Auðvitað er orðið "ligeglad" danskt.

Þegar ég vann með Dönum í danska sjónvarpinu vegna Ólympíuleikanna 1972 fannst mér áberandi hvað þeir tóku yfirleitt lífinu af meira jafnaðargeði og rólyndi en við Íslendingar erum vanir.

Þeir unnu fyrir okkur af dugnaði og voru ánægðir ef þeir fengu sinn "öllara". Voru ekkert að sækjast eftir aukavinnu heldur virtist aðalatriðið að vera "ligeglad" og afslappaður og fara heim í faðm fjölskyldunnar í vinnulok og njóta þess með sínu fólki að vera til.

Ekkert að æsa sig yfir hlutunum, heldur viðhalda sínum þægilega danska húmor og hamingju.

Danir eiga engar orkuindir eða auðlindir almennt heldur eru allir að vinna við "eitthvað annað" og komast samt vel af. Það eina sem þeir eiga er mannauðurinn og þeir nota hann vel.

Auðvitað er orðið "ligeglad" danskt orð og þjóðin sú hamingjusamasta í heimi.   


mbl.is Ísland í níunda sæti hamingjulista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ómar, ég bjó í Danmörku sem barn, hef verið 10 ára þegar þú varst að stússast í DR, og minningar mínar frá æskuárunum stemma algjörlega við það sem þú segir, og þó ég haf ekki verið byrjaður í bjórnum á þeim aldri þá voru litlu grænu flöskurnar nánast einkennismerki landsins.

Núna er ég nýfluttur frá Danmörku eftir 5 ára dvöl og ég verð að segja að Danmörk hefur mikið breyst, og Danir líka. Núna má frekar tengja orðið "ligeglad" við algjört sinnuleysi gagnvart náunganum, gagnvart ábyrgð, gagnvart utanaðkomandi, gagnart samfélagslegri samheldnin.

Verðlag er hátt, skattar ótrúlegir og launin ekkert sérstakt. Vel menntuð meðalfjölskylda, bæði hjón í góðri vinnu, hafa rétt efni á nauðsynjum. Hræðslan við atvinnuleysið smitar vinnuandann, hver situr í sínu horni og vinnur helst ekki með öðrum, enginn gerir neitt umfram nákvæmlega það sem hann er ráðinn til að gera.

Svo er það eitt í þjóðarsál Dana sem er ólíkt okkur Íslendingum. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar gangist mjög upp í að setja lög og reglur, helst sem skýrast, en hafi síðan minni áhuga á að fylgja þvi sem þar segir. Danir segjast iðulega ekki hafa neinar sérstakar reglur, en það er bara á yfirborðuni, undir niðri kraumar allt í skráðum og óskráðum lögum og reglum, og vei þeim sem brýtur jafnvel ómerkilegustu óskráðu reglur.

Löggjafinn Danski er enda duglegur við sína iðju: Stærsta bók í heimi, innbundin tekur hún c.a. 1 metra hillupláss, eru smátt prentuð lög og reglugerðir í tengslum við atvinuleysisbætur. Ég hef sjálfur séð þessa bók, hún var auðvitað ekki til lestrar heldur gerð til að sýna fáránleika danskrar hugsunar: Allt á að regúlerast, stoppað skal í öll göt, hver einstaklingur á að sitja nákvæmlega í sínum bási og hvergi annars staðar.

Fyrir 2008 taldi ég mig oft nærri hálf-danskan, tala enda dönsku reiprennandi og bjó þar mín mótunarár. Núna var ég því fegnastur að komast burtu!

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.9.2013 kl. 05:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 08:06

3 identicon

Brynjólfur Þorvarðarson hlýtur að hafa lent í enhverju stuði (íslenska ) þarna í DK. sjálfur hef ég búið í DK í áraraðir og bara af góðu og án þess að lenda í einhverju annarlegu stuði ( íslensla )en að sjálfsögðu hafa danir breyst eins og aðrar þjóðir, fyrr má það nú vera.

Smá af hugtökum: Orðið "ligeglad" er ekta dankst hugtak og verður vara þýtt á beint íslensku. eða hvað :)

Hugtakið "stuð" er hinsvegar al íslenskt og ekki til á dönsku nema þá sé átt við einhverskonar rafstuð

Dæmi um stuð: Að vera í "stuði" t.d. á dansleik eða bara eitthvað annað stuð er ekki til í dönsku, en bara á íslensku því hlýtur Brynjólfur að hafa verið í svaka stuði þegar hann skrifar kommentið hér.

kristinn j (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 08:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark has the world's lowest level of income inequality, according to the World Bank Gini (%), and the world's highest minimum wage, according to the IMF.

In July 2013 the unemployment rate was at 6.7%."

"Denmark has considerable sources of oil and natural gas in the North Sea and ranks as number 32 in the world among net exporters of crude oil and was producing 259,980 barrels of crude oil a day in 2009.

Denmark is a long-time leader in wind energy and 25-28% of electricity demand is supplied through wind turbines."

Og Danir eru mesta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 08:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tonie Gertin Sörensen - Íslendingar hafa misskilið orðið "ligeglad": 

"Kæru Íslendingar,

Það er sorglegt að segja það en þið hafið notað þetta orð rangt í áratugi, "ligeglad" þýðir að væra kærulaus eða alveg sama um hluti.

"Jeg er ligeglad" þýðir "mér er alveg sama" og "jeg er fuldstændig ligeglad" þýðir "mér er nákvæmlega sama".

Og hvorki danir né íslendingar kæra sig um að vera sagðir kærulausir.


Sem dana finnst mér það mikið klúður og pínlegt þegar til dæmis Hagkaup auglýsir Danska daga með orðunum "Oh, ég er svo ligeglad" og enn fáránlegra þegar maður heyrir íslendinga segja við dani: "Danir eru svo ligeglade".

Þá ertu ekki að hrósa þeim fyrir að vera afslappaðir
, heldur ertu í raun að segja á neikvæðum nótum að danir séu kærulausir og alveg sama."

Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 09:20

6 identicon

Danir eiga oliu og gas !

Ligeglad (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 10:00

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ómar ekki er dönsku kunnátta þín burðug ligeglad þýðir ekki

að vera "jafn glaður" þvertá móti er "ligeglað person" fregar

dapur karakter sem er sama um allt og alla.

Hugmyndir þínar um danska hagkerfið eru ansi brenglaðar af

ídealisma sem einfaldar hlutina. Danskur landbúnaður veitir

danska þjóðfélaginu þrefalda landsframleiðslu miðað við þá

íslensku, á mann. Ekki má gleyma Mersk skipafélaginu sem

veltir veltir margföldum ágóða íslenskrar útgerðar.

Og síðast en ekki síðst, hver fermetir er nýttur af danskri jörð.

Auk þess eru olíu og gaslindir í hafinu við Danmörku.

Leifur Þorsteinsson, 10.9.2013 kl. 11:36

8 Smámynd: Jack Daniel's

Ligeglad þýðir að vera skítsama um allt og alla.

Han er ligeglad med det hele = Honum er skítsama um allt.

Jack Daniel's, 10.9.2013 kl. 12:53

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Dönskuspekingar benda réttilega á að orðið "ligeglad" merkir "kærulaus" eða "áhugalaus". Ætli það séu ekki við Íslendingar sem höfum lagt aðra merkingu í orðið? Þetta er þá frekar tökuorð með aðra merkingu en upprunalega orðið. Danir myndu eflaust sjálfir kalla það "at hygge sig", nokkuð sem þeir ganga mikið upp í.

Danir sjálfir, aðspurðir, segja að "Janteloven" sé það sem einkenni Dani umfram allt. Samkvæmt þessu "lögmáli" á að slá niður allt sem er öðruvísi, sem skarar fram úr á nokkurn hátt.

Ég bjó í Englandi í 5 ár og Skotlandi í 3, það er munur á þessum þjóðum, einkum að Englendingar eru mjög hlédrægir opinberlega, kvarta aldrei (en hugsa mönnum þeim mun betur þörfina á meðan þeir sýna þeim ýkta kurteisi) og segja ókunnugum yfirleitt aldrei hvað þeir eru að hugsa. Skotar eru opnari og glaðlegri, mun minna hlédrægir.

Íslendingar í samanburði eru afskaplega lítið hlédrægir og mjög opnir og fyrirferðamiklir, þótt þeir séu stundum feimnir.

Danir eru afskaplega opnir þegar kemur að tilfinningum, en það þykir mjög ófínt að tala um skoðanir. Þeir eru ekki eins hlédrægir og Englendingar, kannski meira eins og Skotar. Danir eru afskaplega húsbóndahollir í vinnuumhverfi og forðast algjörlega að impra á öndverðum skoðunum, heldur hlýða öllu orðalaust. Ég hef orðið vitni að þessu þó nokkuð oft, og kunningjar mínir íslenskir hafa sömu sögu að segja af dönskum vinnustöðum.

En auðvitað eru ekki allir Danir eins. Einn fyrrverandi samstarfsmaður minn þótti mér mjög "íslenskur" í framkomu, óhræddur við að segja skoðanir sínar og benda á það sem honum þótti miður fara í rekstri fyrirtækisins. Hann var enda rekinn fyrir að valda yfirmanninum óþægindum, þrátt fyrir að vera mjög hæfur í sínu starfi. Ég nefndi það við hann að mér þætti hann mjög íslenskur í framkomu, hann sagðist reyndar frekar vera dæmigerður Kaupmannahafnarbúi en vinnustaðurinn í Álaborg.

Annars skilja danskir fjölmiðlar ekkert í þessari hamingjueinkunn útlendinganna, þeim finnst þeir ekki sjálfir hamingjusamir og allt meira og minna í kaldakolum þegar kemur að efnahagsmálum, samfélagsmálum osfrv.

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.9.2013 kl. 16:16

10 Smámynd: Sigurður Antonsson

Danir eru hjálplegir og meðvitaðir um þá sem eru ekki burðugir. Skattgreiðendur á Íslandi hefðu aldri samþykkt milljarða efnahagsaðstoð til Grænlendinga. Íslenska krónan hefði ekki fallið þúsundfalt ef við hefðum haft vit á að fylgja dönsku krónunni.

Frekar mætti segja að Íslendingar væru lýginni líkastir."ligeglad."

Miðað við það sem Brynjólfur segir er duga mánaðarlaunin ekki lengur en á íslandi. Hagfræðingar segja annað og mæla oft einn lið.

Sigurður Antonsson, 10.9.2013 kl. 16:27

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Af kynnum mínum af dönum, þá finnst mér margt sláandi líkt með þeim og íslendingum. En a.m.k. eitt atriði var sláandi ólíkt. Mér fannst áberandi hve danir voru miklu móttækilegri fyrir að allir þyrftu ekki endilega að vera alveg eins. Eða með öðrum orðum, þeir voru móttækilegri fyrir því að einstaklingur eða hópur gætu alveg haft það svona eða hinnveginn - svo lengi sem menn eða hópar færu eftir ákveðnum lágmarksgrunni.

Sem dæmi, þá er eg ekki að sjá að fyrirbæri eins og Krisjanía gæti nkkru sinni fengið staðist á Íslandi. En í Danmörku var bara eins og flestum væri bara alveg sama. Væri alveg sama þó Kristjanía væri nánast í bakgarði Konungshallarinnar.

Þetta þótti mér merkilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2013 kl. 17:20

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Danir eru miklir "dönskuspekingar" og sumir þeirra eru góðir í dönsku, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

En ekki veit ég til þess að "ligeglad" sé tökuorð í íslensku.

Og menn ættu að forðast að alhæfa um fólk í öðrum löndum, enda engir tveir einstaklingar eins.

Ekki heldur hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 17:21

13 identicon

Ligeglad er kannski ekki beint tökuorð en Íslendingar vitna oft til þess er þeir ætla að lýsa Dönum og misskilja orðið þá hrapalega eins og menn hafa bent á hér fyrir ofan. Önnur tvö orð sem margir rugla saman eru orðin húmor (da. "humor" með áherslu á fyrsta atkvæði) og húmör (da. humør); með áherslu á annað atkvæði. Það síðarnefnda merkir skap og menn eru ýmist í góðu eða vondu skapi eftir atvikum: man er i godt/dårligt humør. Það merkilega er að eftir því sem íslenskt skólafólk situr fleiri ár í dönskukennslu virðist dönskukunnáttu hraka.

Samy (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband