7.9.2013 | 18:10
Skipulagsvöld í ógöngum.
Skipulagsvald á Íslandi er í ógöngum ef einstök sveitarfélög eru alltaf og algerlega einráð um skipulagsatriði sem skipta landsmenn eða jafnvel heimsbyggðina máli.
Þessu er ekki skipað svona skilyrðislaust í stjórnarskrá og því eru takmörk fyrir því hve stórfelldir hagsmunir geti beygt sig fyrir ofríki "heimamanna."
Dæmi um þetta er það að vegna hins algera skipulagsvalds Blönduósbæjar verði allir, sem eiga leið í gegnum sveitarfélagið að aka 14 kílómetrum lengri leið en ella og borga aukakostnað sem nemur um 1500 krónum báðar leiðir, ef miðað er við hlaupandi aksturskostnað, en 3000 krónur ef miðað er við útreikninga FÍB og taxta fyrir akstur opinberra starfsmanna.
Og sams konar er í gildi varðandi það ef þeir, sem vilja fara flugleiðis fram og til baka milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar, verða neyddir til að fara 170 kílómetrum lengri ferðaleið samanlagt en ella.
Þess vegna er það sjálfsagt mál að heildarhagsmunir verði látnir ráða þegar gengið er svona langt af völdum staðbundinna hagsmuna. Og það er hægt að gera með lagasetningu, sem er fyllilega í samræmi við stjórnarskrána.
Ríkið fái skipulagsvaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hins vegar var ákveðið að færa Reykjavíkurflugvöll samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem var samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Og vegna til að mynda fjölmargra flugslysa við Reykjavíkurflugvöll er mun betra að flugvöllurinn sé á dreifbýlu svæði eða landfyllingu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði að sjálfsögðu einnig, og flogið þaðan með sjúklinga í þyrlu Gæslunnar á þyrlupall við Landspítalann, þegar á þyrfti að halda.
Þær undirskriftir sem komnar eru varðandi Reykjavíkurflugvöll eru einungis um 27% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki eru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem var samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.
Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt
Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum, meiri mengun, fleiri árekstrum og slysum.
En það er einskis virði í augum "umhverfisverndarsinnans" Ómars Ragnarssonar.
Þorsteinn Briem, 7.9.2013 kl. 18:37
Hefur Framsóknarflokkurinn talað fyrir því að taka eigi skipulagsvaldið af 878 manna sveitarfélaginu Blönduósbæ til að hægt sé að stytta þar hringveginn?!
6.9.2013 (í gær):
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur fráleitt að taka skipulagsvaldið af Reykjavík
7.9.2013 (í dag):
"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út um nærsveitirnar, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.
Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.
Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.
Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.
Völlurinn er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."
Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins
Þorsteinn Briem, 7.9.2013 kl. 19:11
Ómar: Blogsíðan þín hefur lengi verið umsetin af þessum ruglaða eltihrelli, sem ekkert skrifar á eigin síðu. Vaðallinn úr honum er löngu kominn út fyrir öll mörk.
Þorkell Guðnason, 7.9.2013 kl. 22:35
Enginn er neyddur til að lesa neitt á þessari bloggsíðu. Né heldur neyddur til að fara inn á hana. Menn geta lesið þær athugasemdir sem þeir vilja og hlaupið yfir þær athugasemdir sem þeir vilja.
Ómar Ragnarsson, 5.9.2013 kl. 01:49
Þorsteinn Briem, 7.9.2013 kl. 22:56
Ómar, er það svo að "sveitarfélög eru alltaf og algerlega einráð um skipulagsatriði"? Held ekki, t.d. á friðlýstum svæðum.
Það er vel hægt að taka undir það sjónarmið að einstök sveitarfélög ættu ekki að mega fórna þjóðarhagsmunum fyrir eigin hagsmuni, enda held ég að sú sé ekki raunin. Hins vegar má ekki taka skipulagsvaldið of auðveldlega frá þeim því þá er hætta á að 101 rotturnar vilji ráða málum sem þeim kemur lítið við.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2013 kl. 05:05
Sæll Ómar og takk fyrir fjölmarga góða pistla í gegnum tíðina. Langar til að fá álit frá þér á grein í Fréttablaðinu um helgina eftir Álfheiði Ingadóttir,vill sjálfur losna við Flugvöllinn þau ég búi úti á landi rétt hjá Blönduósi og fer oft Reykjabrautina og vildi hafa þjóðveg 1 þar
Björn Þorgrímsson (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 13:52
Þetta er alltaf jafn fyndin umræðan um þennan flugvöll þegar maður lítur á eftirtalda hluti.
