Mini, ættfaðir 85% fólksbíla heims.

Alec Issigonis og Dante Giacosa voru þeir tveir bílahönnuðir síðustu aldar, sem mest áhrif höfðu. IMG_9520

Meðal verka Giacosa voru Fiat 500 Topolino 1936, Fiat 600, Fiat 500 1957, Fiat 124/Lada Nova 1966, Fiat 128 og 127.

Alec Issigonis hafði enn meiri áhrif, hannaði meðal annars Morris Minor 1948, Morris Mini /Austin 7 1959, Morris 1100/1300 1963 og Morris 1800 skömmu síðar. IMG_9703

Morris 1800 var dæmi um það að rúmgóður bíll af umtalsverðri stærð væri mögulegur eftir þessari formúlu.

Það höfðu að vísu verið hannaðir bílar með þverstæðri vél og framhjóladrifi á undan Mini,svo sem DKW, en þeir voru allir með tvígengisvélum.

Mini var fyrsti bíllinn með öllu þessu: þverstæðri fjórgengis-vatnskældri vél, sambyggðum gírkassa og drifi og framhjóladrifi, - hjólin úti í hornunum, og þrátt fyrir mikla smæð, undravert rými, kraft og aksturseiginleika.

Smám saman komu aðrir framleiðendur með bíla með eftir þessari formúlu, Peugeot og Simca á 7. áratugnum og síðan Volkswagen og aðrir á 8. áratugnum.

Nú munu um 85% bíla heimsins vera gerðir eftir formúlu Issigonis.

Spennandi verður sjá hvernig nýr Mini muni líta út. Satt að segja var ég ekki nógu ánægður með núverandi arftaka hans og finnst arftaki Fiat 500 mun betur heppnaður.

Ég held mikið upp á sköpunarverk þeirra Giacosa og Issigonis, sem færðu alþýðu manna miklar kjarabætur. Þess vegna varðveiti ég minnsta Mini í heimi og fimm litla Fiata af gerðunum 500, 600 og 126.

 


mbl.is Afmæli skapara Mini fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti einnig nefna að Mini var grindarlaus sem síðar varð regla í bílasmíði, minnir að VW hafi einnig verið hannaður þannig.

sing (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 20:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt sing, VW var grindarlaus. Að vísu var botninn algerlega sjáfberandi og hægt að keyra þá þó boddýið væri fjarlægt, þ.e. þar til þeir skiptu út snerilfjöðrun fyrir McPerson að framan, á áttunda áratugnum. Því voru þeir bílar mjög vinsælir til breytinga í Buggy bíla. Það er því vart hægt að tala um að VW hafi verið með sjálfberandi boddý, eins og Mini, en hann var heldur ekki grindarbíll.

Gunnar Heiðarsson, 11.8.2013 kl. 20:15

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Ómar, þetta er fróðlegt.

Ívar Pálsson, 11.8.2013 kl. 21:11

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er meira mál að framleiða nothæfan lítinn bíl, en stórann.

Sigurgeir Jónsson, 11.8.2013 kl. 23:42

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Volksvagen bjöllurnar fóru allt í kringum landið.Löngu fyrir daga hringvegarins.EIn slík var flutt yfir Hornafjörð á báti 1958. Hún fór alla leið að Jökulsá á Breiðamerkussandi.

Sigurgeir Jónsson, 11.8.2013 kl. 23:48

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hönnun bjöllunnar var miklu fremri hönnar ítalanna á ódýrum smábíl, sem almenningur hefði efni á að kaupa.Vegna stríðsins var ekki hægt að hefja framleiðslu bjöllunnar fyrr en eftir stríð.

Sigurgeir Jónsson, 11.8.2013 kl. 23:59

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Adolf Hitler lagði mikla áherslu á að almenningur hefði efni á að kaupa sér bíl.Það gekk eftir.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband