bjarnason. 

Er þetta sá Einar Björn sem iðkar ummælaskrif á síðu Egils Helga af slíku kappi, að hann virðist ekki einu sinni fara í mat. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband