8.9.2013 | 12:22
Hvernig beygist orðið "grátur"?
Nafnorðið grátur beygist svona: Grátur - grát - gráti - gráts. Nú ber svo við að í fyrirsögn á frétt á mbl.is er eignarfallið sagt vera "gráturs." Samkvæmt því er ekki grátlegt heldur gráturslegt að sjá þetta.
![]() |
„Þið þurfið að greiða aukagjald“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ Ómar gerðu það að vera ekki með svona smámunasemi, það er verið að skrifa um hvað allir eru virkilega glaðir að okkar menn hafi náð að jafna leikinn með þvílíkri hörku og útsjónarsemi sem í raun á bara hreinlega ekki að vera hægt!! Reyndu að gleðjast enn ekki að vera með svona smámunarsemi, hverju skiptir það hvernig grátur eða gráturs, eða lá við gráti eða hvernig þú vilt að þetta sé skrifað???? Fjárinn hafi það!!!!!
pallinn1 (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 14:35
Verð alltaf jafn undrandi þegar menn geta ekki gert greinarmun á en og enn í rituðu máli. Nú er framburður orðanna mjög skýr og því auðvelt að tengja hann við rithátt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 15:27
Mbl.is hefur tekið mark á pistilritara og breytt millifyrisögninni.
En þannig vill nú reyndar til að á vefnum snara.is er hægt gegn gjaldi að skoða vefútgáfu Íslenskrar orðabókar, sem unninn er upp úr Orðabók Menningarsjóðs og útgefin af Forlaginu. Þar er tekið eftirfarandi dæmi:
hlátur hláturs/hlátrar, hlátrar KK
það að hlæja
bros og hlátur
oft er skammt milli hláturs og gráturs
Þar er einnig að finna orðið grátlegur, en ekki gráturslegur.
Hér verð ég að segja að pistilritari hafi haft rangt fyrir sér, í báðum tilvikum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.9.2013 kl. 16:17
Afsakið, síðasta setningin í athugasemd 3 átti ekki að birtast.
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.9.2013 kl. 16:25
Í útvarpinu hér á árum áður var góður maður sem fjallaði um íslenskt málfar. Hann tók fyrir orðið lækur og sagði að í eignarfalli væri það "læks".
Hlustandi hringdi í RUV og spurði hvort hann ætti þá að segja Læksgata í staðinn fyrir Lækjargata.
Allir geta gert mistök.
(Ég ælta ekki að nefna nafnið á manninum en ef ég segði að hann hefði lesið inn á franskar teiknimyndir í gamladaga sem fjölluðu meðal annars um mannslíkamann og að hann ætti son sem væri frægur leikari á Íslandi þá væri ég sennielga að koma með of mikið. Þannig að ég ætla ekki að gera það)
Þetta er sagan eins og ég heyrði hana en þetta var löngu fyrir mína tíð, þannig að ég hef afsökun ef þetta er ekki rétt.
Davíð, 8.9.2013 kl. 17:14
"Hlátur beygist eins og aldur: hlátur, hlátur, hlátri, hláturs.
Með öðrum orðum: r -ið er stofnlægt.
Grátur beygist hins vegar eins og faldur: grátur, grát, gráti, gráts.
Þarna er r -ið ekki stofnlægt.
Það er því stutt á milli hláturs og gráts.
(Gísli Jónsson, Íslenskt mál, Morgunblaðið 7.3.1998.)
Þorsteinn Briem, 8.9.2013 kl. 17:19
Takk fyrir Steini Briem að vitna í Gísla Jónsson.
Minn ágæta íslenskukennara í MA.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.