Mjór er mikils vísir.

Alpine_A110[1]Renault_4CV_R_1062_Sport_1952[1]

Myndin hér við hliðina er af Alpine sportbílnum sem var upphafið að sigurgöngu þessa undralétta og knáa bíls, sem byggður var á grunni Renault 4CV smábílsins og með vél og driflínu hans.

Renault 4CV var "Bjalla" Frakka fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var fyrsti franski bílinn sem seldist í meira en milljón eintökum á árunum 1947 til 1961. Mig hefur alltaf langað til að eiga svona bíl, því að hönnun hans gaf Bjöllunni lítið eftir.

Renault 4CV var stæling á Bjöllunni, vélin að aftan og afturdrif en 4CV var mun minni en Bjallan, án þess þó að það kæmi í veg fyrir að fjórir fullorðnir gætu komist inn í hann, 30 sm styttri á milli hjóla en VW, 11 sentimetrum mjórri og 140 kílóum léttari. Beygjuhringurinn aðeins 8,4 metrar.

Fjögurra strokka vatnskæld fjórgengisvél, furðu stór farangursgeymsla í nefinu og fernar dyr.

Á nefinu var "gerfigrill" og framendinn afar amerísku í útliti, en hin raunverulegu loftinntök fyrir rassvélina voru á afturbrettunum við afturhurðina.  

Sjálfstæð gormafjöðrun á öllum hjólum var alger nýjung á svona litlum bíl en er allsráðandi nú.

Renault Dauphine var byggður á sama grunni og 4CV, og um 1960 var farið að segja upp"tjúnaðar" vélar í bílana til kappaksturs og síðan smíður sérstakur sportbíll, Alpine, með slíkum vélum á botni 4CV en með fisléttri trefjaglersbyggingu. Fór hann mikinn í aksturskeppni næstu áratugi.

Blái liturinn var einkennislitur og síðar framleiddi Renault fimmuna með kraftmeiri vél og kallaði þann bíl Renault 5 Alpine, auðveita dökkblár að lit.

Á slíkum bíl áttum við Jón bróðir margar góðar stundir, daga, vikur og mánuði, og nú er Alpine að endurfæðast með glæsibrag.


mbl.is Alpine vinnur fyrsta sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Renault 4cv svona askotti flottur líka.  Miklu fallegri en bjallan, svolítið amerískur að framan!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 22:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þrátt fyrir smæðina og lágt verð voru fernar dyr á honum. Aðalókosturinn við hann og Dauphine var ryðsækni og veigalítill hjólabúnaður að framan.

Ómar Ragnarsson, 20.9.2013 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband