4.9.2013 | 14:49
"Eg hef selt hann Yngri-Rauð.."
Þannig orti Páll Ólafsson og bætti við: "...er því sjaldan glaður. / Svona´er að vanta veraldarauð / og vera drykkjumaður.
Það er eitthvað meira en lítið bogið við það hjá Real Madrid að láta Mesut Özil frá sér. Hjá Páli Ólafssyni var það drykkjuskapur og fjártjón af hans völdum sem olli illskiljanlegri sölu á gæðingi, en hjá Real Madrid er erfitt að sjá ástæðuna.
Kannski er hún ekki uppi á yfirborðinu. Innan liðs og hjá þjálfara þess og helstu mönnum í innsta hring snýst árangur oft um það að mannleg samskipti gangi upp og að liðsheildin sé sem sterkust, burtséð frá einstökum leikmönnum. Özil er hinsvegar sú tegund af leikmönnum, sem síst má vanta, maður sem leggur upp tækifæri fyrir aðra. Þess vegna klórar maður sér í skallanum yfir þessari sölu.
Löw: Óskiljanleg ákvörðun hjá Real Madrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aldrei seldi Yngri-Rauð,
Ómar oft er glaður,
vantar engan veraldarauð,
víst ei drykkjumaður.
Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 16:07
Von að spurt sé. Svo kaupa þeir einhvern Bale. Vitandi það að afar ólíkt er að englendingar geti spilað fótbolta utan Bretlandseyja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2013 kl. 17:08
Hjá Real þrífast menn ekki nema vera með stjörnustæla.
Þess vegna passar Ösel ekki í liðið, en það verður fróðlegt og gaman að sjá hvernig hans spjarar sig já Arsejenal.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.