1. Margt sama fólkið og krefst þess að völlurin er á sama stað er einnig á móti áframhaldandi uppbygingu Landspítalans á Hringbraut. Reykvísku vallarsinnarnir vilja flestir sjá spítalan fluttan á Vífilstaði eða á Höfðasvæðið, flestir af landsbygðini vilja sjá uppbyggingu Landspítalans stoppa. Það gerir rökin um um aðgengi að heilsugæslu að smá rökleysu.
2. Það má ekki flytja völlin lítisháttar þannig að flugstöðin er enn í Vatnsmýrini á meðan brautinar færu út í sjó. Já það er dýrt en í staðin er komin flugvöllur sem við getum styrkt og gert að alþjóðlegum velli og þar með tryggt tilvist þessa lífsnauðsynlega vallar til langframa þar sem íbúar Höfuðborgarsvæðisins mundu líklegast kjósa að nota hann umfram keflavík. En ég býst við að Reykjavík má ekki hagnast á þessu líka.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 18:19
Ég hef ekki haft tíma til að sannreyna tölurnar 95% og 92%. Held að þær séu of lágar, - 95% þýðir að völlurinn sé ófær til notkunar í 19 daga á ári og 95% þýðir að hann sé ófær til notkunar í 29 daga á ári, sem er alltof hátt lokunarhlutfall, einkum vegna þess að þegar Reykjavíkurflugvöllur er lokaður, eru allir hinir vellirnir lokaðir um leið, jafnvel þótt þar sé brúklegt veður.
Í þeim mikla rokrassi sem Ísland er á veturna verður að vera nothæf braut í hvössum norðan- og sunnanvindi.
En Álfheiður er á svipuðu róli og ég að því leyti að ég hef varpað fram á Stöð 2 hugmynd, sem er lík hennar, þ. e. að lengja austur-vestur-brautina og leggja núverandi n-s braut niður, en í stað hennar gera stutta nýja n-s-braut sem gerir völlinn líkan T í laginu í stað X eins og núna.
Þessi nýja stutta braut myndi losa burt allt flug yfir Kársnes, og þá sjaldan, sem þyrfti að fljúga inn á n-s-brautina, í hvössum norðan- eða sunnanvindi, yrðu flugtök og aðflug mun brattari en núna, einkum flugtökin.
Með þessari lausn minni myndi losna talsvert svæði norðan Nauthólsvíkur og fyrir fólk í gömlu miðborginni hyrfi flugvöllurinn nánast.
Þess vegna er það gríðarlega mikilvægt í núverandi stöðu að fara nú ekki að reisa íbúðahverfi akkúrat þar sem ný, stutt n-s-braut gæti komið.
Ómar Ragnarsson, 8.9.2013 kl. 23:47
2001 var gengið gegn ákvörðun um að hafa völlinn á núverandi stað, sem tekin var 1940.
2013 er vel hægt í ljósi nýrra aðstæðna að breyta ákvörðuninni frá 2001. Og ef menn vilja fara eftir reglum og forsendum sem settar voru fyrir kosningunni 2001 þá var hún ekki bindandi.
Ómar Ragnarsson, 8.9.2013 kl. 23:49
„Margt sama fólkið og krefst þess að völlurin er á sama stað er einnig á móti áframhaldandi uppbygingu Landspítalans á Hringbraut. Reykvísku vallarsinnarnir vilja flestir sjá spítalan fluttan á Vífilstaði eða á Höfðasvæðið, flestir af landsbygðini vilja sjá uppbyggingu Landspítalans stoppa. Það gerir rökin um um aðgengi að heilsugæslu að smá rökleysu.“
Hvernig er hægt að fullyrða þetta? Hefur einhver kannað þetta? Eða er þetta bara út í bláinn?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 10:39
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/24/um_50_prosent_vill_ekki_spitala_vid_hringbraut/
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.