Virkjunin sem ekkert hefur verið deilt um.

Það er ein síbyljan að svokallaðir "umhverfisfasistar" eða "umhverfisöfgamenn" séu á móti öllu, á móti öllum virkjunum, á móti atvinnuuppbyggingu, á móti rafmagni og á móti framförum.

Ekki ber nú Búðarhálsvirkjun vitni um það, þar sem síðasta sprengingin var sprengd í dag.

Og ekki heldur þær ca 25 af 30 stórum virkjunum, sem hafa verið reistar vítt og breitt um landið án andstöðu "umhverfisöfgamanna" þannig að nú framleiðum við Íslendingar 4-5 sinnum meira rafmagn en við þurfum til okkar eigin nota.


mbl.is Síðasta sprengingin við virkjunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er hvalur Kristjáns Loftssonar?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 00:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,6%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 40,5 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 00:29

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er ekki komið 2013?

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2013 kl. 00:57

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Virðist litlu skipta hvert árið er. Íslenskir pólitíkusar virðast alltaf geta klúðrað hverju svo sem lagt er upp í hendur þeirra, því miður.

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2013 kl. 00:58

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Allir sem sem fá í sig of mikið rafmagn, annað hvort deyja eða lamast. Íslenskir, misvitrir pólitískir stjórnmálamenn, virðast ávallt eiga straumbreyti, sem gerir allt að engu og ekkert að heilmiklu, án nokkurar innistæðu.

Kardemommubærinn hjá Steina Briem, er því barasta hin ágætasta samlíking, þó ekki séum við SB alltaf sammála.

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2013 kl. 01:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.9.2013 (í fyrradag):

"Samkvæmt könnun Gallups nú í ágúst er fylgi við ríkisstjórnina 49% en var 62% í maí."

Og samkvæmt könnuninni er samanlagt fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 44% og fylgi Framsóknarflokksins er 16% en Samfylkingar 17%.

Stuðningur við ríkisstjórnina er á hraðri niðurleið


"Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist nú með stuðning 17% kjósenda en tæplega 15% styðja Vinstri græna og Björt framtíð er með tæplega 9% en fylgi Pírata mælist tæplega 8%."

Og samanlagt eru þessir flokkar með um 49% fylgi, sem er jafn mikið fylgi og ríkisstjórnin er með nú og um 5% meira en samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Tæpur helmingur kjósenda styður nú ríkisstjórnina

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 01:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er því eðlilegt að Halldór Egill Guðnason skæli hér úr sér augun.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 01:23

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helgi Magnússon framkvæmdastjóri 3.9.2013 (í gær):

"Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var nú í lok ágúst.

Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðunum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.

Og ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðunum en 39% slíta þeim.

Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðunum.

Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarviljinn í þessum efnum er núna.

Og ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðnanna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur."

"Þá er það í fersku minni - og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum - að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega fyrir alþingiskosningarnar í vor að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna."

"Þjóðin á að segja til um framhald málsins og efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta."

Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 03:21

9 identicon

30 stórar virkjanir á Íslandi Ómar?!? Værir þú til í að telja þær upp fyrir mig? Bara svona helminginn. Það myndi alveg duga. Ég held að þú hljótir að vera að tala um framtíðarsýn núna. Þegar búið verður að reisa 30 stórar virkjanir á Íslandi.

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 06:50

10 Smámynd: Frosti Heimisson

Steini... þarftu ekki að fá þér þitt eigið blogg?!

Frosti Heimisson, 4.9.2013 kl. 07:53

11 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Steini er eins og Gaukurinn,verpir í annara hreiður.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.9.2013 kl. 08:19

12 identicon

Virkjanir í veitufarvegi Blöndumiðlunar eru einning án umhverfisáhrifa, þ.e. breita ekki landi sem þegar er búið að spilla og orkan verður flutt burt með jarðstrengjum.

Ískyggilegri eru áform um Skrokkölduvirkjun og virkjanir í Skaftafellssýslu og Skjálfandafljóti ásamt loftlínunni sem Landsnet ætlar að reisa yfir Sprengisand til þess að tengja Kárahnúkavirkjun við Suðurvirkjanir.

Hvet menn til að skoða þessa slóð:

http://kort2.granni.is/granni/mal_skjol1/Holtamannaafrettur_lysing_loka_130819.pdf

(Þessi bráðskemmtilegu innslög Ómars ná sjaldan að verða æ sjaldnar að skemmtilegu spjalli vegna óhófs og yfirmáta breims (spam) í Steina.

Það er löngu tímabært að hann fái útrás á eigin vettvangi.)

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 09:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert að sjálfsögðu knúinn til að lesa allt sem aðrir birta á annarra manna bloggum, "Sigurður Sunnanvindur."

Þér kemur akkúrat ekkert við hvað ég birti hér eða annars staðar.

Þar að auki ertu sá vesalingur að þora ekki að skrifa hér undir eigin nafni.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 13:52

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andvirði Búðarhálsvirkjunar er tekið að láni erlendis og eðlilegt að menn mæri hér þessa virkjun, sem hefur stóraukið líkurnar á að fyrsti áfangi álvers í Helguvík verði reistur.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 14:15

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, sem þykist vera á móti stóriðju, lét reisa Búðarhálsvirkjun fyrir tugmilljarða króna erlent lánsfé og jók þar með líkurnar á að álver í Helguvík yrði reist.

Þar að auki veitti Steingrímur J. Sigfússon margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík, sem vinkona mín Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Það er því eðlilegt að "umhverfisverndarmenn" mæri Steingrím J. Sigfússon og Búðarhálsvirkjun.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 14:47

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2011:

"Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir evra, jafnvirði 11,3 milljarða króna.

Lokagjalddagi lánsins er
á árinu 2031 og ber lánið millibankavexti, auk hagstæðs álags.

Í lánasamningnum er ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Lánið er mikilvægur áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar en Landsvirkjun undirritaði sambærilegt lán frá Norræna fjárfestingarbankanum þann 16. mars síðastliðinn að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara, jafnvirði um níu milljarða króna.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 15:00

17 identicon

Sæll Ómar,

finnst þér ekki erfitt að hafa svona eltihrellir eins og hann Steina Brím...blaðskellandi á öllum bloggfærslum hjá þér..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 16:10

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hefur margoft sagt á þessu bloggi að hann hafi akkúrat ekkert á móti því að ég birti hér athugasemdir, enda væri nú harla einkennilegt ef hann hefði eitthvað á móti því.

Þar að auki hefur enginn auglýst þetta blogg Ómars Ragnarssonar betur á Facebook en undirritaður, sem á þar fimm þúsund vini, þar á meðal þingmenn í öllum flokkum og ráðherra.

Það er því eðlilegt að þið skælið úr ykkur augun, vesalingarnir.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 16:25

19 identicon

Kann að meta athugasemdir yðar Steini Briem.

Ekki síst fjaðrafok og flugusuð er af því hlýst.


Skuggi (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 16:56

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég þakka fyrir hlý orð í minn garð, Skuggi.

Minn kæri vinur Ómar Ragnarsson byrjaði að blogga hér árið 2007, ég hef birt hér athugasemdir þessi sex ár, staðreyndir eins og ég gerði sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Og mun halda því áfram.

Flettingar á þessu bloggi eru
um 166 þúsund síðastliðnar sjö vikur og innlit um 80 þúsund.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 17:28

21 Smámynd: Már Elíson

Þessi innlitafjöldi er ekki út af þér, kjáninn þinn...Þetta er blogg Ómars Ragnarssonar, sem skrifar fyrir okkur og þú skælir (n.b. skrumskælir). - Og skældu nú til baka eins og alltaf.

Már Elíson, 4.9.2013 kl. 20:47

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Athugasemdir hér og hversu mikið þetta blogg er auglýst skiptir að sjálfsögðu verulega miklu máli, eins og hver og einn getur sagt sér, sem er með greindarvísitölu fyrir ofan skóstærð.

Og nánast alltaf sömu fáráðlingarnir sem fábjánast hér vegna athugasemda undirritaðs á þessu bloggi, til að mynda hægriöfgamaðurinn Már Elíson.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 21:30

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enginn er neyddur til að lesa neitt á þessari bloggsíðu. Né heldur neyddur til að fara inn á hana. Menn geta lesið þær athugasemdir sem þeir vilja og hlaupið yfir þær athugasemdir sem þeir vilja.

Hér er svo smá listi yfir virkjanir sem eru stærri en virkjanir fyrir einstaka bæi og nógu stórar til þess að deila má um réttmæti þeirra gagnvart umhverfisáhrifum þeirra. Athugasemdarmaðurinn  taldi 15 nægja en hér er listi yfir 28.  

Andakílsárvirkjun, Múlavirkjun, Mjólkárvirkjun, Laxárvirkjun á Ásum, Blönduvirkjun, Gönguskarðsárvirkjun, Skeiðsfossvirkjun, Laxárvirkjun í Aðaldal, Bjarnarflagsvirkjun, Kröfluvirkjun, Fjarðarárvirkjun, Virkjun Jökulsár á Dal, Virkjun Jökulsár í Fljótsdal, Smyrlabjargaárvirkjun, Búrfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Búðarhálsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun, Ljósafossvirkjun, Írafossvirkjun, Steingrímsstöð, Elliðaáavirkjun, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Svartsengisvirkjun, Reykjanesvirkjun.

Þessar virkjanir gefa milli 4-5 sinnum meiri raforku en við þurfum til eigin nota og það er aðalatriðið. Þess vegna er fráleitt að segja, að ég og skoðanasystkin mín séum "á móti rafmagni"  og á móti því að þjóðin hafi rafmagn.

Af þessum virkjunum myndi ég vilja að þrjár yrðu lagðar niður: Skeiðsfossvirkjun, Virkjun Jökulsár á Dal og virkjun Jökulsár í Fljótsdal. Spurning með Steingrímsstöð.

Ómar Ragnarsson, 5.9.2013 kl. 01:49

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég gleymdi Lagarfossvirkjun og Grímsárvirkjun. Þar með eru þetta 30 virkjanir.

Ómar Ragnarsson, 5.9.2013 kl. 01:56

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Noregur
er um fjórum sinnum stærri en Ísland og þar búa einnig fjórum sinnum fleiri íbúar á hvern ferkílómetra en hér á Íslandi.

Bæði löndin eru mjög strjálbýl og Noregur er þar í 208. sæti í heiminum en Ísland í 235. sæti.

Röð landa eftir þéttleika byggðar

Þorsteinn Briem, 5.9.2013 kl. 03:56

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 5.9.2013 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband