19.9.2013 | 22:51
Nú verður að finna "fiskimjölsverksmiðjutrix".
Greinilegt er að Landsnet hefur yfir góðum PR-mönnum að ráða því að þeir eru áberandi slungnari í málflutningi sínum en áður. Þannig hafa verið fluttar fréttir í fjölmiðlum af brýnni nauðsyn til þess að leggja risaháspennulínu yfir Sprengisand vegna þess að annars vanti fiskimjölsverksmiðjurnar rafmagn.
Fyrir almenning lítur þetta þannig út að það verði að virkja meira og leggja fleiri og stærri línur, því að annars hefðum við ekki nóg rafmagn fyrir okkur og þeir sem andæfi þessu séu "á móti rafmagni og atvinnuuppbyggingu."
"Við verðum að hafa rafmagn" er oft sagt við mann til þess að réttlæta virkjanir og línur.
Enginn fjölmiðlamaður spyr þeirrar einföldu spurningar hvers vegna það geti verið rafmagnsskortur hjá okkur fyrst við framleiðum 4-5 sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf.
En svarið við því er það að stóriðjan þarf svo mikið rafmagn að við sjálf lendum í rafmagnsskorti og að engin þörf væri til að reisa risalínurnar, sem sagt er að þurfi að reisa til að "auka afhendingaröryggi til almennings", nema vegna þess að stóriðjan þarf þessa gríðarlegu raforku.
En "fiskimjölsverksmiðjutrixið" svínvirkar á meðan fjölmiðlarnir kóa með þögguninni sem hentar stóriðjustefnunni.
Nú verður fróðlegt að sjá hvaða "fiskimjölsverksmiðjutrix" verði hægt að finna til þess að finna einhverja þá þöggun, sem gæti bægt athyglinni frá Hellisheiðarvirkjun varðandi ryðið og tæringuna í burðarvirkjum Landsnets á Hellisheiði.
Að ekki sé nú talað um að þagga niður aðra skaðsemi sem útblástur brennisteinsvetnis veldur á fólki og tækjum.
Ryð og tæring í burðarvirkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í vor var vatnsstaða mjög lág í Hálslóni og Byggðarlínan var undirlögð af því að flytja 80 megwött austur í Fljótsdal þar sem Kárahnúkavirkjun annaði ekki aflþörf álversins sem hefur samning uppáað fá sína forgangsorku, -alltaf!.
Það var hinsvegar lítið minnst á þetta í fjölmiðlum en Landsnet hamraði þeim mun meir á því að Byggðarlínan væri of lítil og því hefði þurft að grípa til þess að skerða raforkuflutninga til mjölbræðslna! -En létu þó ósagt að þetta var einungis í nokkra daga og að þarfir álversins væru farnar að spilla fyrir almennri orkunotkun.
Ástæða þess að mjölþurrkun hefur ekki verið rafvædd fyrir áratugum síðan er sú að starfsemin er árstíðabundin og eingöngu síðla vetrar og að vori þegar álag er mest á raforkukerfinu og framleiðsugetan minnst. Einnig er nýting olíu til hitunar margfallt betri en t.a.m. notkun hennar til að knýja vélar.
Til þess að tryggja þessum bræðslum raforku þarf því að virkja sérstaklega fyrir þær og slíkar einingar hefðu í raun engar tekjur aðra hluta ársins.
Það er því arfagalinn málflutningur að að réttlæta mörgundruð kílómetra af raflínum með allt að 500MW flutningsgetu með þeim rökum að hluta ársin kalli mjölþurrkun á Austurlandi á allt að 40MW flutninga á útsölurafmagni!
Flutningur á nokkrum tugum af bræðslurafmagni á útmánuðum skilar að hámarki 5% af tekjuþörf fyrirhugaðra 220KV raflína á N og A landi.
Eru stjórnarmenn Landsnet starfi sínu vaxnir?
(Landsnet nýtur nú þjónustu Árna Þórðar Jónssonar blaðurfulltrúa frá Athygli til þess að þylja þennann spuna í fjölmiðlum)
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 00:19
Grátur þar og gnístran tanna,
gömul trix er þeirra svið,
lítil spenna Landsnets manna,
á lóka þeirra fallið ryð.
Þorsteinn Briem, 20.9.2013 kl. 00:23
Það er lítill vandi að breyta þessari vísu og gera hana að oddhendu:
Grátur enn og gnístran tanna
gömul kenna trixin þeir.
Lítil spenna Landsnetsmanna
löngum nenna ekki meir.
Fyrirgefðu Steini.
Sæmundur Bjarnason, 20.9.2013 kl. 09:12
Ekkert framhald varð á vangaveltum um að brennisteinsvetnismengunin frá hreina orkuverinu muni skemma Gvendarbrunnasvæðið?
GB (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 10:06
http://www.ruv.is/frett/milljardur-i-politiska-styrki
Smurmaðurinn (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 10:57
Ég legg til að þú leyfir þeim að leggja þessa línu. Því það eiga eftir að koma hamfara gos eitthverstaðar á þessum stöðum og þá verður skaðinn en hver á að borga þessar línur og hvað er búið að áætla þeim sem kemur þessu í gegn miklum peningum í vinning ? það væri fróðlegt
Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 13:30
Í upphafi pistilsins er vísað til PR manna. Landsnet hefur ráðið til sin Árna Þórð fyrrverandi kollega Ómars.
Sjá hér
Sams konar aðferðafræði lobbyisma, er einnig beint gegn kjörnum sveitarstjórnarmönnum á svæði Blöndulínu 3 fyrir norðan.
Árni Þórður hefur setið sem fulltrúi, á fundum Landsnets með þeim, þar sem reynt er að koma þessari umdeildu framkvæmd á koppinn.
einsi (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 13:59
og á þá að greiða niður þessa línu með þessum fáu megawöttum í fiskimjölið og leggja ofan á raforkuverð þeirra eða láta almenning borga. Línur verða að vera hagkvæmar samkvæmt raforkulögum.
Raforkulög eru þverbrotin hjá þessum svokölluðu verkfræðingum, yfirmönnum hlandsnets. kv. ÞÞ
þþ (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 18:48
Ómar hefur þér ekki dottið í hug að leita til læknis?
Þorgrímur. S. Þ. (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 20:27
S. Þ. stendur fyrir sauðaþjófur.
Þorsteinn Briem, 20.9.2013 kl. 20:47
Kansi að ég ræni yður Hr Briem,sauðþjófur rænir sauðm.
Þrgrimur.S.Þ (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 00:29
Þú ert hér eingöngu með skæting, ekkert málefnalegt og getur ekki einu sinni skrifað nafnið þitt villulaust, Þorgrímur.
Þorsteinn Briem, 21.9.2013 kl. 01:59
Það er svo einkennilegt að þegar nota á rafmagnið hér innanlands t.d. til að knýja iðjuver, þá verður allt vitlaust.
En þegar talað er um að selja orku héðan um sæstreng til útlanda, þá er allt í lagi að virkja og virkja mikið til þess.
Hvers lags tvískynnungsháttur er þetta nú?
Heiðar M. B (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.