Hver vill aka af stað á bíl sem "bilar" ár leiðinni?

Nissan Leaf á að komast 170 kílómetra á hleðslunni en kannski eitthvað skemur við íslenskar aðstæður. Þetta er dýrlegur bíll að því leyti að hann er álíka stór, rúmgóður og með svipaða aksturseiginleika og venjulegur bíll knúinn olíu eða bensíni.

Af hverju seljast þessir bílar ekki eins og heitar lummur? Það er vegna þess að eftir 170 kílómetra akstur eða styttra við íslenskar aðstæður er rafbíll hliðstæður biluðum bíl.

Hann er stopp og við tekur mismunandi lög bið þar til rafbíllinn fær afl á ný.

Af því leiðir að jafnvél þótt rafbílar geti verið yndislegur í alla staði, veldur framangreindur eiginleiki því að notin verða takmörkuð og verður helst að hafa umráð yfir öðrum bíl sem hægt er að aka af stað með möguleika á nær ótrufluðum til langs ferðalags, jafnvel dögum saman.

Bara það eitt, að eiga slíka möguleika, skapar frelsistilfinningu, jafnvel þótt möguleikarnir séu sjaldan eða nær aldrei notaðir.

Fyrir um 5-6 árum gaf yfirmaður hjá Fiat það út að á næstu árum yrði bensínvélin þróuð þannig að hún kæmist nærri því að verða jafnoki dísilvélarinnar.

Það gekk eftir með Twin Air vélunum og hjá Ford voru það Ecoboost vélarnar sem voru hliðstæðar.

Úr því að Fiat stóð við ótrúleg loforð varðandi bensínvélina, sem gefin voru fyrir nokkrum árum, má búast við svipuðu varðandi dísilvélarnar.

Eyðsla bestu dísilvélanna er nú þegar orðin svo ævintýralega lítil að langfljótlegasti og einfaldasti kosturinn við að spara orku og eldsneyti og minnka útblástur er að koma bættum dísilvélum í gagnið.

Þar að auki er víðast erlendis ekki um það að ræða að notkun rafbíla hafi ekki í för með sér stöðvun útblásturs, því að orkan kemur þar víðast frá orkuverum sem nota eldsneyti með útblæstri þótt hann verði minni á hvern bíl en ef hver bíll mengar út af fyrir sig.

Það er líka einfaldara og ódýrara að hafa eýðslugranna dísilvél heldur en blendingsbíl sem er bæði knúinn rafmagni og jarðefnaeldsneyti.  

Hins vegar eiga rafbílar meira erindi til Íslands en nær allra annarra landa vegna þess að hér eru tæknilegir möguleikar til að knýja allan bílaflotann með orku, sem ekki hefur útblástur í för með sér og er endurnýjanleg þar að auki mestan part.

Á Íslandi ættu því að vera fleiri rafbílar hlutfallslega en í nokkru öðru landi.   


mbl.is Fiat stólar á diesel ekki rafmagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt ekki hægt að hlaða rafbíl eftir 170 kílómetra akstur.

Þorsteinn Briem, 12.8.2013 kl. 01:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hámarksdrægni rafbílsins Nissan LEAF er 200 km., samkvæmt NEDC.

Rafmagnskostnaður rafbílsins Nissan LEAF er 3 krónur á kílómetra, samkvæmt ELKO, eða 1.164 krónur á milli Reykjavíkur og Akureyrar (388 km.) og 1.437 krónur á milli Reykjavíkur og Húsavíkur (479 km.)

Og Hringvegurinn (þjóðvegur númer 1) er 1.332 km.

En meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11.000 km. á ári, eða 30 km. á dag
.

Vegagerðin - Vegalengdir


Þar að auki er hægt að stinga rafbílum í samband við innstungur íbúða.

"Nissan LEAF var valinn bíll ársins í Evrópu árið 2011."

Og Nissan LEAF kostar hér á Íslandi frá 4,69 milljónum króna.

"Rekstrarkostnaður rafbíla er umtalsvert lægri en bensínbíla.

Viðhald minnkar um allt að 2/3
og orkukostnaður er einungis brot af bensínkostnaði venjulegra bíla."

"Hröð þróun hefur orðið á rafhlöðum og hleðslutækni síðustu ár.

Hægt er að hlaða flesta rafbíla í venjulegri innstungu (210 volt), en þá tekur um 6-8 tíma að fullhlaða rafhlöðurnar.

Hægt verður að fá sérstaka hleðslustaura sem veita meiri orku inn á bílana (þriggja fasa rafmagn - 380 volt) sem styttir hleðslutímann í um 3 tíma.

Stefnt er að því að setja upp hraðhleðslustöðvar um allt land sem gerir flestum rafbílaeigendum mögulegt að 80% hleðslu á 15-30 mínútum."

