Frændþjóðir fylgjast að.

Margt er líkt með skyldum segir máltækið og það virðist eiga við á þessu ári hjá frændþjóðunum Norðmönnum og Íslendingum. Báðar ganga til kosninga og í báðum löndum er þrá eftir "nýjum hugmyndum" og "nýjum vinnubrögðum" gagnvart afleiðingum efnahagskreppu undanfarinna ára virðist ráða miklu hjá báðum þjóðum.

Sumar "fersku" hugmyndirnar sýnast svipaðar í báðum löndum. Í Noregi hefur það borið á góma að draga í land með þá viðleitni til jafnréttis kynslóðanna sem felst í oliusjóðnum, þ. e. að ganga í þann sjóð til að fjármagna verkefni núverandi kynslóðar.  Að vísu hefur verið dregið nokkuð í land með þetta en þessi "ferska" hugmynd hefur þó komið upp á yfirborðið.

Hér á landi er hugmyndin um að stunda rányrkju hins vegar alls ráðandi varðandi botnnýtingu jarðvarmans sem meðal annars sést í pressu á Eldvarpavirkjun, sem flýtir tæmingu jarðvarmahólfsins undir Svartsengi og Eldvörpum úr 50 árum niður fyrir 40.

Fyrsta verk iðnaðarráðherra á fyrsta starfsdegi sínum var að slá álveri í Helguvík föstu, og því er fylgt eftir með reglulegu millibili síðan. Gildir þá einu þótt ekki finnist orka í það og ekki fáist viðunandi verð fyrir hana. Af því að smá hlé varð á stóriðjustefnunni þykir hún nú vera "fersk og ný" hugmynd.

"Engar nefndir, bara efndir" var líka fersk og ný hugmynd varðandi skuldavanda heimilanna. Ekki þurfti nema nokkrar vikur til þess að það gufaði upp og snerist við. Í vor var talað um 100 fyrstu daga ríkisstjórnarinnar en nú er talað um næstu 100 daga hennar. Sjáum til. Kannski Eyjólfur hressist.

Ekki hef ég séð neitt um það að Norðmenn telji auðlegðarskatt sinn hafa verið ómögulegan en hjá okkur á að leggja hann af og taka með því 9 milljarða skatttekjur af ríkissjóði. Þennan skatt áttu þúsund ríkustu fjölskyldur landins að borga en með einfaldri deilingu má sjá að meðaleign hverrar er um 900 milljónir.

Og nú sjást þær tölur að af 28 milljarða hagnaði stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna borgi þau 5 milljarða. Það er nú öll skattpiningin hjá þeim.

Vandinn er hins vegar sá að minni fyrirtækiin eiga erfitt með að borga og til þess að dæmið gangi upp í heild þyrfti að vera þrepaskiptur skattur sem tryggði afkomu þeirra.

Það er þekkt fyrirbæri hjá lýðræðisþjóðum að kjósendum finnist grasið grænna hinum megin við girðinguna hvað varðar ríkisstjórnir.

Sveiflur verða oft á svipuðum fresti og hjá Norðmönnum í þetta sinn, 8 árum. Þannig er það oft í Bandaríkjunum.

Meginástæðan er sú að "stjórnmál eru list hins mögulega" en jafnframt er geta stjórnmálamanna til hins mögulega afar takmörkuð. Þess vegna verða kjósendur óánægðir með reglulegu millibili.

Síðasta ríkisstjórn hér á landi stóð ígildi  sótugrar rústabjörgunar eða skítamoksturs. Það eru ekki spennandi störf og varð að einbeita sér að þeim og vegna sífellra leiðinda af þessu streði mistókst síðustu ríkisstjórn að yfirvinna leiðinding síðastliðið vor með "ferskum og nýjum hugmyndum" í formi loforða um gull og græna skóga.

Nógu langur tími rústabjörgunar og skítamoksturs var liðinn til þess að stefna þeirra flokka sem stóðu að aðdraganda Hrunsins (sem síðar hefur komið í ljós að var orðið óhjákvæmilegt þegar haustið 2006) til þess að hægt var að tromma upp með svipaða stefnu á ný. Í vor voru ártölin 2003 og 2007 allt í einu komin upp á ný.  

 

 


mbl.is Mið- og hægriflokkarnir með 54,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband