19.9.2013 | 13:40
Vonandi merki um að metnaðurinn lifi.
Það kanna að líta hálf niðurlægjandi og neikvætt út að flaggað sé í hálfa stöng á Akranesi eftir sáran tapleik og fall niður úr úrvalsdeild, en ég held þvert á móti, að það sé jákvætt merki um að gamall og gróinn metnaður "knattspyrnubæjarins" lifi enn og verði til þess að enn einu sinni rísi lið ÍA úr öskustó.
Líklega eru engin dæmi um það í íslenskri íþróttasögu að heill íþróttaflokkur verði að yfirburðarliði á landinu og það í vinsælustu íþróttagreininni, knattspyrnu.
Það er líklega ekki heldur hliðstæða þess til, að meirihluti landsliðsins sé skipaður leikmönnum úr einu félagi, en þannig var það þegar dýrð gullaldarliðs Skagamanna skein skærast.
Þá voru þeir Ríkarður Jónsson, Þórður Þórðarson, Þórður Jónsson og "Donni", Halldór Sigurbjörnsson landsliðsmenn í framlínunni, á miðjunni voru Sveinn Teitsson og Guðjón Finnbogason bestir allra, og í markinu var Helgi Daníelsson.
Þegar liði gengur illa eins og í þetta sinn, verður að líta á fleira en það sjálft til að leita orsaka og lagfæra það sem lagfæra þarf, allt frá unglingastarfinu og þjálfurunum til sjálfrar stjórnar félagsins.
Annars er hætta á að það verði farið að snúa út úr textanum, sem ég gerði á sínum tíma fyrir Skagamenn sem aðdáandi og velunnari þess og að hann verði svona.
" Skagamenn, Skagamenn, létu skora hjá sér mörkin,
áttu´ekkert spil og öll verstu spörkin..."
Vonandi snúa Skagamenn taflinu við, hressa upp á metnaðinn, flagga í heila stöng þegar árangurinn kemur í ljós og syngja af raust:
Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin,
áttu allt spilið, afburðaspörkin!
Flaggað í hálfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
KR ingar áttu fleiri en helminginn í landsliðum nokkrum sinnum um 1960.
Það er einsdæmi að lítið bæjarfélag eins og Akranes með nokkur prósent íbúa ætti meirihluta í landsliði.
Trausti (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.