Even rafbílar hf.

Þorsteinn Briem, 12.8.2013 kl. 01:36

3 identicon

2 Spurningar.
Hvað duga rafgeymar lengi ?
hvernir verður hleðslan á þeim eftir helming lífstímans ?
hvað kosta nýjir geymar í svona bíla í dag (hvað stór % af verði bílsins)

Mig grunar nefnilega að þetta gerir þessa bíla frekar óhagkvæma

Árni Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 01:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rafbílar nýta orkuna mun betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaður rafbíla er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og yfirleitt er hemlunarorka nýtt til að endurhlaða inn á rafhlöðurnar.

Aðeins um 20% af eldsneyti bensínbíls nýtist til að hreyfa bílinn
. Ef 50 lítrum er dælt á tapast 40 lítrar sem varmi í kælikerfi og hemlunarbúnaði.

Dæmið snýst við í rafbíl. Sé 25 kWh hlaðið inná rafhlöðu rafbíls nýtast 20 kWh til að hreyfa bílinn og einungis 5kWh tapast.


Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur aðeins fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.


Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni. Þetta skilar sér í lengri endingu. Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél sem þarfnast reglulegra olíu og síuskipta, kertaskipti, ventlaskipti, tímareimaskipti, pústviðgerðir auk viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og fleira sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þetta hverfur allt með rafbílnum.


Samkvæmt reiknivél hjá Orkusetrinu sparast um 90% í viðhaldi, bifreiðagjöldum og eldsneyti með rafbíl.

Miðað við lágt rafmagnsverð á Íslandi og tímabundna niðurfellingu aðflutningsgjalda er rafbíll nú langhagstæðasti kosturinn fyrir íslenska bifreiðaeigendur."

Þorsteinn Briem, 12.8.2013 kl. 02:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að allir væru daglega að keyra út á land.

Þorsteinn Briem, 12.8.2013 kl. 02:10

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Raforka er ódýrust af þeim orkugjöfum sem íslendingar eiga kost á að kaupa í dag.Innlend framleiðsla.Við hhljótum að bíða eftir því að við geturm ekið um á innlenndri ódýrri orku sem nóg er af með virkjun gufu og fallvatna.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 05:10

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og vinds og sjávarfalla,

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 05:12

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Menn geta látið sig dreyma um orkugjafa  í formi vetnis sem framleitt er með raforku,eins og var í loftinu fyrir nokkrum árum.Framleiðslan á vetninu er einfaldlega of dýr.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 05:26

9 identicon

Ennþá er eignarhaldskostnaður af rafmagnsbíl of hár ef maður miðar við t.d. Nissan Leaf vs. Toyota Aygo eða sambærilegan smábíl með 1000cc bensín- eða díselvél.

Upphafskostnaður af rafmagnsbíl er hár en lágur rekstrarkostnaður en lágur upphafskostnaður en "hár" rekstrarkostnaður af bensínbíl. Þarna stjórnar tímavirði peninga miklu og því er rafmagnsbíll dýr í hávaxtaþjóðfélagi eins og okkar. Að lækka vexti myndi ekki bara hjálpa íbúðakaupendum heldur rafmagnsbílakaupendum líka.

Það eru líka 2 stórir óvissuþættir. Ending á rafgeymum við íslenskar aðstæður og skattlagning stjórnvalda. Það er óraunhæft að ætla að sá þáttur olíu-/bensínverðs sem er gjald fyrir notkun á vegakerfi verði ekki einhverntíma rukkaður af rafmagnsbílum líka.

Minni á að Kristján Möller eyddi miklu púðri í að skoða gjaldtöku af einkabílum mv. raunverulegan akstur mældan með ökuritum og/eða gps mælum. Hann hugsaði þetta vegna gjaldtöku vegna notkunar á göngum o.þ.h. en eftir því sem rafmagns-, metan- og vetnisbílum fjölgar er bara tímaspursmál hvenær þetta verður almennt...

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 09:55

10 identicon

Earlier this year I did a lot of homework on electric cars, after I installed a 3 KW solar system to my home. My idea was to charge the car off the solar system and drive for free. It is true that electric cars are not suitable for longer trips, but I didn't see that as a problem because we have several cars anyway. The price of the car was the reason that I didn't go ahead with my plan. The electric car I was looking at here in Australia costs around $60 000, and a Toyota Yaris that I own is less than $20 000. They could not give me a price for new batteries when they need to be replaced. The difference is around $40 000, and for that I can buy roughly 28 000 litres of fuel. Sadly I had to change my mind and had to keep my Yaris. I bought 2 electric push bikes instead so that I could plug something into my solar system. I also found it very off putting that the electric car had to be charged with a 15 amp outlet not the standard 10amp outlet, which would have been ok at home but really limits other places that you can charge the car. For example, if you go and visit someone 150km away on a farm you just can't plug it in unless they have a 15 amp plug.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 11:20

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2013

Þorsteinn Briem, 12.8.2013 kl. 15:07

12 identicon

Steinar, það er rosalega gott að vita að bíllinn sé coveraður í 8 ár eða 100 þús mílur.
en það er ekki það sem að ég er að spá í.

