Staða Pútíns vænkast.

Pútín Rússlandsforseti hefur að vanda tekið afstöðu með Assad Sýrlandsforseta á alþjóðavettvangi.

Mörgum hefur fundist þessi afstaða Rússa einstrengingsleg og of ósveigjanleg, en Pútín brá þó út af nú á dögunum og kvaðst geta stutt aðgerðir gegn Sýrlandsher, ef óyggjandi sannanir fengjust um að hann hefði beitt eiturefnavopnum.

Pútín tók svo sem ekki mikla áhættu um það að þurfa að lúffa fyrir Bandaríkjamönnum því að það hlýtur að teljast ósennilegt að "óyggjandi sannanir" fáist fyrir því hver beitt efnavopnunum, jafnvel þótt sannist að efnavopnum hafi verið beitt.

Komið hefur fram að uppreisnarmenn hefðu haft tæknilega möguleika á því að gera það sem örþrifaráð í erfiðri stöðu og koma með því Bandaríkjamönnum til að skerast í leikinn.

Bent er á að staða Sýrlandshers hafi verið að batna að undanförnu og þess vegna ólíklegt að hann færi að hætta á árás Kananna með beitingu efnavopna einmitt núna.

Á hinn bóginn drógu ráðamenn hersins það í nokkra daga að veita eftirlitsmönnum leyfi til að fara á svæðið, þar sem efnavopnunum á að hafa verið beitt og það lítur ekki vel út.

En síðan verður að líta á það að það er kannski ekkert áhlaupaverk að tryggja öryggi eftirlitsmannanna á stríðsátakasvæði, enda skaut leyniskytta á þá.

Nú kemur í ljós að tæpt er að Obama fái bandaríska þingið með sér í árásarleiðangurinn, breskir þingmenn eru á móti því og 2/3 Frakka, auk þess sem Þjóðverjar og fleiri þjóðir vilja ekkert gera ef Öryggisráðið gerir ekki neitt, en þar er Pútín með neitunarvald.

Pútín hefur greinilega haldið vel á sínu spilum og ráðið rétt í stöðuna.

Nýjar upplýsingar um það hvernig Bandaríkjamenn vissu á sínum tíma árum saman um það þegar Írakar notuðu efnavopn gegn Írönum og Kúrdum og lét sér það vel líka, - studdu meira að segja Íraka, sýna tvöfeldni og hræsni stórveldis þegar hagsmunir þess eru í húfi.

Það á svo sem ekki að skipta máli nú heldur einbeita sér að ástandinu eins og það er.


mbl.is 2/3 Frakka á móti árás á Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vitað mál að það var sýrlenski herinn sem beitti efnavopnum. Meira en 400 börn voru myrt með eiturefninu SARIN. Eða voru þau aðeins 40 og glæpurinn þar með tíu sinnum minni?

Spurning er sú hvort "heimurinn" sætti sig við slíka glæpi. En að taka ákvarðanir um það með tilliti til Gallup skoðanakannana er ekki aðeins fáránlegt, heldur einnig vanvirðing við fórnarlömbin.

Hefur al-Assad fjölskyldan ekki nóg á samviskunni? Hafa menn gleymt Hama 1982?

20.000 til 40.000 fórnarlömb.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 17:51

2 Smámynd: Davíð

Ómar þú klikkar ekki, gamli fréttarefurinn. Ég get ekki betur séð en að þú lesir 100% rétt í stöðuna. Ég reyndi að finna villu í þessu hjá þér en gat það ekki.

Ég spurði Ban Ki-moon á opnum fundi í Háskóla Ísland um málefni Sýrlands og spruningin hljóðaði svona:

Why is the U.N. allowing the US., UK, France, Saudi and Quatar to openly found and arm known terrorist groups in Syria? 6 out of 7 major Syrian insurgent groups have ties to al- CIA da

Ég var fyrstur til að fá að leggja fram spurningu og ef þú vilt vita svarið þá getur þú ekki fundið það á neinum íslenskum fréttamiðli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru á staðnum, Forsetinn og ráðamenn Íslands núverandi og fyrrverandi. 

Prufaðu að hringja í vini þína á RUV og Stöð 2 þeir tóku þetta allt saman upp og svo var líka myndatökumaður á vegum háskólans

Ætli íslensku fjölmiðlarnir hafi ekki aðalega verið uppteknir af því í hvernig skóm hann hafi verið. 

Ef þú vilt vita hvernig á að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi, þá er einfalda svarið, follow the money 

Davíð, 7.9.2013 kl. 18:49

3 Smámynd: el-Toro

Haukur minn.  sekt er ekki fyrr en sönnuð hefur verið.  við skulum ekki skjóta bakara fyrir smið....og þar eftir götunum.

við erum betri en þetta Haukur !!!!

þegar Hama árásirnar gengu yfir 1982, þá var faðir Assad við völd.  sú stjórn var mun stífari og harðneskjulegri en nokkurntíman stjórn sonar hans.  enda var kalda stríðið í fullum gangi, sem hversu leiðinglegt sem manni finnst það hafa verið, þá verður maður að taka það með í reikningin....

....í hama árásunum 1982 var verið að brjóta niður uppreysn muslim brotherhood....sem í dag eru kallaðir islamistar....sem eru jú stór partur af uppreysnarmönnunum í sýrlandi.

Haukur, stríðsglæpir hafa verið framdir af báðum aðilum.  hátt í 100.000 manns hafa farist síðan uppreysnin braust út....

....en Haukur, það er bara bjánalegt að henda ábyrgðinni alfarið á Assad...eða fjölskylduna hans....þú verður að vita meira um hvað þú ert að tala þegar þú heldur svona hlutum fram.  það er ekki nóg að lesa aðeins mbl og vísir....það bera allir aðilar ábyrgð !!!!!!!!!!!  en ekki hvað ?

uppreysnarmennirnir í sýrlandi hafa framið viðbjóðslega stríðsglæpi gegn almennum borgurum.  menn hafa verið afhausaðir, skotnir margsinnis eftir dauða og sprengt fullt af sprengjum í Damaskus, þar sem almenningur hefur fallið....ásamt svo mörgu meiru....

....Stjórn Assad hefur líka mörg þúsundir á sinni samvisku, enda notast þeir við heiftarlegt vopnavald....sem er kannski ekki skrítið, nýlega búnir að horfa upp á ósköpin í Líbýu.

Ómar,

ástandið í sýrlandi er einfaldlega þetta:

bandaríkin og evrópa styðja uppreysnarmenn, vopn berast í gegnum saudi arabíu og qatar.  banaríkjunum liggur á að ná yfir sig áhrifasvæðum áður en kínverjar hefja sína útrás.  við hættum ekki fyrr en assad er dauður....amen.

rússar og íranir styðja stjórn Assad til að halda sýrlandi undir sínu áhrifasvæði.  þeir munu styðja Assad þar til hann loks klárar þessa uppreysnarmenn....síðan veit maður ekki hvað gerist....hvort þeir styðji Assad til að stjórna áfram.

...hverjum er að kenna ?

eitt enn:

ástæðan fyrir því að sýrland dró að leifa skoðunarmönnunum að skoða svæðið....var að þar geisaði enn stríð milli sýrlandshers og uppreysnarmanna....enda eins og flestir muna eftir, þá var skotið á skoðunarmennina....liggur svolítið í augum uppi.

el-Toro, 7.9.2013 kl. 23:23

5 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband