10.9.2013 | 10:48
Bylting í myndatökum.
Þróunin í notkun lítilla kvikmyndatökuvéla og fjarstýrðra flugvéla og þyrlna hefur verið ævintýraleg undanfarin þrjú ár.
Ég kynntist þessu fyrst í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 þegar Dani einn notaði örlitla fjarstýrða þyrlu með enn minni tökuvél til að taka magnaða myndir sem hann sýndi mér.
Síðan þá hef ég flogið með erlendum kvikmyndagerðarmönnum og tekið þátt í myndatökum á jörðu niðrir þar sem pínumyndavélarnar, sem oftast eru kallaðar eftir tegundarnafninu GoPro, eru notaðar óspart.
Stóraukin upplausn/myndgæði gera það kleift að ná aldeildis mögnuðum myndum úr myndavélum, sem eru með litlum linsum, linsum sem að vísu draga úr gæðunum en þó ekki svo mikið að það komi umtalsvert að sök.
Nú þegar hefur frést af slysum af völdum fjarstýrðra flygilda erlendis og af myndatökuflugi yfir grandalaust fólk og ljóst að álitamál geta komið upp varðandi notkun þessarar nýju tækni.
Í okkar dreifbýla landi er sennilega best að taka öllu með ró og yfirvegun, fylgjast með því sem er að gerast í þessum málum erlendis og draga ályktanir af því í samræmi við íslenskar aðstæður.
Fyrirspurnir um myndavélar á flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
5.9.2013:
Vatnsheldur snjallsími með 20,7 megapixla myndavél
Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.