Hvað gerist eftir þann tíma.
hvað kosta nýjir geymar ?
er endingin eftir 8 ár eitthvað svipuð og hún er á fyrsta ári (miðað við aðrar lithium-Ion rafhlöður, þá nei)

Rafbílar eru alveg klárlega framtíðin og þar sem að ég er nú búsettur í vestmannaeyjum, þá er þetta nær fullkomið samfélag fyrri rafbíla.

EN !!
ef að bíllinn er hátt í tvöfalt dýrari en bíll af sambærilegum stærðarflokki, þá má nú kaupa helvíti mikið eldsneyti og borga helvíti mikið í viðhald á þessum 8 árum (100 þús mílum) án þess að komast í verðið á rafbílnum.
einnig ef að geymar eru dýrir þá snarfellur bíllinn væntanlega í verði.
einnig þá geri ég einfaldlega fastlega ráð fyrir því að hleðsla endist ekki jafn lengi eftir 3 - 5 ár einsog á fyrsta ári, þá er bíllinn í raun orðinn mun mun verri (en bensín bíllinn fer alltaf álíka jafn langt á tankinum)

Einsog ég segi, rafbílar eru alveg klárlega framtíðin, en ef að þeir eiga að ná einhverju marki hér á landi, þá verður allavega einhverjir að fara að svara þessum spurningum sem að er búið að spyrja margoft að (og þá meina ég ekki bara ég)
hvað kosta nýjir geymar.

Árni Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 21:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Bandaríkjunum er ábyrgð á rafhlöðum í rafbílnum Nissan LEAF í átta ár eða á 161 þúsund kílómetra akstri.

Og meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um helmingi minni á átta árum.

Ending á öllum hlutum, þar á meðal rafhlöðum og bílum, fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikið þeir eru notaðir og hvernig farið er með þá.

Ör þróun hefur verið í hleðslutækni og rafhlöðum og eftir nokkur ár verða þær væntanlega mun ódýrari og betri en þær sem nú eru í rafbílum, þannig að litlu máli skiptir hvað rafhlöðurnar kosta núna, ef menn vilja kaupa nýjan rafbíl eða nýjar rafhlöður eftir nokkur ár.

Og sá sem kaupir Nissan LEAF núna ætlar væntanlega fyrst og fremst eða eingöngu að nota bílinn á höfuðborgarsvæðinu og þar eru tveir bílar á fjölmörgum heimilum.

Hins vegar er harla ólíklegt að bifreiðaverkstæðin og olíufélögin séu hrifin af rafbílum.

Þorsteinn Briem, 13.8.2013 kl. 00:41

14 identicon

Þú ættir að koma þér í pólitík.

þú ert alveg einstaklega laginn við það að svara ekki spurningum.

Auðvitað skiptið heilmiklu máli hvað geymarnir kosta núna.

og þetta með að meðal bíll sé keyrður helmingi minna á 8 árm skiptir bara einfaldlega ekki máli.
Endursöluverð skiptir miklu máli á bílum og ef að bíllinn fellur í verði vegna þess að geyma eru dýrir þá er það eitthvað sem að skiptir óhemju máli.

Ekki bara tala um það hvað allt er frábært og æðislegt, menn verða að geta svarað einhverju um hina hlutina líka.

þessir bílar eru einfaldlega ca tvöfalt dýrari en álíka bíll í dísel eða bensín, ef að sá munur minnkar með auknum aldri þá er "sparnaðarhliðin" á því að fá sér rafmagnsbíl alveg gersamlega horfin.

Árni Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 07:51

15 identicon

Menn geta svo sem velt fyrir sér ábyrgðinni í USA og hvað það þýðir fyrir Ísland osfrv.

Hefur hinsvegar lítið upp úr sér vegna þess að ábyrgðin gildir ekki fyrir markaði utan USA.

Það er einhver ástæða fyrir því sem mér er ókunnugt um. Kannski eru ekki sömu rafgeymar í evrópu bílum vegna annarra staðla eða óvissa um endingu af öðrum orsökum...

Það sem kemst næst er að í sumum löndum í evrópu hefur verið hægt að kaupa rafbílinn sér en leigja batteríin. Það finnst mér gott fyrirkomulag og fjarlægir stóran áhættuþátt...

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband