Þúsund manna lífvörður.

Líklega hafa aldrei verið gerð eins mörg áform um að drepa einn mann og Hitler nema ef vera skyldi Fidel Castro. Hitler slapp þó alltaf þótt hann neyddist til að taka sitt eigið líf að lokum og Kastró er enn á lífi, þótt hann sé orðinn það aldraður og farinn að kröftum að líklega eru ekki lengur nein áform um að drepa hann.

Í lífverði Hitlers voru um þúsund manns, enda var stjórnskipulagið þannig, að það var tvískipt: Annars vegar Foringinn og hins vegar afgangurinn, ríkið eða þjóðin. Af þessum lífverði og valdabaráttunni í kringum hann er mikil saga sem tæki langan tíma að segja.

Hitler sýndi mikla kænsku varðandi það hvernig hann atti þeim saman, sem annars hefðu getað sameinast um að rísa gegn honum undir gömlu spekinni um að deila og drottna.

Fjölmargar samsærissögur voru um endalok Hitlers, hvort hann hefði raunverulega skotið sig og verið brenndur eða hvort hann hefði komist undan og lengur eða skemur lengi eftir það.

En of margir sem voru þá innsta hring ber saman um þá atburðarás sem nú er viðtekin sem hið rétta.

Öllum vitnisburðum um Hitler í daglegu starfi ber saman um mikla kurteisi hans og persónutöfra, svona alla jafna, svo ótrúlega sem það kann að hljóma.

Einn þessara vitna, Gunter Rall, kom til Íslands, en hann hitti Hitler tvívegis á löngum fundum, og greindi frá þessu hér.

Hitler var lævís og beitti þessum töfrum sínum óspart á Neville Chamberlain og Daladier forsætisráðherra Breta og Frakka á fundinum illræmda í Munchen 1938 þar sem í raun var endanlega gengið frá forsendum fyrir heimsstyrjöld í stað þess að tryggja "frið um okkar daga" eins og Chamberlain sagði við heimkomuna til Bretlands.

Fræg "æðisköst" Hitlers eru að vísu staðreynd, staðfest með vitnisburðum. En þau voru það fá og í svo lokuðum hópum að kurteisin, ljúfmennisviðmótið og sjarminn eru þau atriði sem flestir muna, sem hittu Hitler eða unnu með honum.

Þessi atriði eru hins vegar ytra borð og skipta auðvitað engu máli. Útrýmingar og kúgunarhugmyndir Hitlers voru hryllilegar og hugarfarið að baki þeim bar hinu innra skrímsli hans vitni.

 


mbl.is Síðasti lífvörður Hitlers látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´http://en.wikipedia.org/wiki/Assassination_attempts_on_Adolf_Hitler

GB (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 15:10

2 identicon

Jú jú enn við skulum ekki tala illa um þá látnu. það gildir um Hitler heitin eins og aðra. Hann vildi vel blessaður, enn eins og margir á undan honum og eins á eftir honum þá fór hann kannski dálítið framm úr sér. Enn hann var sagður barngóður og eins dýravinur. Svo var hann afbragðs málari líka. Blessuð sé minning hanns.

ólafur (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 19:32

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Albert Speer, arkitekt og síðar vígbúnaðarráðherra Þriðja ríkisins, skrifaði læsilega og fróðlega sjálfsævisögu í Spandau, sem er mjög upplýsandi um aðdraganda, innviði og örlög Þriðja ríkisins.  Leyniþjónusta Breta taldi Speer skarpasta hnífinn í hnífaparaskúffu Þriðja ríkisins, enda tókst honum með undraverðum hætti að halda hernaðarvél Þjóðverja gangandi nánast fram á síðustu stundu. 

Bjarni Jónsson, 6.9.2013 kl. 19:55

4 identicon

@GB: Gluggaði í gamalt Mannlíf í gær, þar var talað um á svörtu síðunum 42 tilraunir á líf kallsins, velti einmitt fyrir mér hvort Roosevelt og Churchill hefðu fengið jafn margar á sig samanlagt.

@Ólafur: HUP (Hlær UppHátt)

@Bjarni: Ha? Maðurinn sem gerði síðustu metra bandamanna sem erfiðasta slapp með fangelsisvist og metsölubók? Meikar reyndar sens samsærislega.

Ég held að það sé mannlegt (á Stokkhólms einkenna lega máta) að finnast manneskjan í umhverfinu sem stjórnar lífi og dauða á flestum öðrum manneskjum í grendinni helst töfrandi og yndisleg, sem varnarviðbragð.

Tóti (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 20:20

5 identicon

"A good friend will always stab you in the front."

— Oscar Wilde

Tóti (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband