Algerlega ný hegðun og öfgar ?

Hið óvenjulega og harða hausthret í fyrra var einstætt fyrir það hve snemma það brast á. Nú stefnir í annað eins og það tíu dögum fyrr en í fyrra !

Er þetta tilviljun, tvö ár í röð? Hvað hefur breyst frá því sem verið hefur undanfarna áratugi?

Jú, í allt sumar hefur verið miklu hlýrra á Grænlandi en áður, allt frá suðuroddanum og norður eftir austurströndinni, enda hefur ísinn horfað lengra norður en nokkru sinni fyrr og íslaust á stórum svæðum á ströndinni þar sem áður var ævinlega ís.

Öfgarnar á milli þessa stóra hlýja svæðis og hefðbundins kuldapolls norðvestan við Grænland eru meiri en áður var og þessi aukni munur er afleiðing af hlýnun andrúmslofts jarðar, sem endurspeglast í hærri meðaltölum hita ár eftir ár en áður var, þrátt fyrir hörð haust- og vetraráhlaup.

Óvenju mikið hefur verið um stóra borgarísjaka við norðvestanvert landið og sumir kunna að segja sem svo að það hljóti að vera merki um kólnun lofthjúps.

En svona stórir borgarísjakar, sem sumir hverjir eru á við stórar spildur af jöklum, eru tilkomnir vegna þess að af völdum hitans brotna mun fleiri og stærri spildur úr skriðjöklum Austur-Grænlands en áður.

Nú má alveg víst telja, að þeir, sem standa harðir á því að veðurfar fari ekkert hlýnandi, muni andmæla þessum skýringum mínum kröftuglega eins og þeir eru vanir. Já, það er fjör, jafnt í veðrinu og í deilum um það !


mbl.is Smala í kappi við tímann og veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í kolli sjalla kuldapollur,
og klofið er í frosti,
en allar þeirra riðu rollur,
rjúka út í Kosti.

Þorsteinn Briem, 27.8.2013 kl. 02:43

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mannskepnan er að eyða sjáfri sér!

Sigurður Haraldsson, 27.8.2013 kl. 07:19

4 identicon

Hvaða álver ætli að hafi stuðlað að hlýju veðurfari um árið 1000?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 08:17

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ómar, það sem mér finnst svo merkilegt við veður síðasta vetur, og virðist ætla að endurtaka sig núna, eru þessar stóru lægðir sem virðast koma norðanað og lenda á NA horni landsins. Hér áður fyrr gerðist það yfirleitt aldrei, og mig minnir að Trausti veðurfræðingur hafi einnig nefnt þetta sem mjög undarlegt veðurfar.

Rafn virðist halda að þó hafi verið þokkalega hlýtt við landnám þá séu það einhver rök gegn því að núverandi hlýnun sé af mannavöldum. Það er eins og sumir geri sér ekki grein fyrir því að þúsundir vísindamanna séu full meðvitaðir um fyrri hlýskeið og kuldaskeið og viti miklu meira um þau en hann. Þessir vísindamenn sjá samt eitthvað allt annað vera að gerast núna.

Hitafar hefur sveiflast verulega á sögulegum og jarðsögulegum tíma, stundum miklu stærri sveiflur en sú sem við stöndum núna frammi fyrir. En breytingar verða ekki án orsaka og þótt menn séu nokkuð vissir um orsakir margra fyrri sveiflna þá finnst engin haldbær orsök fyrir þessari núverandi sveiflu önnur en aukinn styrkur CO2 í andrúmslofti af mannavöldum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2013 kl. 09:09

6 identicon

Það eru nú ekki allir vísindamenn sammála um að núverandi hlýindaskeið sé af manna völdum.

 http://politicaloutcast.com/2013/05/more-lies-about-greenhouse-gasses/

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 09:35

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dálítið merkilegt.... ef einhver bendir á að veður á tilteknum stað sé kalt, þá er því svarað strax að ekki sé að marka það, því það er bara "veður" á þeim stað, en ekki loftslagsbreyting. Ef veður er hins vegar hlýtt á tilteknum stað, (eins og á Grænlandi) þá er það skyndilega merki um "Global warming"!

Frá því skömmu fyrir síðustu aldamót hefur hlýnunin á jörðinni stöðvast. Vissulega áfram hlýtt (miðað við kaldari tímabil), en ekki hlýrra, þrátt fyrir aukningu co2.

Alarmistar tala um öfgar í veðurfari sem merki um hnatthlýnun og öfgar fari vaxandi. Þeir komast upp með þessa fullyrðingu án þess að færa sönnur á hana. Al Gore spáði í Óskarsverðlaunaframtíðartrylli sínum að tíðni fellibylja ykist. Það hefur ekki gerst. Þá benda einhverjir á einstaka fellibylji, t.d. Katrina , því hann er svo nálægt í tíma og enginn fellibylur hefur fengið eins mikla "auglýsingu" og hann. Enn er kjammsað á þeim atburði þó 8 ár sé frá honum. Samt var hann einungis sá 6. öflugasti frá því mælingar hófust en hinir áttu sér stað áður en búið var að finna upp "Global warming".

Alarmistar tala um að sannanlega hafi tjón af völdum fellibylja aukist sl. 20 ár eða svo og máli sínu til stuðnings benda þeir á tryggingafélög. Það er hins vegar ekkert skrýtið að tjón aukist þegar þéttleiki byggðar eykst og það er ekki í neinu samhengi við fjölda eða styrkleikaaukninga fellibylja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 10:35

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hausthret eru ekki óalgeng á Íslandi og hretið í fyrra var ekki einstakt. Hið mikla tjón orsakaðist af því hversu blautur snjórinn var og mikið af fé á afréttum þar sem aðstæður voru sérstakar, þ.e. mikið af hraungjótum. Samskonar hret, t.d. í uppsveitum Árnessýslu hefði ekki valdið slíku tjóni og hefði þ.a.l. ekki vakið eins mikla athygli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 10:49

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gunnar, þú bendir réttilega á að það er ekki hægt að benda á kulda á einum stað eða hlýindi á öðrum stað til að dæma um hnattrænt veðurfar. Hitt er svo annað að veðurfar hér á Íslandi hefur verið óvenjulegt, sérstaklega þessi mikla úrkoma sem kemur endurtekið yfir norðanvert landið. Þó Ómar bendli það við hnattræna hlýnun þá eru slíkar fullyrðingar ekki vísindalegar - en vísindunum fleygir hratt fram og mörg undarleg hegðun veðurfars síðustu ára hefur verið tengd við breytingar á háloftastraumum sem hafa veikst undanfarna áratugi, væntanlega vegna mikillar hlýnunar á norðurslóðum.

En Gunnar, þú fullyrðir að hlýnun hafi stöðvast fyrir síðustu aldamót, það er alveg jafn óvísindalegt og án rökstuðnings. Árið 2005 var ívið hlýrra en 1998, og hlýjasta 12 mánaða tímabil sem mælst hefur var 2009/2010. Að jafnaði er fyrsti áratugur þessarar aldar mun hlýrri en síðasti áratugur síðustu aldar. Hvernig er hægt að fullyrða að hlýnun hafi stöðvast?

Heimshöfin taka til sýn yfir 90% af hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Höfin hafa innbyggðan hitamæli - þau þenjast út, eins og kvikasilfurmælarnir, og sú útþensla hefur ekki hægt á sér. Nýjustu mælingar benda til þess að höfin hitni sífellt hraðar. Allt í allt benda vísindamenn á að heildarhlýnun hafi ekki hægt á sér, þvert á móti, heildarhlýnun hefur aukist síðasta áratug miðað við áratuginn á undan.

Lofthiti hefur lítið hækkað undanfarinn rúman áratug. Á því finnast mjög góðar skýringar, nettó hitaútstreymi á Kyrrahafinu (þar sem vel rúmlega helmingur af orku sólar fellur) hefur verið neikvætt allan þann tíma. Eða með öðrum orðum, Kyrrahafið drekkur í sig hitann.

Fyrr eða síðar mun Enso sveiflan snúast yfir í jákvætt hitaútstreymi og þá má búast við snöggri hlýnun í andrúmslofti, miðað við að hitainnstreymi er meira en nokkru sinni.

Það er einkennandi fyrir afneitunarsinna að hengja sig í einstaka gamlar upplýsingar og koma með þær aftur og aftur og aftur og aftur, eins og gamlar vitlausar spár og miskilningur einhverja sjálfskipaðra spekinga séu rök.

Þúsundir vísindamanna starfa að þessum málefnum lotulaust, og vinna þeirra fyrir IPCC er að auki launalaus. Nýjasta skýrsla fullyrðir, samkvæmt leknum upplýsingum, að hnattræn hlýnun af mannavöldum sé núna komin yfir 95% tölfræðimörk. Sem sagt, yfir 95% líkur eru á því samkvæmt tölfræðinni að hlýnun sé af mannavöldum.

Guardian hefur nýlega gert mjög ýtarlega skýrslu um afstöðu loftslagsvísindamanna og komist að þeirri niðurstöðu að 97% þeirra séu sammála því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Það er gott að þeir skuli ekki vera 100%, enginn er óskeikull og andmælaraddir eru af hinu góða.

En fullyrðingar þínar, Gunnar, eru ekkert studdar meiri vísindarökum en fullyrðingar Ómars. Það væri gaman ef andmælasinnar gætu sett sig aðeins inn i vísindin og reynt að koma með einhver andmæli sem hafa grunn í starfsemi vísindamanna hér og nú, ekki í áratugagömlum fullyrðingum stjórnmálamanna!

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2013 kl. 11:43

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég tek undir svar Brynjólfs og vil benda Gunnari á það að auki að kostnaður vegna loftslagstengdra hamfara eykst hraðar en vegna annarra hamfara - þannig að tjónið er ekki bara að aukast vegna þéttingu byggða - heldur einnig vegna aukinna öfga í veðri.

Þetta línurit er frá tryggingafyrirtæki (Munich RE) þar sem tjón er tekið saman annars vegar jarðfræðifyrirbærum (jarðskjálftar, hafnarbylgjum/tsunami og eldvirkni) og hins vegar frá loftslagstengdum fyrirbærum. Augljós munur á leitninni þarna - öfgarnir í veðurfari aukast.

Höskuldur Búi Jónsson, 27.8.2013 kl. 13:51

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Magnað. Co2 veldur hlýnun í andrúmsloftinu. Hún mælist ekki í 15 ár en ekki lengi verið að finna skýringuna; hlýnunin er í hafinu. Lítil hætta að almenningur finni það á eigin skinni. Allt verður alarmistum að vopni.

Munich RE er ekki tryggingafyrirtæki, heldur fyrirtæki í hugbúnaðar og fyrirtækjalausnum. Á heimasíðu fyrirtækisins er sérstök síða um hina voðalegu loftslagsvá og framsetningin er með þeim hætti að hörðustu alarmistar væru hreyknir af.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 15:41

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði "Allt verður alarmistum að vopni"

Sl. vor og fram eftir sumri, var það kaldasta í manna minnum í Tyrklandi og Grikklandi, sagði mér fólk þegar ég var þar í heimsókn í vor og sumar. Sömu sögu er að segja um alla Evrópu, frá norðurströndum Afríku til Skandinavíu.

Þegar fjölmiðlar fóru að velta þessu fyrir sér og raddir efasemdarmanna um hina hröðu hlýnun fengu að heyrast í meiri mæli en oft áður, þá spruttu alarmistarnir fram og höfðu skýringar á reiðum höndum. Jú, kólnunin var vegna hlýnunar!

Ég verð að viðurkenna að ég er alveg mát.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 15:48

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðurfar hér á Íslandi árið 2012:

"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.

Ekkert lát virðist vera á hlýindunum miklu sem hófust skömmu fyrir aldamót.
"

"Í Reykjavík er árið það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það fjórtánda á Akureyri.

Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig, sem er um 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og í meðallagi sé miðað við árin 2001 til 2010."

Á Akureyri
var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags.

Tíðarfar hér á Íslandi árið 2012 - Trausti Jónsson veðurfræðingur

Þorsteinn Briem, 27.8.2013 kl. 17:06

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það breytir engu þó 2012 hafi verið hlýtt.

Ég er að tala um "hlýnun" (trend/leitni) frá 1998-2013

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 17:36

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlýnað hefur hér á Íslandi um 0,35°C á hverjum áratug frá árinu 1975, sem er meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.

Veðurstofa Íslands 2008 - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra hér á Íslandi, bls. 17

Þorsteinn Briem, 27.8.2013 kl. 17:40

17 identicon

getur verið að möndulhall jarðar hafi eithvað að seigja um veðurbreitíngar að gera gæt skírt þessa kulda sem afa verið í mongólíu möndulhallin skiptir máli hvernig sólinn skín á jörðina segul norður hefur ekki altaf verið á þeim stað sem hún er í dag og núverandi ástand hefur verið óvenu leingi einu sinni var ekki snjór á suðurskautinu gétur verið að jökulskeiðið sem lá yfir evrópu hafi þá verið anmar póllinn

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 00:03

18 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gunnar, þú segir að CO2 valdi hlýnun í andrúmslofti. Það ku víst vera rétt hjá þér, enda hafa áhrifin ekki látið á sér leyna. En þú kemur að fjöllum þegar ég nefni höfin, sem sýnir nú bara hvað þú veist lítið um þetta mál - en þykist þó vita að eitthvert samsæri "alarmista" sé að skálda þetta allt!

Kannski að þú nennir að lesa þessa stutta lýsingu á hvernig þetta hangir saman, sjá hvort þú skiljir hana?

CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir valda því að lofthiti er mun hærri en hann annars væri, sem nemur rúmlega 30 gráðum. Langmest af orku sólar fellur á úthöfin, það mun víst vera nokkuð yfir 90%. Ef þú kíkir á hnattlíkan sérðu að miðbaugur liggur að mestu um opið haf, og áhrifa sólar gætir langsamlega mest milli hvarfbauga, að langmestu leyti opið haf.

Höfin drekka í sig sólarljósið og efstu metrarnir hlýna, en auðvitað bara yfir daginn. Hitinn úr þessu efsta lagi dreifist síðan misjafnlega, sumt fer í uppgufun, sumt í endurgeislun, sumt fer í að hita það loft sem snertir yfirborði beint. Losun hitans gerist ekki endilega á sama stað og uppsöfnun, samanber Golfstrauminn.

Gróðurhúsalofttegundir taka til sín hluta af þeirri varmaorku sem höfin geisla frá sér og endurvarpa henni jafnt í allar áttir, þ.a. sumt fer aftur niður. Yfirborð hafsins kólnar því lítið eitt hægar, þar sem hluti af geisluninni endurvarpast.

Áhrifa þessa gætir mest á nóttunni þegar hlutfallsleg útgeislun frá höfunum er mest. Eftir því sem magn gróðurhúsalofttegunda eykst kólnar yfirborð heimshafanna eilítið hægar á hverri nóttu, þau hlýna því örlítið meira daginn eftir og varminn byrjar að safnast upp þar til geislunarjafnvægi er aftur náð.

Hitastig andrúmslofts ákvarðast síðan fyrst og fremst af yfirborðshita heimshafanna. Það er einfaldlega vegna þess að yfirborð fastlands nær ekki að taka til sín nema örlítið af þeim varma sem djúpt vatn nær að taka til sín (það er reyndar misjafnt eftir gróðurfari og rakamagni, en er engu að síður alltaf minna en vatnsflötur). Enda kólnar ótrúlega fljótt að nóttu til þar sem langt er frá sjó og skýja gætir ekki.

Sem sagt, hlýnun andrúmslofts af völdum CO2 er afleidd hlýnun - hún er fyrst og fremst komin til vegna þess að yfirborð heimshafanna kólnar hægar á nóttunni.

Heimshöfin flytja varmaorku sólar frá miðbaugssvæðum til kaldara svæða. Sumt berst með yfirborðsstraumum sem ná að losa mestalla varmaorku áður en þeir sogast niður (en þó ekki alla - þetta ferli hitar auðvitað djúpsævið líka). Djúpsævi er talsvert kalt eftir tveggja milljóna ára ísöld, þar sem meðalhiti hefur verið mun lægri en er í dag.

En sums staðar flyst varmaorka yfirborðsvatns nokkurn veginn beint niður. Þetta gerist helst á Kyrrahafi, en er sveiflukennt eins og allir vita, hin svokallaða Enso sveifla þar sem niðurfærsla yfirborðsvarma er stundum mikil, stundum lítil. Frá því 1998, þegar niðurfærslan var óvenjulítil, hefur niðurfærslan verið nokkuð neikvæð að jafnaði (öfugt við t.d. 10. áratuginn þegar hún var jákvæð að jafnaði). Það er ekki óþekkt að slík "nettó" niðurfærslutímabil standi i allt að 15 ár, þ.a. núverandi niðurfærslutímabil er orðið í það lengsta. Síðustu upplýsingar um Enso sveifluna er að hún er hlutlaus sem stendur og gæti vel orðið jákvæð á næsta ári.

En kannski að Gunnar vilji ekki fræðast um þessi mál? Afstaða hans er kannski frekar pólítísk en vísindaleg? Það væri þá heiðarlegast að segja það beint út.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.8.2013 kl. 13:41

19 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Kristinn Geir nefnir möndulhalla jarðar. Rússneski vísindamaðurinn Milankovich rannsakaði þetta fyrir margt löngu og komst að því að breytingar á möndulhalla og öðrum þáttum er varða afstöðu jarðar til sólar væri helsti orsakavaldur þeirrar sveiflna milli kuldaskeiða og hlýskeiða sem einkennt hafa ísöldina alla (síðustu rúmar 2 milljónir ára).

Síðasta hlýskeið, fyrir um 130.000 árum, varð einmitt vegna breytinga í hinni svokölluðu Milankovich sveiflu. Þá varð nokkuð hlýrra en í núverandi hlýskeiði, á móti var það hlýskeið nokkuð styttra en núverandi.

Núverandi hlýskeið hófst fyrir um 12 þúsund árum, aftur vegna Milankovich sveiflunnar. Hlýskeiðin ná yfirleitt toppi snemma og kólna síðan jafnt og þétt þar til skyndilega fellur á nýtt ísaldarskeið með mjög örri kólnun. Toppurinn í okkar hlýskeiði var fyrir um 8 þúsund árum, en núverandi hitatoppur virðist vera búinn að jafna það og jafnvel gott betur.

Milankovich sveiflan stendur nokkuð óvisst núna, hún ætti að orsaka smávægilega kólnun en það er óvíst hvenær næsta ísöld skellur á, gæti verið nokkur þúsund ár frammi í tímann miðað við Milankovich-sveifluna eina og sér.

Það er athyglisvert að á síðasta hlýskeiði virðist ís ekki hafa minnkað á Norður-Íshafi í neinni líkingu við það sem nú er að gerast - og þó var hlýrra þá! Skýringarinnar er að leita í mismunandi orsökukm hlýnunarinnar. Síðasta (sem og núverandi) hlýskeið var afleiðing Milankovich sveiflunnar og CO2 magn náði aldrei nærri núverandi hæðum, sem er aðal einkenni og orsök þessa hitatopps sem við búum við í dag.

Eins og ég lýsti í fyrri færslu þá eru áhrif CO2 einkum þau að hægar kólnar yfir höfum á nóttunni. Þessi hægari næturkólnun (sem auðvitað er ekki endilega sólarhringssveifla svo norðarlega!) virðist vera helsta orsök þess að svæðið norðan heimskautsbaugs hitnar svo miklu meira núna en á síðasta hlýskeiði.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.8.2013 kl. 13:50

20 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Löngu áður en mannveran var varla meira en einfrumungur voru hita og

kuldaskeið á jörðini. Maðurinn og hans umsvif hafa sára lítið að segja um

aðstæður í gufuhvolfi jarðar (menn eru hætir að dansa regndans).

Ég legg til að þessir sem vita alt um hvernig heimsendir lítur út, taki sig til

og lesi þau fræði sem eðlisfræðingurinn Enrico Fermi samdi og tengi það

við hegðun hitans í gufuhvolfinu og hitamuninn dags og nætur hér á jörðu.

Möndulhallinn (cosinus reglan) hefur jú einhver áhrif hitun sólargeislans á

yfirborð jarðar. en ekki svomikil að skíra megi hitaskeið og ísaldir með því.

En Fermi gefur skíringu á því hvernig stendur á því að í Sahara getur orðið

allt að því 60gr á C á dagin en næturfrost næstu nótt.

Leifur Þorsteinsson, 28.8.2013 kl. 13:59

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.4.2009:

"Borkjarnar úr Grænlandsjökli hafa loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 16:45

22 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Leifur, þú vilt kannski vísa nánar í þessi fræði hins mikla vísindamanns Enrico Fermi? Ég hef ekki áður séð hans getið í þessari umræðu. Og hann var vissulega einn fremsti vísindamaður 20. aldarinnar, skoðanir hans vega því þungt þó gamlar séu.

Milancovich sveiflan er vel staðfest og hún stemmir vel við breytingar á ísöld milli kuldaskeiða og hlýskeiða. Hún er ekki nóg til að skýra af hverju ísöldin sjálf hófst, þar eru ýmsar ástæður, m.a. að CO2 fór jafnt og þétt minnkandi í andrúmslofti síðustu hundruðir milljónir ára á meðan meginlöndin söfnuðust kringum annan pólinn. Hvort tveggja nægir til víst til að koma af stað ísöld, Milancovich sveiflan skýrir sveiflur innan ísaldar.

Ég efast ekki um að Fermi geti skýrt hina miklu dægursveiflu í hita sem verða í eyðimerkum meginlanda. Það geta reyndar margir aðrir. Þurrt yfirborð, sérstaklega sandur, hefur mjög litla varmarýmd, þurrt andrúmsloft minnkar áhrif öflugustu gróðurhúsalofttegundarinnar, vatnsgufunnar. Hitinn geislar mjög hratt út þegar sólar gætir ekki lengur, hitastigið snarlækkar. Eða segir Fermi eitthvað annað?

Ég er fullviss um að Fermi hafi ekki mótmælt áhrifum gróðurhúsalofttegunda, sú kenning var vel staðfest nokkrum áratugum áður en hann fæddist. Svante Arrhenius spáði því 1896 að aukinn útblástur CO2 myndi leiða til hnattrænnar hlýnunar. Skyldi Fermi hafa minnst eitthvað á þessa kenningu? Það væri gaman að vita af því.

Af hverju ætti maðurinn og hans umsvif ekki að geta haft umtalsverð áhrif á aðstæður í gufuhvolfi jarðar. Ertu búinn að gleyma brennisteinsmenguninni miklu sem ollu súru regni og mistri yfir meginlöndum áratugum saman á síðari hluta síðustu aldar? Nú eða eyðingu ósonlagsins vegna losunar freon-efna? Hvort tveggja voru mjög alvarlegar og víðtækar breytingar á andrúmslofti sem hefðu getað leitt af sér miklar hörmungar - en með samstilltu átaki tókst að draga verulega úr brennnisteinsmengun og freonmengun.

Það að jörðin hafi gengið í gegnum hitaskeið og kuldaskeið, það vita allir sem eitthvað fylgjast með þessari umræðu. Það eru engin rök! Vísindamenn eru mjög duglegir við að rannsaka orsakir hitafarsbreytinga í jarðsögunni og hafa náð talsverðum árangri. Þeir beita sömu rökhugsun á núverandi hlýnun og sjá engar aðrar orsakir en aukningu CO2. Allar aðrar hugsanlegar skýringar hafa verið afgreiddar sem ófullnægjandi. Geislun sólar eykst ekki (hún hefur frekar minnkað síðustu áratugi ef eitthvað er), skýjafar hefur ekkert breyst að ráði, afstaða jarðar til sólar ætti frekar að leiða til lítilsháttar kólnunar en hlýnunar.

En Fermi er kannski með svar við þessu öllu, það væri vissulega gaman að heyra nánar frá því!

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.8.2013 kl. 16:56

23 Smámynd: Kristinn Geir Briem

brynjólfur þorvarðsson: þakka fyrir þssar upplýsingar hvernig er vitað að núveradi hiti sé búin að jafna toppin fyrir 8.þúsund árum er það tekið úr borkjörnum á grænlansdsjökli sveiplur í hita getur verið af ímsum völdum landrek getur verið að gólfstraumurin hafi leigið anarstaðar hluta af tímabilinu það valdið bara við núverandi aðstæður sveiplast veðurfar mikið milli ára eldgos géta lækað hitastig nokkuð

Kristinn Geir Briem, 28.8.2013 kl. 17:09

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, jú, ég hef lesið þetta með höfin. Þau eru mikil orkugeymsla.

það er að mörgu að hyggja í spádómum um veðrið næstu daga, hvað þá næstu ára og áratuga eða alda.

Í loftslagsvísindum er talað um (of lítið að mínu mati) negative feedback. Ég kýs að kalla það "hamlandi viðbrögð náttúrunnar við hlýnun". Flestar plöntur auka vaxtahraða sinn og frjósemi við aukinn styrk co2. Beinlínis éta upp og nærast á co2. Flestar plöntur auka vaxtarhraða sinn og frjósemi við aukið hitastig. Meira "étið" af co2.

Við aukið hitastig gufar vatn hraðar upp. Aukin vatnsuppgufun þýðir meira af skýjum og þó meira af skýjum þýði meira af gróðurhúsalofttegundum, þá kemst minna af sólarljósi til jarðar, hitinn sjálfur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2013 kl. 21:02

25 identicon

Hér hlaupa ýmsir nafnkunnir kolefnisriddarar upp til handa og fóta til að ýja að því að smalamennska í ágúst 2013(!) sé meintri "hnattrænni hlýnun af manna völdum" að kenna.

Að sjálfsögðu er bullið kryddað með fjálglegu óðahlýnunarrausi erkiklerks kolefniskirkjunnar á Íslandi, Trausta Jónssonar, nestors Veðurstofu Íslands. Sú funheita stofnun hefur predikað væntanlega 6°C hitaaukningu á Íslandi á þessari öld.

Hjá sömu stofnun eru starfsmenn í óðaönn að reikna út hvort, hvar og hvenær umrætt mann-/fjárskaðaveður muni skella á - e f t i r r ú m a n s ó l a r h r i n g! . . . :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 22:44

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar.
"

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 23:51

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu vita Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn betur en tíu þúsund vísindamenn.

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 23:55

28 identicon

Undrabarnið Steini Briem hrærir steypuna að vanda. Litli Valhallarþrösturinn virðist eiga huga hans allan . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 00:35

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu veist þú betur en tíu þúsund vísindamenn, "Hilmar Hafsteinsson".

Þorsteinn Briem, 29.8.2013 kl. 00:50

30 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gunnar, þú hittir naglann á höfuðið! Neikvæð styrking, og systir hennar, jákvæð styrking, eru gríðarstórir óvissuþættir. Mér vitanlega hefur ekki verið talað of lítið um þær systur, en mér skilst að mjög erfitt séð að meta áhrifin enda þættirnir fjölmargir.

Þegar hiti eykst, eins og gerðist á 10. áratugnum, eykst magn vatnsgufu í andrúmsloftinu. Vatnsgufa er einnig öflug gróðurhúsalofttegund á borð við CO2 og mun algengari (leggur víst til 3/4 af 30 gráðunum góðu).

Stóra óvissan felst í því að hver miklu leyti þessi vatnsgufa breytist í ský, og þá hvernig ský. Sum háský virka einnig til hlýnunar, en lágský eru yfirleitt frekar til kólnunar. Undanfarna áratugi hefur þetta verið rannsakað ítarlega og í stuttu máli sagt er engin niðurstaða komin í málið - hvað varðar framtíðina. En undanfarinn áratugur er ekki frábrugðinn áratugnunm þar á undan hvað skýjafar áhrærir, þ.a. ekki er þar að finna ástæðu þess að lofthiti hefur hækkað minna síðustu 15 ár en 10 árin þar á undan.

Hugsanlegar jákvæðar styrkingar eru mýmargar og áhrifa sumra þeirra gætir þegar. Helst er að nefna að íslaust haf drekkur í sig margfalt meiri hita en ísilagt. Við aukna bráðnun jökla eykst einnig upptaka sólarorku, vegna stöðuvatna á yfirborð og þess að óhreinindi nokkurra ára safnast saman á yfirborði, t.d. gosaska á Grænlandsjökli en einnig kolamengun sem er hnattrænt vandamál.

Gróður eykur upptöku CO2 við hækkandi hitastig að jafnaði, þó er það ekki algilt, og þar sem magn CO2 í andrúmslofti eykst hraðar ef eitthvað er þá virðist ekki um marktækan mun að ræða. Aukning gróðurfars, einkum á norðlægari slóðum, eykur hitaupptöku og telst því jákvæð styrking. Skóglendi breiðist hratt út á Íslandi, það mun hafa í för með sér hærri meðalhita staðbundið en einnig hnattrænt (þótt í litlum mæli sé).

Varhugaverðasta jákvæða styrkingin er aukin losun metangass úr sífrera. Rússar hafa fylgst vel með þessu og fyrir utan að sjá stórfelldar breytingar á sífreranum sjálfum hafa þeir einnig greint stóraukna losun metangass (sem er talsvert öflugri gróðurhúsalofttegund en CO2, en endist mun skemur í andrúmslofti). Núna eru menn farnir að skoða betur landgrunnið undan Síberíu, þar er sjávardýpi ekki nema örfáir tugi metra á stórum svæðum. Á botninum liggur frosið metan í miklum mæli, það metan virðist vera byrjað að þiðna hratt og vegna grunnsævis fer það að mestu út í andrúmsloftið í stað þess að leysast upp í sjó og eyðast.

Jákvæðar eða neikvæðar styrkingar eru vissulega stóri óvissuþátturinn. Stærsta styrkingin til lengri tíma felst í skýjafari, þar gæti mjög stór neikvæð styrking komið til. Enn sem komið er vitum við ekki hvort svo verður, þess gætir alla vega ekki enn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 05:56

31 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Kristinn, þú spyrð hvernig það sé vitað að núverandi hitatoppur sé orðinn hærri en hitatoppur núverandi hlýskeiðs fyrir um 8000 árum. Svarið er einfalt: Það er ekki vitað fyrir víst, þar sem menn vita ekki fyrir víst hvert hámarkið var!

Vísindamenn hafa rannsakað veðurfar okkar hlýindaskeiðs í alla vega hálfa aðra öld, það er tiltölulega einfalt að sjá að hitafar hefur breyst, t.d. við að grafa í mýrar á Íslandi, breytingar á gróðurfari orsakast af breytingum í veðurfari. Einnig er hægt að mæla þykkt trjáhringa, samsetningu skeljaþörunga, hlutföll súrefnisísótópa í lífverum frá þeim tíma og margt fleira. En allt er það ágiskanir, engir voru hitamælarnir.

Samkvæmt flestum tilgátum um hitafar fyrr á öldum er fyrsti áratugur þessarar aldar eitthvað hlýrri en hitaskeiðið á hámiðöldum (kringum landnám), og jafnar eða toppar hitatoppinn fyrir 8.000 árum. En vitum við að svo sé? Nei, allt eru þetta ágiskanir.

Landrek breytir legu strauma, en ekki á árþúsundum, þá erum við frekar að tala um milljónir ára. Fyrir um 3 milljónum ára lokaðist t.d. sundið milli Atlantshafs og Kyrrahafs þar sem Mið-Ameríka liggur núna. Sú breyting er talin einn orsakavaldur ísaldar.

Eldgos valda kólnun, en öflugustu eldgos á sögulegum tíma valda ekki nema í mesta lagi nokkurra ára hnattrænni kólnun (Lakagígar). Í jarðsögulegu samhengi hafa orðið margfalt stærri gos en þetta, gos sem gætu hafa haldið hitafari lágu í áratugi eða lengur (t.d. gos í Indonesíu fyrir um 80.000 árum, á miðju ísaldarskeiði). En öll eldgos skilja eftir sig ummerki, og hvað varðar nútíma (núverandi hlýskeið) eru öll helstu gos vel þekkt. En vegna þess hvað áhrifa þeirra gætir stutt er yfirleitt ekki tekið tillit til þeirra þegar menn áætla veðurfar fyrri tíma.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 06:05

32 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, það kemur mér skemmtilega á óvart að Trausti veðurfræðingur skuli hafa horfið frá andstöðu sinni við kenningar um hnattræna hlýnun af manna völdum, hann var á tímabili helsti "nestor" andmælingasinna. Mér var ekki kunnugt um að hann hefði komið með sínar eigin spár um framtíð veðurfars á Íslandi, sennilegast þykir mér að hann hafi verið að vitna í spár annarra.

Sjálfur hef ég aldrei séð neitt eftir Trausta um hnattræna hlýnun, er ég þó mikill áhugamaður um veðurfarsblogg hans.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 06:09

33 identicon

Brynjólfur. Það kemur mér verulega á óvart hvað maður, sem telur sig greinilega vera alfa og omega meintrar þekkingar á "loftslagsbreytingum af manna völdum" virðist í rauninni lítt lesinn.

Maður skyldi líka ætla að starfandi forritari kynni að googla sér til gagns. Þér til upplýsingar hefur umræddur Trausti Jónsson lagt ýmislegt fleira til umræðunnar um loftslagsmál en fram kemur í Moggabloggi hans.

Þú getur t.a.m. kynnti þér gagnmerka vinnu hans fyrir umhverfisráðuneytið hér: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 08:16

34 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú verður fróðlegt að fylgjast með útbreiðslu hafíssins á næstu vikum og bera saman við undanfarin ár:


Verður hafísinn mun meiri en á sama tíma í fyrra...?

Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni...

Sea Ice Page 

Sea Ice Page Climate4You.com   

Arctic Sea Ice Graphs 

Ágúst H Bjarnason, 29.8.2013 kl. 08:48

35 identicon

brynjólfur: þakka þettað setur þettað vel fram en ágiskun er ágiskun

sá sjónvarpsþátt í ruv fyrir nokkrum árum þar þótust framleiðandin géta sínt framá að ísöld gæti komið á 5.arum. við réttar aðstæður.nú er það skilgreiningaratriði hvenær is0ld er ísöld eða bara tímabundin kólnun síðan færist tunglið altaf leingra og lengra frá jörðu sem hefur áhrif á jörðu

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 08:59

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

AllCompared%20GlobalMonthlyTempSince1979

Hér sjáum við þróun lofthitans (úr krækju Ágústs H. Bjarnason). Hann hefur hækkað um 0.1 gráðu á áratug, sl. 35 ár.

HadCRUT4%20GlobalMonthlyTempSince1958%20AndCO2

Hér sjáum við glöggt að engin hlýnun hefur átt sér stað á þessari öld. Athyglisverður samanburður á aukningu co2 og stövun hnattrænnar hlýnunar, í bili a.m.k.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2013 kl. 09:12

37 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

HadCRUT3%20GlobalMonthlyTempSince1850%20WithSatellitePeriod

Hér má sjá hve árið 1998 sker sig úr. Það má segja að það hafi verið "Glory days" alarmistanna og þeir "ylja" sér enn við þetta ár. Hlýnunin á 30 ára tímabilinu 1918-1948, er ekkert síður hröð en á tímabilinu 1968-1998. Alarmista haf þó reynt að gera sér sérstakan hátíðarmat úr meintum núverandi hraða hnatthlýnunar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2013 kl. 09:28

38 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, ég verð að viðurkenna að þetta fór alveg framhjá mér! Ég hélt að Trausti væri ennþá í liði með Gunnar Th., en svo virðist ekki vera samkvæmt því sem þú segir. Annars les ég mjög litið um þessi mál á íslensku, en ég hef alltaf gaman að veðurblogginu hans Trausta og les það reglulega. Og ég man satt að segja ekki eftir neinum fullyrðingum þar um meinta hnattræna hlýnun.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:01

39 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gunnar, þetta eru athyglisverð línurit sem þú birtir, ekki að maður hafi ekki séð margt svipað áður. Árið 1998 skar sig vissulega verulega úr, enda miða menn yfirleitt alltaf við það þegar þeir segja, eins og þú í fyrstu færslu þinni, að það hafi ekki hlýnað í 15 ár. Ef maður tekkur útgangspunkt í allra hæsta toppinum, þá er nú langt í þann næsta!

Línurit númer tvö hjá þér virðist vera með þrjár nálgunarlínur, þar sem síðasta línan hefst um mitt ár 2003. Auðvitað er val á slíkum línum alltaf háð því hvað maður vill sýna.

Síðasta línuritið hjá þér er ágætis dæmi, það er hægt að finna mörg tímabil með hækkandi hitastigi, mörg tímabil með lækkandi hitastigi, en þau síðarnefndu eru lengri og því hækkar meðalhiti til lengri tíma litið.

Ef þú skoðar svo aftur annað línuritið sérðu að hækkunartímabilið er mun lengri en lækkunartímabilin. Frá mér séð eru þetta ekkert annað en náttúrulegar sveiflur, tilkomnar af ýmsum ástæðum, m.a. Enso sveiflunni en einnig t.d. brennisteinsmengunar (sem jókst frá seinna stríði og fram á 8. áragutinn.)

Ég ætla að reyna að setja inn mynd hérna, veit ekki hvernig til tekst. Myndin er úr grein Church et al. í Geophysical Research Letters

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:15

40 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Fyrst myndbirtingin tókst svona vel (!) langar mig að reyna að birta aðra mynd sem sýnir hvað gerist þegar hitamælingar eru leiðréttar út frá ýmsum þáttum sem vitað er að valda sveiflum í hitastigi.

Stærsti slíki þátturinn sem leiðréttur er út er Enso sveiflan, en það er vel staðfest að El Nino hækkar meðalhita á meðan La Nina lækkar meðalhita. Þó sumum finnist svona línurit vera "svindl" þá er tölfræðin og vísindin á bakvið alveg réttlætanleg.

Svona linurit bendir á þá staðreynd að á 1. áratug okkar aldar hafa La Nina ár verið miklu hlýrri en La Nina ár á síðustu áratugum síðustu aldar. La Nina ár hafa líka verið miklu hlýrri, að undanteknu 1998 sem var langt út úr kortinu þá en hefur verið jafnað síðan.

Eins og við höfum þegar rætt þá hefur síðasti áratugur einkennst af mun fleiri La Nina árum (köldum) en El Nino árum (heitum). Aðra áratugi hefur ástandið verið öfugt, en svona áratugasveifla á meðaltali Enso ástandsins er nokkuð vel þekkt og skýrir sumar ef ekki allar niðurfellingarnar í síðasta línuritinu frá þér.

En nóg blaður, hér er ágætis hreyfimynd sem ég vona að komi fram, hún er byggð á línuritum frá Foster og Rahmstorf (2011).

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:23

41 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Smá mistök í síðustu færslu: Ég vildi hafa sagt að El Nino ár hafi verið hlýrri á síðasta áratug en fyrri áratugum, ekki bara að La Nina ár hafi verið hlýrri.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:24

42 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Að lokum vil ég þá birta línurit frá Nasa sem er sambærilegt við þriðja línuritið hjá þér, Gunnar, en kannski auðlesnara. Það tekur saman öll gögn um hitastig í andrúmslofti við yfirborð Jarðar.

Það sem er athyglisvert hérna er að flatneskjur eins og sú sem við búum við núna endurtaka sig á c.a. áratugar fresti, en hafa áður verið meiri niðurdýfur en flatneskja. Rauða línan sýnir áberandi tröppuferil frá niðurdýfunni miklu um miðja öldina, en fyrir hvert þrep sem rauða línan tekur þá verður brattari, niðurlínan flatari. Þetta línurit gefur alls enga ástæðu til að halda að hnattræn hlýnun hafi hægt á sér!

Niðursveiflan og flatneskjan eftir stríð er yfirleitt bendluð við brennisteinsmengun. Ekki er mér kunnugt um hvað olli kólnun á fyrsta hluta línuritsins, fram til um 1910.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:34

43 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Árið 1952 var ég við störf um sumarið á hálendinu nánar til tekið á bökkum

Þjósár, í byrjun september fenntum við í kaf og urðum að krafla okkur út úr

tjöldunum, ekki ósvipað veður og gerði á síðasta ári, og nú er spáð. Þá var

mikið talað um komandi ísöld sérlega í breskum fjölmiðlum.

Brynjólfur ég hjelt að menn væru löngu hættir að minnast á skógar dauða

þegar sýnt var fram á að orsökinn var sýking og fiskidauðinn í sænskum vötnum

var í ætt við það sem kom fyrir síldina hér fyrir skömmu. Óson er súrefnis

samsæta sem myndast við áhrif UV geisla sólar í háloftunum og varnar lífi á

jörðinni fyrir þeim, O3 samsætan er ákaflega skammlíf og hverfur jafn hratt og

hún mydast. Þar fanst orsökin fyri hinu svo kallaða ósongati.

Í fréttum í morgu var skýrt frá því að fundist hefðu fjöldi gripa frá stein og járnöld

í kjölfar þess að jöklar hopa í Noregi. Svo eithvað hlýrra var hér áður fyrr, fyrir

iðnbyltinguna miklu.

Leifur Þorsteinsson, 29.8.2013 kl. 11:34

44 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Myndafærslan mistókst, reyni aftur, þetta er línurit frá Nasa:

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:35

45 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Leifur, það efast enginn um að það hafi verið hlýrra á steinöld en á 20. öldinni. Jöklar hopa núna vegna hlýnunar, en þeir eru lengi að bregðast við og eru núna allt of stórir miðað við núvarandi hitastig. Þetta er allt vel þekkt, mannvistarleifar hafa komið í ljós undan Breiðarmerkurjökli og þarf ekki að fara aftur að steinöld til að átta sig á því.

Það var aldrei sýnt fram á að trjádauði um alla Evrópu og N-Ameríku hafi ekki verið af völdum súrs regns af völdum brennisteinsmengunar. Einstaka stað var um sýkingar að ræða einnig, og eflaust hefur súrnun hjálpað öðrum sýkingum af stað.

Óson sameindin myndast réttilega vegna útfjólublás ljóss og hún hverfur aftur vegna útfjólublás ljóss. Hún hverfur ekki af sjálfu sér og ef rétt væri að hún hyrfi jafnóðum og hún myndast þá væri ekkert ósonlag! Óson myndast oft á jörðu, t.d. á flugvöllum, helsta "einkennislykt" flugvalla er einmitt óson sem endist nógu lengi til að ná nefskyni manna í nokkur hundruð metra fjarlægð!

Varðandi komandi ísöld þá er það algjörlega rétt og hefur ekkert breyst. Við erum á hlýskeiði milli kuldaskeiða, núverandi hlýskeið er þegar orðið í lengra lagi. Við lifum á ísaldarskeiði sem staðið hefur síðustu rúmar tvær milljónir ára. Á þessu skeiði skiptast á ísaldir (kuldaskeið) og svo hlýskeið eins og það sem við lifum við núna. Ísaldirnar eru að jafnaði 10 sinnum lengri en hlýskeiðin, og okkar hlýskeið er þegar orðið heldur langt miðað við fyrri slík.

Miðað við fyrri hlýskeið þá er hlýjast frekar snemma á hlýskeiðinu, síðan fer jafnt kólnandi þar til skyndilega snöggkólnar og ný ísöld tekur við. Hvenær þessi snöggkólnun kemur næst er ekki gott að segja, gæti verið nokkur þúsund ár, en hin jafna kólnun frá hlýtoppinum ætti að leiða af sér talsvert kaldara veðurfar en það sem við búum við í dag.

Að því gefnu að mönnum takist ekki að koma í veg fyrir næstu ísöld með því að stjórna gróðurhúsalofttegundum þá mun hún óhjákvæmilega koma. Ef við ættum að velja milli hlýnunar af völdum gróðurhúsalofttegunda eða hægfara kólnunar fram til ísaldar (sem eru valkostirnir) þá held ég að flestir myndu nú velja hlýnun!

Ísland yrði þakið jökli mjög fljótlega eftir að næsta ísöld hefst. Byggð í landinu er núna rúmlega 1000 ára, en yrði aldrei eldri en fram að næstu ísöld.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:50

46 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Vel að merkja varðandi steinöld: Það var ekki fyrr en eftir síðustu ísöld að menn komu til Noregs, það er rétt undir lok nýsteinaldar við Miðjarhaf. Mest öll steinöld var mun kaldari en núna er, enda stóðu ísaldir mestallan tímann.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2013 kl. 11:55

47 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það að það hafi verið vond veður á Íslandi í gegnum tíðina rétt eins og nú - það hefur ekkert að gera með hlýnun Jarðar af mannavöldum.

Eg er alveg hissa á hve margir grípa í þetta atriði.

Jú jú, veður voru vond fyrr á öldum eins og heimildir eru umþ Td. tel eg að á 19.öld hafi á tímabilum verið miklu verri veður og á óhentugri tímum en á síðustu tugum ára. Sérstaklega á N-A landi. Það skýri, að hluta til, flóttann úr landi til vesturheims. Það var svo erfitt veðurfar. Það skýrir líka, að hluta til, skyndilega aflagningu byggðar á stöðum ss. Jökulfjörðum, Ströndum og ystu byggðum á N-A landi. Þetta fór bara allt í eyði, skyndilega uppúr miðri síðustu öld. Spilaði fleira inní náttúrulega, sauðfjárpestir og uppgangur þéttbýlis.

Þetta veðurfar orsakast af því í grunninn að Ísland er á mörkum hins byggilega heims. Skerið er bara staðsett þannig á Jarðarkúlunni. Því miður.

Ofansagt hefur ekkert að gera með hlýnun Jarðar af mannav0öldum sem við horfum nú uppá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.8.2013 kl. 12:05

48 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þannig að þú vilt meina Brynjólfur, að það styttist í pálmatré á Íslandi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2013 kl. 12:10

49 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Brynjólfur: Það er ekki rétt að samsætan oson sundrist af orkuni sem ert í UV

geislun. 3gild byndig Súrefnis atóms er mjög svo laus í sér, Súrefnisatomið er

eingöngu örugt sem 2gilt.Óson frá brenslu í þotu hreyflum er æði ósennilegt,

en æði algeinkt við mydun rafneysta í lofti og algegast þegar verið er að þurka

hvítan þvott í sólskini og þekkist á svokallaðri útilykt. Sem betur fer er óson

mjög óstöugt, því það er eitrað og veldur skemdum á hemoglobini blóðsins.

Annars er þýðingarlaust að deila við fólk sem heldur að maðurin með hegðun

sinni sé valdur að öllu illu sem skeður í tilverunni, eins og sést á sögu mankyns

og ekki síst á trúarsögunni.

Leifur Þorsteinsson, 29.8.2013 kl. 13:27

50 identicon

Bændur á norður- og norðausturlandi bjuggu, margir hverjir, við óvenju langan og torsóttan harðindavetur. Þeir fengu smjörþefinn af honum 10. september í fyrra með aftakaveðri og fjárfelli.

Vorið '13 var óvenju kalt og apríl, maí, júní, júlí, ágúst hafa verið óvenju kaldir, m.v. "óðahlýnunartímabilið" hans Trausta frá '98. Nú hefur Véfréttastofa Íslands gefið út sérstaka viðvörun vegna óveðurs á norðanverðu landinu um næstu helgi.

Bændur hafa brugðist við með þeim einstæða hætti að smala í ágústmánuði, sem elstu menn og skepnur muna ekki eftir að hafi verið gert áður á Íslandi.

Íslenski kolefnissöfnuðurinn bregst svo einstaklega "vísindalega" við skýrum skilaboðum náttúrunnar með því að fullyrða að kólnandi tíðarfar á Íslandi sé afleiðing "hnatthlýnunar af manna völdum".

Það er ekki hægt að rökræða við svona rugludalla ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 13:43

51 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar, Leifur og Hilmar: Þið eruð í bullandi afneitun og þrátt fyrir mikla þolinmæði Brynjólfs hér fyrir ofan að útskýra þessa hluti - þá fær hann þetta í hausinn:

Alarmista(r) haf(a) þó reynt að gera sér sérstakan hátíðarmat úr meintum núverandi hraða hnatthlýnunar.

 .

Annars er þýðingarlaust að deila við fólk sem heldur að maðurin með hegðunsinni sé valdur að öllu illu sem skeður í tilverunni, eins og sést á sögu mankyns og ekki síst á trúarsögunni.

.

Það er ekki hægt að rökræða við svona rugludalla ;)

Þetta er náttúrulega bara dónaskapur hjá ykkur - hvað haldið þið að hann sé búinn að eyða miklum tíma í að svara ykkur?

Höskuldur Búi Jónsson, 29.8.2013 kl. 14:24

52 identicon

Samkvæmt þessum magnaða trúarboðskap vefarans mikla þá ber oss fávísum að falla fram og tilbiðja Höskuld Búa fyrir þann mikla tíma sem hann er búinn að eyða í að þýða bullið úr scepticalscience.com!

Það er náttúrulega toppurinn á dónaskap, Höskuldur Búi Jónsson, að bera svona bullrök á borð fyrir Íslendinga. Ástralir eru búnir að gefa teiknimyndahöfundinum John Cook langt nef, fella JuLIAR Gillard af stóli forsætisráðherra og stoppa kolefnisskattinn.

Réttast væri að skikka ykkur, kolefnisgemlingana, í göngur og réttir - upp á vatn og brauð.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 15:18

53 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, varðandi hret og/eða slæmt veðurfar á Íslandi og þá sérstaklega á N-A landi í gegnum tíðina - að þá er meginpunktur minn að benda á þá einföldu staðreynd að það er ekkert nýtt að það sé vont veðurfar á N-A landi.

Þessi hret núna á síðust misserum eru líklegast bara Majorka miðað við hretin/veðrið fyrr á tímum.

Og er það að hretin/veðrið var verra fyrr á tímum á N-A landi þá sönnun hlýnunar Jarðar af mannavöldum? Svar: Nei.

Það að það hafi verið vond veður á N-A landi í gegnum tíðina kemur umræðunni um Hlýnun Jarðar af Mannavöldum ekkert við.

Vegna þess að meginorsök vondra veðra á N-A landi er sú að Skerið er á mörkum hins byggilega heims. Það er eins og fólk eigi erfitt með að skilja það að Ísland er á mörkum hins byggilega heims.

Það þarf ekki lengi að ræða við eldra fólk til að átta sig á að veðrið á N-A landi var miklu verra fyrr á tímum en við höfum þekkt síðustu tugi ára.

Við erum að tala um harðindi. Kaldir og langir vetur - og afar stutt sumur. Kannski ringdi bara allt sumarið stundum. það er óteljandi sögur og heimildir um vond veður á N-A landi á öllum árstímum.

það er td. bara stutt síðan að það varð álíka veður fyrir N-Austan og var í fyrra.

Það er enn í fersku minni manna hretið/ótíðin í ágúst þarna um 1970 þegar þúsundir fjár fórst á fjalli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.8.2013 kl. 16:16

54 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gunnar, ef við sjáum pálmatré á Íslandi þá verða þau í gróðurhúsum! En það virðist hafa farið framhjá mönnum, ef þeir hafa þá yfirhöfuð nennt að lesa langlokurnar hjá mér, að ég er nú frekari hlynntur hnattrænni hlýnun af mannavöldum en hinum kostinum, sem er hægfara kólnun í átt til ísaldar. Veðurfar það sem einkenndi síðustu áratugi 19. aldar teldist gott í dag ef ekki kæmi til hnattræn hlýnun af mannavöldum.

Upphaflegt efni pistilsins hjá Ómari var að veðurfar á Íslandi væri óvenjulegt og spurning hvort það væri vegna hnattrænnar hlýnunar. Auðvitað er ekki hægt að svara slíkum spurningum um einstaka veðurfarsatburði með neinni vissu. Veður hafa oft verið vond hér áður fyrr, jafnvel mun verri, og eins og bent hefur verið á þá er Ísland á mörkum hins byggilega heims. Lítilsháttar breytingar í veðrakerfum geta haft ógnvænleg áhrif hér hjá okkur, hver svo sem orsökin er.

Það vill gleymast að líta til aðalatriðis þessa máls. Menn tala mikið um hitafarsbreytingar fyrri alda og árþúsunda, en staðan í dag er ólík öllum öðrum fyrri veðurfarsbreytingum: Í dag lifa rúmir 7 milljarðar manna af landbúnaði.

Þegar núverandi hlýskeið hófst var enginn landbúnaður, og kannski nokkrar milljónir jarðarbúa. Núverandi hlýskeið hefur verið óvenju stöðugt, einkum eftir að landbúnaður hófst að ráði. (Sönnun þess að fyrirbænir hafi áhrif? Snúast ekki öll trúarbrögð um góðan gróanda?)

Ef hnattræn hlýnun af völdum CO2 er staðreynd, nokkuð sem langflestir vísindamenn telja víst og styðja mjög góðum rökum, þá sjáum við fram á mestu hitasveiflu núverandi hlýskeiðs, svo munar heilmiklu, og breytingin gerist miklu hraðar en fyrri hitasveiflur.

Hærri lofthiti og meiri úrkoma - er það ekki bara gott fyrir landbúnað? Jú, ef það væri svo einfalt. Stærsta hættan liggur í því að úrkomusvæði geta færst til við hækkandi hitastig - og þess er þegar farið að gæta.

Nyrðri eyðimerkursvæðið nær yfir Sahara, Arabíuskaga, eyðimerkursvæði í Íran, Afganistan, Pakistan og Indlandi, Góbí eðimörkina, og svæði sem teygir sig frá norðanverðri Mexíkó til sunnanverðra Bandaríkjanna. Við hækkandi hitastig færast þessi eyðimerkursvæði norðar - og rétt norðan þeirra eru stærstu landbúnaðarsvæði heims.

Í hitabeltinu nýta menn aðrar tegundir landbúnaðar en með hækkandi hitastigi aukast líkur á sjúkdómum, m.a. sveppasýkingum ýmiskonar, sem geta haft slæm áhrif á landbúnað. Og þar sem hitafarið er hvað hæst geta hitabylgjur beinlínis drepið plöntur úr hita.

Loks má benda á að mörg landbúnaðarsvæði liggja nálægt sjó, á miklu flatlendi. Bangladesh er auðvitað besta dæmið, samspil hækkandi sjávarborðs og aukinnar úrkomu geta verulega skert landbúnaðarframleiðslu þar.

Ástralía er síðan í syðra eyðimerkursvæðinu, þar eru áhrifin þegar orðin veruleg vegna þurrka, landbúnaðarframleiðsla hefur dregist saman (um 10.000 fjölskyldur hafa yfirgefið býli sín), og þegar loks rigndi fór allt á kaf - en að vísu á vitlausum stað, regnið féll að mestu í norðurhluta álfunnar.

Nýlegt þurrkatímabil í BNA hækkaði heimsmarkaðsverð á matvælum svo um munaði, sumir telja það einn af áhrifaþáttum í uppreisnum Arabalanda - það vel þekkt að þar sem fólk býr við hungurmörkin er þolið gagnvart hækkandi verðlagi mjög lítið.

Við erum öll aðeins nokkra daga frá sulti, en enn sem komið er getum við vesturlandabúar keypt okkur frá þurrki hér og flóðum þar. Og ég vona svo sannarlega að okkur takist, jarðarbúum, að tryggja næga matvælaframleiðslu í hlýnandi heimi. Því hraðari sem hlýnunin er, því erfiðara er aðlögunin, en síðustu 15 árin eru því miður ekki einkennandi fyrir það sem búast má við á þessari öld.

Brynjólfur Þorvarðsson, 30.8.2013 kl. 07:06

55 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Höskuldur, þakka þér fyrir að taka upp hanskann. Satt að segja er fátt sem mér finnst skemmtilegra en að spila besserwisser með ritræpu, og ég er löngu hættur að móðgast við menn sem vilja frekar slást en rökræða. Það er þeirra val, vonandi líður þeim betur með það!

Brynjólfur Þorvarðsson, 30.8.2013 kl. 07:09

56 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var nefnilega svo ótrúlega vond veður fyrr á tíð, að fólk eins og trúir því varla eða heldur að verið sé að gera of mikið úr því o.frv. Á 19.öld td. þá erum við að tala um eftir miðja öldina hafís landfastann, firnakulda á vetrum og köld vor, grasbrest o.s.frv. Komu sæmilegir tímar inna milli - en þeir voru stuttir. Dæmi:

,,1874. Afar kaldur vetur, frost fór yfir 20 stig og jafnvel yfir 30 stig fyrir norðan. Hafís var við landið, fór en kom aftur í júní og var að hrekjast við land lengi fram eftir. Veturinn var kallaður „Hreggviður stóri“ eða „Svellavetur hinn mikli“.

Já sæll! Hafís við landið - í júní! Og frameftir. Nú til dags gera sér fáir grein fyrir því hvað það þýðir ef hafís verður landfastur lengi. Eg man alveg eftir þegar landsins forni fjandi kom.

1875. ,,Milt ár, einkum veturinn. Í ársbyrjun hófust eldsumbrot í Öskju og síðar á Mývatnsöræfum. Seint í mars hófs fádæma vikurgos í Öskju og náði öskufallið öllum byggðum austanlands og lagði fjölda jarða í eyði á Fljótsdal. Í júlí gerði ógurlegt rok og haglél í Biskupstungum og lamdi niður gróður. Þóttust menn aldrei hafa séð slík firn."

Já. ógurlegt rok og haglél í Biskupstungum með þeim afleiðingum að allt gras lamdist niður. Fárviðri í júlí - á suðurlandi. Auk eldgosa og harðinda. Fljótsdalur í eyði.

1878. ,,Veður sæmilegt framan af en þá gerði hafþök af ís sem fór ekki fyrr en í júní. Heyskapur var víðast rýr. Í október gerði skaðræðis veður sem olli stórtjóni fyrir norðan. Aflabrögð víðast sæmileg."

Ísinn fór ekki fyrr en í júní. Grasbrestur. Í október fárviðri.

Svona var mestallur síðari helmingur 19.aldar. Nánast samfelld harðindi. Það er bara Majorka á Íslandi núna miðað við síðari hluta 19.aldar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2013 kl. 14:24

57 identicon

Já, það vantar ekki að kolefnisgemlingunum þykir afskaplega gaman að spila besserwissera með ritræpu í umræðum um meinta "hnatthlýnun af manna völdum".

Niðurstöður þeirra eru líka í takt við upplagði - útblásið fimbulfamb um ekki neitt.

Það fer hins vegar vel á því að vísa í glænýja (og sögulega) bloggfærslu Trausta Jónssonar óðahlýnunarmeistara á Véfréttastofu Íslands:

"Sumar að hætti Veðurstofunnar nær alveg til loka september en að alþjóðahætti lýkur sumri laugardagskvöldið 31. ágúst. Fyrr í sumar fóru hungurdiskar í sumrameting og gáfu Reykjavíkursumrum síðustu 90 ára eða svo einkunn. Svo virðist sem það núlíðandi lendi afskaplega neðarlega á listanum þrátt fyrir sæmilega spretti."(sic)

(http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1310883/)

Trausti hefur þó vit á að kasta hvíta handklæðinu inn í hringinn ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband