Eðlileg atburðarás í ríki byssunnar ?

Rökin fyrir almennri byssueign í Bandaríkjunum og miklu meira manntjóni og limlestingum af völdum hennar en í sambærilegum ríkjum eru aðallega tvenns konar.

Annars vegar, að landið sé "frontier"- land, þ. e. land með því ástandi, sem ríkir þegar verið er að vinna ný lönd til búsetu. Löng hefð sé fyrir almennri byssueign til að veiða sér til matar og verja sig fyrir ásókn villtra dýra. Sömuleiðis að verja sig fyrir frumbyggjunum.

Hins vegar er það sjónarmið að það séu grundvallar mannréttindi að hver og einn geti varið sig fyrir árásum með því að eiga og nota til þess nógu öflug vopn.

Nú vill svo til að svipuð lönd og þjóðfélög finnast, svo sem Kanada og Ástralía og þar ríkir allt annað ástand, minni skotvopnaeign og margfalt færri skotnir, þótt þau lönd séu óumdeilanlega ekki síður "frontier"- lönd en Bandaríkin.

Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna býr ekki lengur í dreifbýli, úti á sléttunum eða í fjallendi, heldur einfaldlega í borgum og bæjum og hið gamla kúreka- og landnámssamfélag því víðs fjarrri.

Byssueignin sem sjálfsvarnarúrræði fæðir smám saman af sér óteljandi aðstæður og atvik þar sem sjálfsvörn er notuð sem afsökun fyrir því að drepa fólk af öllum stigum og á öllum aldri, allt niður í tveggja ára börn.

Nýlegt atvik, þar sem lögreglumaður elti uppi hettuklæddan blökkumann, drap hann síðan "í sjálfsvörn" og var á eftir sýknaður af dómstóli, er dæmi um það hugarástand sem byssutrúin fæðir af sér og þær afleiðingar sem hún hefur.  

Sýknudómurinn olli smá óróa um stundarsakir en síðan yppta menn öxlum og taka atvikum eins og þessum sem óhjákvæmilegum og eðlilegum í ríki byssunnar.

 


mbl.is Skaut 2ja ára barnabarn í sjálfsvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar það er miskilningur hjá þér að það sé minni byssueign í þessum löndum.  Það er einmitt heilmikið rætt um það af hverju svona mikklu færri séu skotnir í Kanada hlutfallslege en í USA þar sem byssueign sé töluvert meiri per mann þar en í USA.  Ég man ekki byssueignar hlutfallið í Ástralíu en held samt að það sé hærra en fyrir "Westan".

Stefán Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 13:47

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

1: Skotvopnaeign bandaríkjamanna er til þess að skjóta á ríkið.  Ekki út af einhverjum veiðum eð einhverju frontieri.

2: tilvist eða fjöldi skotvopna stuðlar ekki að morðum. (Lott, meðal annars)

3: Zimmerman var ekki lögreglumaður.  Og er ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.8.2013 kl. 14:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Byssueign á Íslandi er ekki langt frá því að vera jafn mikil á mann eins og í Bandaríkjunum. Munurinn liggur aðallega í því hvort við leyfum vopn sem eru hönnuð til að drepa veiðidýr, eða mannfólk eins og er leyfilegt að selja í Bandaríkjunum, að því virðist með afar litlum takmörkunum. Hér á landi þjóna byssur sínum tilgangi en í Bandaríkjunum eru þær einfaldlega framleiddar í allt öðrum tilgangi. Þessi byssumanía þeirra hefur lítið með að gera það magn sem þeir eiga af skotvopnum, heldur undirliggjandi tilganginn með framleiðslu þeirra, sem er að útrýma andstæðingum frekar en að sjá sjálfum sér fyrir lífsviðurværi eða afþreyingu eins og er heilbrigt að gera. Stærsta útflutningsvara Bandaríkjanna eru vopn og hugvit á sviði drápstækni, þeir sem undirgangast byssumaníuna telja sig því sennilega vera að auka þjóðarframleiðslu og stuðla þannig að hagvexti. Enda er það einmitt það sem hagfræðikenningar samtímans hafa kennt okkur, meira stríð = meiri gróði. Þetta er auðvitað rökvilla en alveg eins og lengi vel var jörðin talin flöt eru margir sem trúa á hagfræðina og halda að það sé hægt að finna hagnað í dauða og eyðileggingu. Skynsamt fólk veit þó betur.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2013 kl. 14:29

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Munurinn liggur aðallega í því hvort við leyfum vopn sem eru hönnuð til að drepa veiðidýr, eða mannfólk eins og er leyfilegt að selja í Bandaríkjunum, að því virðist með afar litlum takmörkunum."

Hér erum við með prófanlega kenningu.

Nú er svo að í bæðði Sviss og Jemen eru töluvert fleiri byssur en á Íslandi, og þær byssur eru flestar hergögn - í Sviss er það Sig eitthvað, og Jemen Kalashnikov.

Alls engir veiðirifflar þar á ferð.

Hvar er nú USA á listanum yfir morð? Tékkum á því, og berum saman við hina gaurana sem eiga bara hervopn:

USA: 4.8/100.000 eða nr. 103

Sviss: 0.7/100.000 eða nr. 193

Jemen: 4.2/100.000 eða nr. 109

(http://en.wikipedia.org/wiki/Murder_per_country)

En á móti, hverjir eru á topp 3?

Honduras: 91.6/100K (6.2 byssur per 100 íbúa)

El Salvador: 69.2/100K (5.8)

Fílabeinsströndin: 59.9/100K (2.4)

(Ísland, 30.3)

Lnagar þig eitthvað að endurskoða þessa kenningu þína núna?

"Enda er það einmitt það sem hagfræðikenningar samtímans hafa kennt okkur, meira stríð = meiri gróði."

Rangt. Hagfræðin segir: Friður heima, stríð hjá öðrum = gróði. Stríð hjá þér = tap.

Stórfyrirtæki í USA eru bara búin að koma því þannig fyrir að þau eru einangruð frá stríðinu og borgararnir borga brúsann. Sem er mjög íslensk hagfræði.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.8.2013 kl. 20:04

6 identicon

þeta með byssurnar og USA er mjög sérstakt. Nú eru mörg önnur lönd td Sviss,Finnland,Austurríki,þýskaland ofl ofl með nokkuð frjálslega löggjöf um vopn. Sérstaklega þó Finnland og Sviss. Nú og S Afríka ofl ofl væri hægt að nefna líka. Enn hvergi eru þessi mál eins slæm og í USA. Ég held að vandin liggja bara að hluta í aðgengi að byssum.

þetta er bara eitthver fáránlegur hræðslu kúltúr sem búið er að mana upp hjá þessari þjóð. Morðum og vopnuð ránum hefur verið að fækka og fækka í flesum borgum hjá þeim. Enn nei fólk heldur að þeim sé að fjölga og fjölga og það kaupir fleiri og fleiri byssur sem það svo geymir hlaðanr um alla íbúð til að geta gripið til þeirra ef á það skildi vera ráðist!

Enn svo fer fólk að rífast,kannski búið að drekka jafnvel og hvernig fer þá? Nú eða bara ef fólk vaknar við það að e h er nuður í eldhúsi? það er skotið og jafnvel bara tæmd 17 skota 9mm skammbysa gegnum eldhúshurðina. úps! Var víst bara unglingurinn á heimilinu að fá sér vatnsglas...

ólafur (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband