Meðferð olíuauðsins er prófmál.

Svonefndir "frumstæðir" indíánaþjóðflokkar í Ameríku fóru eftir því lögmáli við nýtingu landsins, að hún skerti í engu möguleika sjö næstu kynslóða á eftir varðandi þeirra nýting á landgæðum.

Þetta jafngilti kröfu um sjálfbæra þróun til eilífðar, því að um leið og hver kynslóð saftnaðis til feðra sinna, bættist ný við og þannig hélt krafan um sjö kynslóðir áfram til allrar framtíðar.

Meðferð Norðmanna á olíuauði sínum hefur borið vitni um viðleitni til þess að stuðla að jafnrétti kynslóðanna gagnvart afrakstri af þessari auðlind, en þó verið langt frá þeim kröfum sem indíánaþjóðflokkarnir gerðu.

Nú eru uppi raddir um það í kosningabaráttunni í Noregi að ganga enn skemur í því að hugsa til framtíðar og nýta meira og þar með mestallt í þágu núlifandi fólks.

Krafan um sjálfbæra þróun og endurnýjanlegar auðlindir er prófmál á það hvort mannkyninu tekst að komast án stórfelldra áfalla í gegnum okkar nýbyrjuðu öld.

Meðferð olíuauðsins er prófmál í því efni og gæti orðið svipað prófmál hér ef slíkan auð rekur á okkar fjörur.

Og meðferð jarðvarmans er enn meira prófmál, því að hægt væri að breyta rányrkjunni, sem nú er stundið í taumlausri græðgi, í sjálfbæra þróun ef siðferðiskennd okkar tæki framförum.

En lítil von virðist um það.


mbl.is Breytingar en engin bylting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef við Íslendingar yrðum olíuþjóð yrði hér gríðarleg eftirspurnarverðbólga, þar sem stór hluti íslensku þjóðarinnar kann sér ekki hóf í nokkrum hlut, eins og sannaðist vel á "góðæristímanum" hér á Íslandi fyrir nokkrum árum.

Norðmenn kunna að leggja fyrir en það kann hins vegar stór hluti Íslendinga ekki.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 21:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Þorsteinn Briem, 4.9.2013 kl. 21:58

3 identicon

Ja svona af því þú nefnir indíána, þá er ég hræddur um að það sé einhver mýta á vesturlöndum þetta með að indíánar hafi verið sérlega "umhverfisvænir".  Þeir virðast hafa verið ósköp svipaðir okkur hinum, átu og drápu flest það er í færi komst.   En auðvitað voru þeir tengdir náttúrunni, svona eins og Íslendingar lengst af, sem trúðu jú upphaflega á vættir í landinu og settust að í haugum og fjöllum eftir andlátið.      Mér skilst að á sumum verndarsvæðum indíána í dag, liggi við ördeyðu vegan ofveiði.

            En auðvitað er það rétt hjá þér að betra er til framtíðar að stefna að sjálfbærni en rányrkju.    Raunar má fynna dæmi þesshugsunarháttar í Heimskringlu, þar sem Svíar eftir að hafa drepið Ólaf trételgju vegan harðæris, komust að því að landið hafði verið ofsetið. Ítala í haglendi var líka þekkt hér á landi.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 23:50

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Margt í heimspeki sumra indíánaættbálka er til eftirbreytni fyrir aðra menn, ekki síst við umgengni við dýr merkurinnar. Lífsmöguleikar þeirra byggðust á skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu. En slíkt tíðkaðist auðvitað hjá fleiri þjóðum. Það voru fyrst og fremst "farandveiðimennirnir" úr hópi landnema vestra sem eyddu öllu sem þeir komust í tæri við. T.d. var vísundum nánast útrýmt, ekki fyrir kjötið heldur einungis skinnin.

Það er hins vegar alrangt að steypa indíána N-Ameríku í eitt mót því eins og flestir vita voru ættbálkarnir margir og afa ólíkir, bæði menningarlega og útlitslega. Sumir hafa sagt að drápsgrimmd og pyntingar gagnvart öðrum mönnum hafi indíánar lítið þekkt fyrir komu hvíta mannsins. Vissulega þekktust slíkir ættbálkar en hinir voru þó sennilega ívið fleiri sem grimmir og miskunarlausir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2013 kl. 06:06

5 identicon

@4    Gunnar, safnarar og veiðmenn eru eðli málsins samkvæmt í nokkru "jafnvægi" við umhverfi sitt, landbúnaður er strax farinn að setja strik í reikninginn og svo er iðnaður svosem járnvinnsla og olíuvinsla þess valdandi að men telja sig óháða náttúrunni.

Iníánarnir í N-Ameríku, voru farnir að fikra sig inn á landbúnað og farnir að hafa mikil áhrif á umhverfi sitt, fyrir tíma landnáms hvítra (gulra og svartra) manna, sjá t.d. hér:

http://smithsonianscience.org/2011/05/native-americans-were-changing-environment-in-north-america-long-before-european-settlers-arrived/

Einhversstaðar minnir mig að ég hafi séð grein um mikil áhrif "nýrrar" gerðar örvarodda á veiðidýr indíána.  Þeir hafi útrýmt stærri tegund af vísundi. Þetta hafi átt sér stað fyrir einhverjum þúsundum ára.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 17:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

hnötturinn - norðurhvel, norðurpóll

Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 21:21

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

línurit - lína hallar niður til hægri

Útbreiðsla hafíss á norðurhveli í september frá 1978 til 2008. Myndin sýnir greinilega þann samdrátt sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Heimild: NSIDC.

Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband