Minkurinn átti ekki að hafa möguleika á sínum tíma.

Mjög nauðsynlegt er nú, þegar til stendur að margfalda laxeldi hér á landi, að fram fari viðamiklar rannsóknir á þessu sviði og upplýsingar og skoðaaskipti geri auðveldara að taka ákvarðanir í þessu efni.

Sumt af því sem fullyrt er í tengdri frétt á mbl.is hringir þó bjöllum, til dæmis það, að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að eldislax sleppi úr kvíum eða því að hann eigi möguleika til að lifa utan þeirra.

Hvort tveggja var fullyrt um eldisminkana hér á landi, að þeir slyppu ekki út og einnig að þeir ættu enga lífsmöguleika ef þeir slyppu út.

Annað átti eftir að koma í ljós. Hér ber að vanda til verka og fara að með fyllstu gát.


mbl.is Segja laxeldi komið til að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband