Munurinn á Háaleitisbraut og Hofsvallagötu.

Í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar var gerð róttæk en nauðsynleg og vel heppnuðu breyting á Háaleitisbraut, sem hafði verið ein af helstu slysagötum borgarinnar. Í stað tvisvar sinnum tveggja akbrauta hraðbrautar kom annars vegar tvískipt húsagata og hins vegar einbreið og bugðótt 30 km metra gata, afar huggulega útfærð.

Á einu augabragði hurfu slysin og óhöppin, enda er útfærslan afar einföld og auðskiljanleg.

Öðru máli gildir um Hofsvallagötu og götu úti á Granda sem nú er búið að breyta. Þar eru settar út í göturnar bogadregnar breikkaðar gangstéttir með stuttu millibili sem þjóna engum tilgangi öðrum en að koma ökumönnum í vandræði þegar þær birtast allt í einu fyrir framan þá.

Þessar útbungandi gangstéttir gagna engum, hvorki gangandi né hjólandi, rugla ökumenn bara í ríminu. Á milli þeirra er tvöföld umferð sem allt í einu breytist í þrengsli þar sem íslenskir bílstjórar, sem kunna ekki alþjóða umferðarregluna "fyrstur kemur, fyrstu fær", öðrum nöfnum "tannhjóls / rennilás" umferð byggist á.   

Þetta sleppur kannski að mestu í sumar og haust en þegar snjóar yfir þetta í vetur fer gamanið að kárna.

Þetta var gert að mestu án samráðs við íbúa og nú sitja menn uppi með þetta vegna þess að það er nýbúið að henda í þetta miklu fé og það erdýrt er að breyta því til baka.


mbl.is „Reykjavík er bílaborg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gangstéttir við Hofsvallagötu eru eins og þær voru fyrir breytingar á götunni.

Hins vegar eru nú reiðhjólastígar við gangstéttirnar og bílastæði við reiðhjólastígana, þannig að Hofsvallagatan frá Hringbraut að Melabúðinni er nú þrengri en áður, enda eiga götur á þessu svæði ekki að vera hraðbrautir.

Íbúar við Hofsvallagötuna vildu breytingar á götunni og þær verða lagaðar, enda styður helmingur breytingarnar og 60% annað hvort styðja þær eða vilja betri útfærslu á þeim, samkvæmt skoðanakönnun DV.

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 00:42

2 identicon

Reykjavík verður sjálfsagt alltaf meiri bílaborg en Kaupmannahöfn vegna þess að þeir hafa góða veðrið og flatlendið fram yfir okkur. Þeir hafa líka fjölda þjónustukjarna dreifða um alla borgina sem við höfum ekki. Þar getum við bætt okkur. Ég á bágt með að trúa því að íbúar Hofsvallagötu og nágrennis komi á bíl í Melabúðina.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 08:06

3 identicon

Nú koma afturhalds seggirnir og reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu, ekki ósvipað því sem reynt er að gera i umræðunni um flugvöllinn og Vatnsmýrina.

Þar fer framalega í flokki verkfræðingur, Halldór ku hann heita, sem hefur einkum vakið athygli fyrir homophobiu, islamophobiu og jafnaðarmanna-phobiu.

Þessum sauðum er ílla við Jón Gnarr, ekki síst vegna þess að hann og hans teymi hafa staðið sig vel.

 "Quality" er eitur í beinum framsjallanna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 14:37

4 identicon

Nákvæmlega. Ég hristi líka alltaf hausinn, þegar ég fer þarna um. Þetta er nefnilega ekki aðeins ruglingslegt fyrir þá, sem í bílum fara um Hofsvallagötuna, heldur líka ekki síður okkur, sem ferðumst um á postulunum, enda er ég oft á báðum áttum, þegar ég kem út að Hofsvallagötunni og þarf að fara þar yfir götuna. Ég á eftir að sjá, að þetta getið gengið í vetur, enda má ekki gleyma því heldur, að 15-strætó fer þarna um Hofsvallagötuna og þarf sitt pláss. Svo er verið að tala um að gera Snorrabrautina eitthvað álíka. Ég get ekki séð, hvernig þeir ætla að fara að því, eða að það geti gengið yfirleitt, þar sem svona margir strætisvagnar fara um, og lögregla og sjúkrabílar þurfa að fara um líka. Það held ég verði nú meiri vitleysan, ef reynt verður að gera Snorrabrautina eitthvað álíka og Hofsvallagötuna, og sé ekki fyrir mér, hvort það er hægt, eins og umferðin er mikil þarna. Þetta er þvílíkt klúður og vitleysa allt saman, að maður á varla til orð yfir það. Við, sem búum nálægt Hofsvallagötunni erum líka flest á móti þessu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 14:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007:

"Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á undanförnum áratugum."

"Umferðar- og gangbrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum, 30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum götutengslum hefur fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst mjög og hönnun þess batnað.

Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð
þar sem ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar. Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar að því að halda ökuhraða niðri.

Umferðinni er ennfremur stýrt betur nú en áður, meðal annars með hringtorgum og umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum."

"Sebragangbrautum var fækkað því þær gáfu falskt öryggi, þar sem ökumenn virtu ekki rétt þeirra."

"Götulýsing hefur víða verið bætt sérstaklega við þverunarstaði óvarinna vegfarenda."

"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."

"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 14:57

6 identicon

Hvað ætli það sé að ferðast um á postulunum?  Hvernig er farið að því?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 17:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margur því nú mælir bót,
og margt vill þröngt á konum,
rosalega reið hér Snót,
og ríður postulonum.

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 18:42

8 identicon

Frábær, Steini Briem!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 18:55

9 identicon

Rugl er þetta í steinunum. Til skýringar skal nefnt fyrir þá, sem skilja ekki venjulega alþýðlega íslensku, að postular er annað nafn á fótum. Reynið svo að vera kurteisari inn á blogginu, ef þið viljið ekki, að ykkur verði hent þaðan út.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 00:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á hestum postulanna - fótgangandi.

Gæti best trúað að þér verði sjálfri hent héðan út ef þú heldur áfram að ríða postulunum, Snót.

Þorsteinn Briem, 29.8.2013 kl. 00:41

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og er, er það þannig á Snorrabrautinni, að maður ekur eftir henni í norður eins og tíðkast hefur í áratugi á tveimur akreinum, en síðan blasir allt í einu við manni framundan, án þess að nokkurt viðvörunarskilti eða merking aðvari neit þar um,  útbúngandi gangstétt sem þrengir götununa þannig, að hættuleg slagsmál myndast milli hinna dæmigerðu íslensku bílstjóra um það hver sé frekastur að troða sér í gegnum þrenginguna.

Undanfarna daga hafa verið þrengingar uppi í Svínahrauni vegna malbikunarframkvæmda, en þar hafa verið afar áberandi og góðar aðvörunarmerkingar með stórum endurskinslýsandi merkjum og blikkandi ljósum.

Ekki vottar fyrir neinu slíku á Snorrabraut.  

Ómar Ragnarsson, 29.8.2013 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband