"Eitthvað annað" færir sig til.

Það eru ekki mörg ár síðan þeir, sem telja stóriðju og sjávarútveg einu gildandi atvinnugreinarnar hér á landi töluðu í háðstóni um "eitthvað annað" út í loftið sem ég og skoðanasystkin mín værum að tala um.

Eitt af því sem ég reyndi að sýna fram á var það að í ferðaþjónustunni væru ótal ónotaðir og viðráðanlegir möguleikar á öllum árstímum til þess að íslensk náttúra gæti gefið af sér stórauknar tekjur í stað þess að rústa stórum svæðum óafturkræft vegna stóriðjunnar.

Nú ber svo við að þetta, sem var í spotti kallað "eitthvað annað" er að verða að helsti burðarás atvinnulífsins svo að stóriðjan og sjávarútvegurinn eru í staðinn að verða "eitthvað annað" ef menn halda sig við hið gamla mat á gildi atvinnugreina.

Það eru stóriðjan og sjávarútvegurinn auðvitað ekki, ekki frekar en "eitthvað annað" var á sínum tíma.

 


mbl.is „Stórtíðindi fyrir efnahagslífið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við erum að upplifa gjörbreytta a atvinnustefnu. Þröngsýnir gamaldags stjórnmálamenn hafa verið með hugann við stóriðjuna en daga hennar kunna að verða taldir fyrr eða síðar.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2013 kl. 18:00

2 identicon

Ekkert hrun, ekkert gjaldfall á krónu, enginn uppgangur í "túrisma"...hverjum ætlið þið að þakka?!...fyrir hrun var landið of dýrt til að hægt væri að byggja upp "túrisma" á þessum skala, alveg sama hversu góðar hugmyndirnar voru. en nú er annar tími og ekkert af þessu er vinstrimönnum að þakka, heldur síður sé(td.gjöld á gistingu).

Mögulega, husanlega, eitthverntímann, kannski leggst stóriðja af, og því augljóslega ástæða til hvers?!

Og hvað varðar heimilin, þá er ríkið ekki ábyrgt fyrir þeim og þeir sem að byggja hús á sandi munu að endingu sökkva.

Hann er beittur vinstrivængurinn. :D

Andri sig (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 21:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskum ársverkum í kvikmyndagerð fjölgaði um sex hundruð.

Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um fimm hundruð manns.

Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna

Þorsteinn Briem, 9.9.2013 kl. 21:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum hér á Íslandi FÆKKAÐI á milli ára um 2% árið 2009, þrátt fyrir gengishrun íslensku krónunnar haustið 2008.

Gríðarleg fjölgun
erlendra ferðamanna hérlendis frá árinu 2009 skýrist því væntanlega að mestu leyti af öflugri landkynningu síðastliðin ár, jafnvel einnig eldgosum hér árið 2010 og dvöl frægra útlendinga hérlendis, frekar en gengishruni íslensku krónunnar haustið 2008.

Frá ársbyrjun 2010 þar til nú hefur gengi evrunnar og dönsku krónunnar LÆKKAÐ um 12% gagnvart íslensku krónunni en verð á vörum og þjónustu hér á Íslandi hækkað í íslenskum krónum um 16%.

Og frá sama tíma hefur gengi Bandaríkjadollars LÆKKAÐ gagnvart íslensku krónunni um 3%, breska sterlingspundsins um 8%, norsku krónunnar um 4%, Kanadadollars um 2% og japanska jensins um 10%.

Þar af leiðandi er nú MUN DÝRARA fyrir langflesta erlenda ferðamenn að ferðast hingað til Íslands en í ársbyrjun 2010.

Steini Briem
, 3.6.2013 kl. 20:03

Þorsteinn Briem, 9.9.2013 kl. 22:03

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér skilst að Vestfirðingar séu enn að bíða eftir þessum 700 störfum sem þið lofuðuð ef hætt hefði verið við Kárahnjúka.

Það hefur aldrei neinn hlegið að möguleikum í ferðaþjónustu. Hins vegar var hlegið að ykkur... og hlegið enn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2013 kl. 23:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins byggist að stórum hluta á að taka gríðarlega há erlend lán til að fjármagna framkvæmdir ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar til að búa hér til störf í erlendri stóriðju sem eru margfalt dýrari og um þrisvar sinnum færri en í ferðaþjónustunni.

Fyrirtæki í ferðaþjónustunni
hér á Íslandi eru hins vegar íslensk einkafyrirtæki, sem eru í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins, einnig á Vestfjörðum.

En stóriðja er og verður einungis á örfáum stöðum á landinu.

Og væntanlega hefðu fleiri erlendir ferðamenn komið hingað til Íslands á árunum fyrir 2008 ef gengi íslensku krónunnar hefði þá ekki verið mjög hátt skráð, meðal annars vegna álversins í Reyðarfirði sem kostaði um einn milljarð Bandaríkjadala og gríðarlega hárra lána sem tekin voru erlendis til að reisa Kárahnjúkavirkjun, sem kostaði um 150 milljarða króna.

Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 01:08

7 identicon

"Erlendum ferðamönnum hér á Íslandi FÆKKAÐI á milli ára um 2% árið 2009, þrátt fyrir gengishrun íslensku krónunnar haustið 2008"...það er eðlilegt strax í kjölfar hruns að fólk haldi að sér höndum. það sást á öllum sviðum iðnaðar og markaða að menn voru óöryggir með framhaldið og vildu lítið hreyfa sig, ferðamannaiðnaðurinn var í dvala um allann heim.

"Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna hérlendis frá árinu 2009 skýrist því væntanlega að mestu leyti af öflugri landkynningu síðastliðin ár, jafnvel einnig eldgosum hér árið 2010 og dvöl frægra útlendinga hérlendis, frekar en gengishruni íslensku krónunnar haustið 2008"...við sáum aukniguna á sama tíma og ferðamannaiðnaðurinn rauk í gang á heimsvísu. En nú var Ísland orðið kjörinn áfangastaður vegna gengisfalls krónunar og já það er alveg rétt að fólk vissi betur um okkur eftir öfluga kynningu, og á kvikmyndaiðnaðurinn sinn þátt í því, það veit ég vel en uppgangur þess iðnaðar er rétt einsog uppgangur í ferðamennsku, háður hagstæðu gengi.

"Frá ársbyrjun 2010 þar til nú hefur gengi evrunnar og dönsku krónunnar LÆKKAÐ um 12% gagnvart íslensku krónunni en verð á vörum og þjónustu hér á Íslandi hækkað í íslenskum krónum um 16%.

Og frá sama tíma hefur gengi Bandaríkjadollars LÆKKAÐ gagnvart íslensku krónunni um 3%, breska sterlingspundsins um 8%, norsku krónunnar um 4%, Kanadadollars um 2% og japanska jensins um 10%.

Þar af leiðandi er nú MUN DÝRARA fyrir langflesta erlenda ferðamenn að ferðast hingað til Íslands en í ársbyrjun 2010."...Hvað með ársbyrjun 2007?

miðað við 9 sept.

DK07- 12,085 > DK13- 21,486

USD07- 65,26 > USD13- 121,49

EURO07- 89,99> EURO13- 160,28

þetta vinur minn eru tölurnar sem gilda...ekki þessi blekkingarleikur hér fyrir ofan.

Andri sig (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 02:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi, einnig árið 2009, þegar hins vegar 2% færri erlendir ferðamenn komu hingað til Íslands en 2008.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls 7


Erlendir ferðamenn
kaupa hér vörur og þjónustu og frá ársbyrjun 2007 hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hér á Íslandi hækkað um 60%.

Og frá sama tíma hefur gengi evru og dönsku krónunnar hækkað gagnvart íslensku krónunni um 73,5%, Bandaríkjadollars um 74%, sænsku krónunnar 78,6%, norsku krónunnar 77,7% og breska sterlingspundsins um 38,9%.

Erlendir ferðamenn sem hingað koma nota aðallega ofangreindar myntir og að meðaltali hefur gengi þeirra gagnvart íslensku krónunni hækkað um 68,5% frá ársbyrjun 2007 á sama tíma og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað hér um 60%.

Fyrstu átta mánuðina nú í ár, 2013, komu um Leifsstöð um 33% erlendra ferðamanna frá evrusvæðinu og Danmörku, 15,5% frá Bandaríkjunum, 15,3% frá Bretlandi, 6,5% frá Noregi og 4,6% frá Svíþjóð, eða samtals um 75% allra erlendra ferðamanna sem hingað komu um Leifsstöð og þeir eru um 96% erlendra ferðamanna.

6.9.2013:

Mesti fjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi frá upphafi - Ferðamálastofa


Gríðarleg fjölgun
erlendra ferðamanna hérlendis frá árinu 2009 skýrist því væntanlega að mestu leyti af öflugri landkynningu síðastliðin ár, jafnvel einnig eldgosum hér árið 2010 og dvöl frægra útlendinga hérlendis.

Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 07:21

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Miðað við erfið ár í álbræðslunum kæmi mér ekki á óvart að arðurinn af fjallagrasatínslu sé jafnvel meiri nú þegar kostnaður við fjárfestingar sé reiknaður með.

Viss valdamaður hæddist að nýtingu fjallagrasa og taldi þá starfsemi jafnvel vera einskis virði.

Nú stendur Alkóa illa og Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto í Straumsvík telur reksturinn vera í járnum.

Svona er útlitið í ár og mun að öllum líkindum ekki batna, jafnvel versna.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.9.2013 kl. 07:42

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það þýðir ekkert að koma með hálfkveðnar vísur, Guðjón. Hvaða "valdamaður" var þetta og vísaðu í heimildir.

Fjallagrasatýnsla er bara jákvæð, eins og allt annað framtak í atvinnusköpun. En að segja fólki sem vill öfluga innspýtingu í atvinnulífið á tilteknum svæðum, að það eigi bara að týna fjallagrös, er hlægilegt.

Afkoma í áliðnaðinum hefur alla tíð verið sveiflóttur. Sum ár er bullandi tap og önnur er hagnaður. Aðstæður í heiminum hafa verið nánast allri framleiðslu erfið síðan alþjóða fjármálakreppan skall á árið 2008. Áliðnaðurinn er þar að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Á meðan þetta ástand varir er haldið að sér höndum í flestum geirum atvinnulífsins, eins og atvinnuleysistölur í Evrópu bera með sér. Álbyrgðir hlaðast upp og álverð fellur, það eru engin eldflaugavísindi. Engin reiknar hins vegar með að þetta ástand vari að eilífu, eins og Guðjón heldur. Langtímaspár gera ráð fyrir mikilli aukningu á notkun áls.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.9.2013 kl. 14:49

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli ykkur Austfirðingum sé ekki maðurinn kunnur?

Mér finnst alveg óþarfi að rifja upp í öðrum sóknum nafnið en maðurinn var og er kannski enn forseti bæjarstjórnar Fjaðrabyggðar, þokkalega ritfær um flest annað en áldrauminn mikla, kennari og sagnfræðingur að mennt.

Sannleikurinn um álið er að meira verður endurunnið en áður hefur verið. Nú er verið að huga að hagræðingu en ekki sóun eins og meiri álbræðsluvæðing byggist á.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.9.2013 kl. 17:08

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur verið stefna álfyrirtækjanna að endurvinna sem mest og það hlýtur að teljast jákvæð þróun. Sérstakt átak hefur verið í gangi í Bandaríkjunum í um áratug í þeim efnum og veitir ekki af því þar er mikil sóun á öllum sviðum. USA hefur verið langt á eftir Evrópubúum í endurvinnslu, t.d. áldósa undan matvælum og drykkjum.

Endurvinnsluhæfni álsins er einmitt "grænfáni" þess og gerir málminn þann umhverfisvænsta sem til er. Nánast 100% af áli er endurnýtanlegt án þess að gæðin minnki, á meðan aðeins rúmlega helmingur stáls státar af slíku (og jafnvel minna því það tærist og eyðist).

Þetta breytir því hins vegar ekki að áfram þarf að frumvinna álið og þar koma Íslendingar sterkir inn með hreinni orku og ætti þjóðin í raun að fá úthlutað sérstökum auka co2 kvóta vegna þess.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.9.2013 kl. 17:40

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert væntanlega að tala um Smára Geirsson ("valdamann"  ) en þar sem þú getur ekki vísað í heimildir, fer þessi fullyrðing í ruslflokk eins og margt annað sem frá þér kemur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.9.2013 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband