Athyglisverð vatnsveita.

Það er lærdómsríkt að koma í Yosemite þjóðgarðinn í Kaliforníu og að Hetch-Hetchy miðlunarlóninu í samefndum dal, sem liggur samhliða Yosemite dalnum og utan þjóðgarðsins.

Yosemite dalurinn er mun stærri og magnaðri en Hetch-Hetchy og á sínum tíma var ákveðið að þyrma hinum stærri dal en nýta hinn smærri til að sinna vatnsþörf San Fransisco, því að ekki fannst nein önnur leið til þessarar vatnsöflunar.

Mér var bent á þegar til stóð að búa til Hálslón að það væri sambærilegt við Hetch-Hetchy. En því fer víðsfjarri.

1. Vatnið í Hetch-Hetchy er tært og dalurinn algerlega afturkræfur ef vatninu yrði hleypt af honum. Hann myndi fljótlega gróa upp á ný og verða eins og hann var áður en honum var sökkt. Og hinn friðaði dalur við hliðina er stærri og stórfenglegri. Hálslón er hins vegar aurugasta miðlunarlón veraldar, nánast drullusúpa, og Hjalladallur óafturkræfari eftir því sem tíminn líður og aurinn fyllir upp dalinn.

2. Menn fundu ekki aðra möguleika til að uppfylla vatnsþörf, algera frumþörf San Fransisco en vatnið í Hetch-Hetchy.  Þegar Hálslón var gert framleiddum við Íslendingar hins vegar þegar þrisvar sinnum meira rafmagn en við þurftum til eigin nota.

3. Hetch-Hetchy miðlunin var gerð fyrir löngu siðan þegar viðhorf Bandaríkjamanna voru á svipuðu stigi og viðhorf okkar eru öld síðar.


mbl.is Kjarreldar ógna vatnsbóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur á þjónustu er á engan hátt ómerkilegri en útflutningur á vörum.

Til að framleiða vörur hér á Íslandi þarf alls kyns erlend aðföng, til dæmis olíu í landbúnaði og sjávarútvegi, íslenskar dráttarvélar og aðrar búvélar eru smíðaðar erlendis og flest íslensk skip eru einnig smíðuð erlendis.

Og enda þótt þau væru öll smíðuð hérlendis væru aðföngin erlend, rétt eins og til að mynda í iðnaði hér, þar á meðal byggingariðnaði.

Þar að auki er nánast allt í íslenskum híbýlum til sjávar og sveita framleitt erlendis.

Og erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning á vörum er ekkert síður notaður til kaupa á alls kyns innfluttum "óþarfa", til að mynda fatnaði og leikföngum, en erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning á þjónustu.

Þeir sem starfa hér á Íslandi við útflutning á þjónustu greiða tekjuskatt til íslenska ríkisins og útsvar til síns sveitarfélags.

Og þeir sem starfa hér við þjónustu selja til að mynda útlendingum á veitingastöðum þjónustu, drykki og mat, sem í mörgum tilfellum er framleiddur hérlendis, til dæmis landbúnaðarvörur og sjávarafurðir.

Þar að auki greiða útlendingar virðisaukaskatt til íslenska ríkisins af þjónustu, drykkjum og mat sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Og ferðaþjónustan skilar hér meiri erlendum gjaldeyri en sjávarafurðir á þessu ári, 2013.

Þorsteinn Briem, 26.8.2013 kl. 18:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.

Fluttar voru út sjávarafurðir héðan frá Íslandi fyrir tæplega 269 milljarða króna árið 2012.

Og vegna mikils vaxtar skilar ferðaþjónustan hér meiri útflutningstekjum en sjávarafurðir á þessu ári, 2013.


26.8.2013 (í dag):

Skatttekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi 27 milljarðar króna á þessu ári, 2013

Þorsteinn Briem, 26.8.2013 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband