27.8.2013 | 15:19
Ruglingur varðandi bílategundir.
Stundum getur verið erfitt að ákveða hvar takmörk blílgerða liggja. Nokkuð ljóst er að þeir þrír bílar sem í grundvallaratriðum voru sama bílgerðin allan framleiðslutímann eru Volkswagen Bjalla, 21 milljónir, en næst á eftir henni koma tveir, Ford T og, - merkilegt nokk, Fiat 124/Lada Nova/Topas, sem eru sami bíllinn framleiddur í nokkrum löndum, í alls um 17 milljónum eintaka.
Toyota Corolla hefur að vísu selst gríðarlega í næstum 40 ár, en hefur breyst algerlega í ótal kynslóðum á þessum tíma, var afturhjóladrifinn með vélina langsum frammi í og heilan öxul að aftan í fyrst en breyttist síðan í framhjóladrifinn bíl með vélina þversum frammi í.
Volkswagen Golf hefur verið framleiddur í sex "kynslóðum" og Skoda Ocatvia einnig í nokkrum kynslóðum og því ekki hægt að leggja saman allar sölutölurnar og segja að Golf og Octavia hafi allfaf verið sama bílgerðin, sami bíllinn.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa General Motors lofað Ford að komast upp með það að auglýsa Ford F sem mest selda pallbíl Bandaríkjana, en allan tímann hafa sölutölur tveggja sams konar gerða af pallbílum, framleiddum af GM, Chevrolet og GMC, ekki ekki verið lagðar saman eins og eðlilegt hefði verið, því að það eru áðeins smávægilegar útlitsbreytingar sem skilja þessa bíla GM að.
Fleiri dæmi mætti nefna eins og Fiat 600/Seat600/Zastava750, Willys Cj3/Ford jeppa og Willys CJ5/Mahindra jeppa.
Núverandi Porche 911 á fáa hluta sína sameiginlega með upphaflegu gerðinni, þótt enn sé vélin fyrir aftan afturhjólin, sem er einstakt meðal bíla heimsins.
4.000.000. Oktavian af færibandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjallan er langlífasta platformið. Sami undirvagn, mjög svipuð yfirbygging síðan fyrir 1940, og var ekki hætt að framleiða hana fyrr en bara núna nýlega. 2005 að mig minnir.
Langlífasta Corollan er held ég nineties corollan. Framleidd nánast óbreytt frá 1990/1 - 1997.
Ford F hitt og þetta veit ég lítið um, annað en það eru furðulega algengir bílar, sama grind síðan á dögum Nixon, held ég. Yfirbyggingunni er hinsvegar breytt reglulega.
Samt er held ég eitt langlífasta platform seinni tíma Ford Panther, eða þetta sem þeir nota sem löggubíla. Þeir hættu að framleiða það 2010... held ég. Var framleitt stanslaust alveg frá 1978.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2013 kl. 17:16
Mér finnst afar hæpið að tala um þessar framleiðslutölur fyrir Bjölluna. Þótt útlit héldi sér í meginatriðum urðu margar og miklar breytingar á bílnum, á fjöðrun, hjóla- og öxlabúnaði, boddýi, undirvagni, stærð o.fl. o.fl. Þarf ekki í rauninni annað en að skoða fram- og afturgluggana til að sjá að um verulega mikið breyttanbíl var að ræða (reyndar var enginn afturgluggi á fyrstu Bjöllunum sem í ofanálag voru af tegundinni Mercedes Benz, en - það voru vissulega prótótýpur).
Og, jú, vélinni líka, þótt fyrirkomulagið hafi verið fjögra strokka boxari.
Einu bílarnir sem raunverulega mætti kalla að hafi verið framleiddir svona lengi óbreyttir eða nánast óbreyttir voru Lödurnar sem þú nefnir hér. T-Fordarnir breyttust líka mikið og þarf að teygja verulega á skilgreiningunum til að kalla þá sama bíl frá byrjun til enda.
Þórhallur Jósepsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.