Veldur hver á heldur og hvað gert er.

Vindmyllur hafa marga kosti sem orkugjafar. Orkan er hrein og mikil á einu vindasamasta landi veraldar, og þær eru afturkræfar ef menn telja of langt gengið. Ókostirnir eru skrykkjótt orkuframleiðsla, hávaði og sjónmengun. Erlendis hafa menn sum staðar kippt að sér höndum varðandi útþenslu þeirra og fjolda.

Vindmyllur eiga erindi til Íslands, á því er enginn vafi. Eins og í öðru verðum við hins vegar að gæta okkar í því að rasa ekki um ráð fram. Sígandi lukka er best og það er ekki síður atriði að vanda vel við valið á vindmyllusvæðum en að vanda valið á þeim svæðum, þar sem þær megi alls ekki vera.


mbl.is Almenningur hlynntur vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framleiðslukostnaður ÓTRYGGRAR vindorku er uþb 3X hærri en álverin á Íslandi borga fyrir TRYGGA forgangsorku!

Hverjum ætlar Landsvirkjun að borga fyrir rándýra vindorku?

Af hverju er Landsvirkjun í þessum þykjustuleik?

Heimild:

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Danish_wind_power_LCOE_vs_wind_speed_in_2012.png

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 15:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun vill virkja vind,
Valhöll er þar stór auðlind,
einkum þó hún Inga Lind,
ansi mikil það er synd.

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 15:36

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Rafmagn til húshitunar hefur verið raunhæfur kostur þar sem rafmagnið er auðvelt og ódýrt í flutningi í samanburði við olíu til húshitunar hvað þá kol sem var víða notað fram undir miðja síðustu öld.

Þegar vindur eykst þá er þörfin fyrir rafmagni til húshitunar meiri, m.a. vegna þess að ekki er unnt að varna varmatapi þegar vindurinn gnauðar um hús, m.a. þegar einhver smuga er fyrir hendi.

Raforka framleidd í vindmyllum er ekki góður grundvöllur fyrir rekstur álbræðslna en raunhæf varðandi húshitun.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.8.2013 kl. 18:24

4 identicon

Mér finnst að þeir sem eru á móti vatnsvirkjunum

eigi að fá að kaupa rafmagnið frá vindorkuverunum á framleiðsluverði 

Grímur (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 20:26

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Er hér enn einn feluleikurinn með framleiðsluverð? Hvernig gagnast vindorkan ef kostnaðurinn er margfalt meiri en við vatnsorkuverin.

Hversvegna skyldi Landsvirkjun vera að auglýsa þennan kost og sýna fyrirbærið ef hún getur ekki sýnt fram á hagkvæmnina.

Það er líklega ekki nóg að afköstin séu mun meiri en á meginlandinu ef annar kostnaður er hærri. Niður með felutjöldin á verðlagningu, allt upp á borðið var inngönguvers nýja forstjórans.

Sigurður Antonsson, 28.8.2013 kl. 22:12

6 identicon

Vindmyllur eru að verða betri og betri og hagkvæmari enn þær voru fyrir 10 árum td. ENN þetta er dýr orka. Mjög dýr og af þessu er bæði sjónmengun og hávaðamengun líka. Svo drepur þetta mikið af fuglum ofan á annað. Enn jú jú kannski gott svona með öðru... Enn sjavarfallsvirkjanir eru aftur á móti e h sem menn mættu kannski skoða meira og betur.. Held nú að framtíðin liggi frekar þar enn í vindmyllum.

Fólk í þýskalandi Danmerku og víðar vill td ekki sjá þessa vindmylluskóa nálægt sér lengur. Fólki finst þetta ljót og orðið meira enn nóg af þessu. Enn um sjávarfallsvirkjanir gildir öðru máli. Sjónmengun er engin og stöðugur gnír og læti eru engin heldur. Ég man heldur ekki eftir að hafa heyrt talað um að þær fari illa með lífríkið.. Vonandi að slíkt verði skoðað betur, bæði hér heima sem og annarstaðar

ólafur (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 22:47

7 identicon

http://www.valorka.is/

Kíkið á þessa slóð hér að ofan. þetta er nú að heilla mig amk meira enn vindmyllur verð ég að seigja

ólafur (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband