18.9.2013 | 21:28
Steypan varðandi það að hver sem er stöðvi hvað sem er.
Fjölmargar stórar framkvæmdir hafa verið kláraðar hér á landi á undanförnum misserum án þess að um það hafi verið ágreiningur sem nokkru nemi. Má sem dæmi nefna Búðarhálsvirkjun og Suðurstrandaveg.
Árósasamningurinn svonefndi hefur verið í gildi í öðrum Evrópulöndum en Íslandi í að meðaltali um 15 ár og reynst afar vel.
Við Íslendingar drógum lappirnar eins og nátttröll og hér á landi eru settar miklu þrengri skorður fyrir skilyrði til að vera lögaðilar en í öðrum löndum, þar sem samingurinn hefur verið í gildi.
Hér geta aðeins öflug félagasamtök orðið lögaðilar.
Furðulegt er að gera lítið úr hagsmunum stórra hópa af fólki, sem nýtir ósnortna og einstæða náttúru sér til andlegrar og líkamlegrar næringar.
Í öðrum löndum Árósasamningsins voru tekin upp ný, sanngjarnari og lýðræðislegri vinnubrögð en áður tíðkuðust.
Hér á myndunum sjást Hraunavinir í morgun innan um vinnuvélarnar og er Reynir Ingibjartsson í bláa úlpugallanum, - sestur niður á nýjum stað á myndinni fyrir neðan.
Í þessum alþjóðasamningi er séð til þess að minnka það óheyrilega misvægi á milli hagsmunaaðila sem hér hefur þótt þóknanlegt verktökum og handhöfum stjórnmálalegs og peningalegs valds.
Í stað þess að beita ofríki, hroka og einhliða áframkeyrslu með vélaherdeildum jarðýtnanna hefur mótast ástand rökræðna, samtals og minna ójafnræði en áður var. Meiri sátt hefur náðst um framkvæmdir fyrir bragðið.
Íslenskir handhafar valdsins mega ekki heyra slíkt nefnt og sýna meira að segja dæmalausa óvirðingu við lög og rétt í siðuðu þjóðfélagi með því að segjast ætla að taka sér það vald að þeim dugi að meta mál sér í vil fyrirfram og keyra þau áfram á óafturkræfan hátt í skjóli þess að ef þeir tapi fyrir dómstólum verði þeir búnir áður en dómur fellur, að "hrauna yfir allt og alla" eins og ég lýsi í næsta bloggpistli á undan þessum.
Það kann að vera að þessum mönnum finnist að þeirra sé ríkið og mátturinn, en þeirra er ekki dýrðin.
Myndband á facebook-síðu minni, tekin á Gálgahaunsvaktinni í morgun er táknræn fyrir það ójafnræði milli manna annars vegar og stórvirkra véla og dínamíts annars vegar sem hér hefur ríkt og mál er a linni. .
Athugasemdir
"70. gr. Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 21:41
"33. gr. Gerðarbeiðandi getur krafist úrlausnar héraðsdómara um ákvörðun sýslumanns um synjun kyrrsetningar-, löggeymslu- eða lögbannsgerðar, stöðvun gerðar eða synjun kröfu hans um endurupptöku hennar með því að tilkynna það sýslumanni innan viku frá því honum verður sú ákvörðun kunn."
Lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl. nr. 31/1990
Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 23:04
Mér finnst að það hefði átt að friða Hofsvallagötuna í upphaflegri mynd.
Að gera hana að litskrúðugum leikvelli
sendir börnunum og öðrum mjög ruglingsleg skilaboð
Grímur (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 08:08
Friðhelgisyfirlýsing þessi er skrifuð til að gera grein fyrir þeim mun sem er á friðhelgi náttúrunnar í samanburði við annað í umhverfinu sem eru misjafnlega friðhelgt.
Í stjórnarskránni er það tiltekið í 72. grein að: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“.
Þar kemur einnig fram í 71. grein að „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu“.
Friðhelgi náttúrunnar miðast því við það að þegar við þörfnust þess að þá eigum við að geta komið að stöðum sem eru sameign þjóðarinnir og eru okkur kærir í hjarta. Við viljum viðhalda þessum stöðum og sjá til þess að afkomendur okkar geti gengið að slíkum stöðum um aldur og ævi. Sumir staðir eru okku helgari en aðrir. Til dæmis hafa verið sett lög um friðhelgi Þingvalla og aðra þjóðgarða til þess að mannfólkið geti notið þeirra staða um aldur og ævi. Það er því hlutverk okkar að sjá til þess að staðir þessir haldist sem næst því sem náttúran ein hefur skapað þá. Náttúran eins og hún er og hefur verið mun því vera með okkur inn í framtíðina og er því nátengd friðhelgi okkar og frelsi.
Hagsmunir okkar mótast af reynslu og hvernig við ætlum að sú reynsla mun standa með okkur inn í framtíðina. Það er þröngsýni að taka ekki mið af því sem mun skipta okkur máli inn í framtíðina heldur miðist hagsmunagæslan sem næst alfarið að ganga út frá forsendum fortíðar og uppreikna þær inn í framtíðina.
Framkvæmdir sýna oftu okkar í samhengi við náttúruna. Til dæmis er einhugur um að varðveita stíflun og rafstöðina í Elliðárdal þótt þær framkvæmdir yrðu vart leifðar í dag. En það eru framkvæmdir sem hafur slíkan sess í huga okkar að það skiptir máli að gleyma þeim ekki eða sögunni sem þær segja okkur.
Framkvæmdir geta orðað friðhelgar ef til þeirra er stofnað með sátt um friðhelgi náttúrunnar. Þannig er til dæmis Friðarsúlan í Viðey orðin helgur staður í sínu látleysi eða Bláa Lónið sem er orði ein mesta ferðaparadís á Íslandi. Framkvæmdir sem ekki hafa slíka sögu að segja hafa því minni friðhelgisgildi en aðrar. Firðhelgislausar framkvæmdir fella gildi samfélagsins alls.
Þannig er staðan með þær framkvæmdir sem farið er af stað með í Gálgahrauni. Hraunið er friðhelgur staður og menningarminjar samkvæmt lögum nr. 80 frá 2012, sem Kjarval hefur gert ódauðlegan með myndverkum sem sum eru óborganleg. Vegurinn mun ekki styttast, né þær vegabætur sem verið er að ráðast í eru ekki að skila sér í nema að litlu til baka til samfélagsins.
Til þess að geta gengið að menningarminjum og slíkri friðhelgri náttúruperlu eins og Gálgahraun er að þá verður að sína fram á hönnun og framkvæmdin sem slík standist fullkomlega meðalhófsreglu í umgengni við náttúruna. En það hefur ekki verið sýnt að lagfæringar við núverandi vegstæði gæti leyst málin með tilliti til náttúraðstæðna við Gálgahraun. Hér hefur stjórnsýslan ekki sýnt náttúrunni þá augljósu stjórnsýsluskyldu að framkvæma með meðahlhófsreglu í huga, heldur er farið í að malbika yfir hraun sem í huga fólks er af göldrum skapað.
Framkvæmdarsinnaðir vegagerðarmenn eru að leggja veg þar sem síst skyldi, á meðan vegakerfið í landinu er lamað af aðgerðarleysi og viðhaldsleysi. Mætti halda að vegafénu væri betur borgið í margan skikann úti á landi. Nei í Gálgahrauni er verið að framkvæma eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem framkvæmdarmanninum sést yfir að náttúran er friðhelg, en verðgildi framkvæmda þeirra er lítið. Sóun þeirra er alger.
Fyrst komu þeir og eyðulögðu Rauðhólana, nú vita menn að þetta eru heimsundur og ekki síður forheimskan að hafa eyðlagt hólana. Þar fer saman sagan og skemmdarverkin. Síðan var hvert svæðið eftir annað eyðilagt og verkin stórtækari eftir því sem vinnuvélarnar stækkuðu. Óafturkræfanlegar framkvæmdir verða því hluti af fortíð okkar um leið og til framkvæmdanna er stofnað.
Gálgahraun er slíkur staður að geta krafist þess að fá sitt eigið skipulag þar sem horft er til amk 1000 ára. Þar sem fram kæmi hugmyndir um það hvernig slíkur dulmagnaður staður geti framkallað sína dúlúð og skapað þann kraft með fólki sem er þeim lífsins nauðsynlegur.
Lögin tryggjar fortíðinni rétt inn í framtíðina en ekki réttlætingar framkvæmdarmannsins, fullyrðingar forráðamanna um að hér verði umferðin eins og hún er núna mest á höfuðborgarsvæðinu, lögfræðilegar túlkanir eða önnur slík ólög. Því með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Þess vegna lifa lögin en ekki réttmæti eða réttlæting hagsmunaaðila og ólög þeirra. Lögin lifa en réttlætingin ekki.
Starfsmenn vegagerðarinnar og þeir sem fara fram á að malbika yfir Gálgahraun verða að skilja muninn á friðhelgri náttúru og óafturkræfum framkvæmdum. Það verður að gæta þess að það sé farið fullkomlega eftir lögum þegar verið er að ganga að friðhelgri náttúrunni, en ekki treysta alfarið útreikningum gerðum með því að margfalda upp fortíðina.
Ef opinberir embættismenn eða aðrir sem koma að hönnun og framkvæmd verksins ganga að friðhelgri náttúrunni með rangindum og fölsunum að þá eru þessir opinberu sýslunarmenn að fremja mannréttindabrot og þar sem þeir starfa sem opinberir sýslunarmenn og að þá verða þeir að taka persónulega ábyrgð sem slíkir á mannaréttindabrotunum.
Björn Vernharðsson sálfræðingur
Björn Vernharðsson (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 12:20
Þorsteinn Briem, 20.9.2013 kl. 19:29
5.10.2011:
"Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi."
"Skuldir Álftaness og skuldbindingar eru um 7,5 milljarðar króna."
"Eftir niðurfellingar verða skuldir Álftaness um 3,5 milljarðar króna, sem er um 250% af árlegum tekjum sveitarfélagsins."
Skuldir Álftaness afskrifaðar
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en hér bjuggu um síðustu áramót.
Og þá bjuggu 2.392 á Álftanesi, samkvæmt Hagstofunni.
Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 215 fleiri á Álftanesi eftir áratug.
Þorsteinn Briem, 25.9.2013 kl. 13:53
"Tefjum ekki vinnandi fólk!":
5.10.2011:
"Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi."
"Skuldir Álftaness og skuldbindingar eru um 7,5 milljarðar króna."
"Eftir niðurfellingar verða skuldir Álftaness um 3,5 milljarðar króna, sem er um 250% af árlegum tekjum sveitarfélagsins."
Skuldir Álftaness afskrifaðar
Þorsteinn Briem, 26.9.2013 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.