Ekki gleyma stórfossunum !

Hjá Landsvirkjun flagga menn því að hægt verði að ná "sátt" um það að stórfossarnir, sem til stendur að taka afl af fyrir Norðlingaölduveitu, verði látnir renna á einhverjum tímum hvern dag einhverjar vikur síðsumars. Vitnað er í aldar gamla virkjun á tæpum helmingi Niagarafossanna sem var gerð á allt öðrum tímum en nú.

Rétt er að geta þess að nú þegar er búið að taka 40% af vatni fossanna í Efri-Þjórsá og allt fram yfir það er fram yfir Niagara-módelið.  

Um 1950 eða fyrir 63 árum varð sú niðurstaða vestra að vatnsmagnið í fossunum yrði aldrei minna en 1400 rúmmetrar á sekúndu sem er um 10 sinnum meira rennsli er er í fossum Efri-Þjórsár eins og er.

Það er alveg ljóst að allar hugmyndir vestra um að láta Niagarafossana vera þurra mestallt árið yrðu hlegnar út af borðinu og á sama tíma sem rætt er um nauðsyn þess að dreifa erlendum ferðamönnum betur um landið og dreifa þeim líka yfir allt árið, er uppþurrkun þriggja stórra fossa í Efrí-Þjórsá fráleit.


mbl.is Vilja friðlýsingu Þjórsárvera strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Uppsett afl Landsvirkjunar er um 2.000 MW og er þá um helmingur mögulegs vatnsafls nýttur. Í fréttum RÚV kemru fram að uppsett afl Þjóðverja sé nálægt 20.000 MW eða 10 sinnum hærri tala, mikið til vindrafstöðvar og sólarorkurafstöðvar vítt og breytt um landið.

Svo eru til stjórnmálamenn á Íslandi sem vilja orkuvæða Evrópu. Hvar í veröldinni eru þeir?

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2013 kl. 21:47

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það væri mjög æskilegt að spá aðeins meira í ferðamannastraumnum hér á landi. Auðvitað mun það kosta sitt að búa til veg að sumum gersemdum eins og fossunum í Þjórsánni. Þarna myndum við opna fyrir fleiri stöðum sem ferðamenn væru spenntir í að sækja.  Gullfoss - Geysir - Þingvellir eru eiginlega sprungnir sem spennandi staðir. Þessi troðningur sem þar á sér stað á flestum dögum sumarsins er ekki jákvæður fyrir það sem ferðamenn vilja upplifa á Íslandi. Ef við viljum dreifa ferðamannastraumnum á fleiri staði þá þurfum við líka að opna leiðir þangað.

Úrsúla Jünemann, 10.9.2013 kl. 21:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi, einnig árið 2009, þegar hins vegar 2% færri erlendir ferðamenn komu hingað til Íslands en 2008.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls 7


Erlendir ferðamenn
kaupa hér vörur og þjónustu og frá ársbyrjun 2007 hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hér á Íslandi hækkað um 60%.

Og á sama tíma hefur gengi evru og dönsku krónunnar hækkað gagnvart íslensku krónunni um 73,5%, Bandaríkjadollars um 74%, sænsku krónunnar 78,6%, norsku krónunnar 77,7% og breska sterlingspundsins um 38,9%.

Erlendir ferðamenn sem hingað koma nota aðallega ofangreindar myntir og að meðaltali hefur gengi þeirra gagnvart íslensku krónunni hækkað um 68,5% frá ársbyrjun 2007 á sama tíma og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað hér um 60%.

Fyrstu átta mánuðina nú í ár, 2013, komu um Leifsstöð um 33% erlendra ferðamanna frá evrusvæðinu og Danmörku, 15,5% frá Bandaríkjunum, 15,3% frá Bretlandi, 6,5% frá Noregi og 4,6% frá Svíþjóð, eða samtals um 75% allra erlendra ferðamanna sem hingað komu um Leifsstöð og þeir eru um 96% erlendra ferðamanna.

6.9.2013:


Mesti fjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi frá upphafi - Ferðamálastofa


Gríðarleg fjölgun
erlendra ferðamanna hérlendis frá árinu 2009 skýrist því væntanlega að mestu leyti af öflugri landkynningu síðastliðin ár, jafnvel einnig eldgosum hér árið 2010 og dvöl frægra útlendinga hérlendis.

Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 22:11

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Verkfræðingar eru bráðnauðsynlegir í ákveðin verkefni. Eiga ekki að ráða vrkjunarferli. Þeir hafa ekki sýnt fram á hagkvæmi vindmylla. Fossarnir í efri Þjórsá eru gersemar sem ber að vernda fyrir komandi kynslóðir.

Sigurður Antonsson, 11.9.2013 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband