Stórfelldar rangfærslur hafa ráðið för.

Á fundi með vegamálastjóra um daginn var skellt framan í mann, að með andófi gegn nýjum Álftanesvegi væri verið að leggjast gegn því að losa vegakerfið við stórhættulegan veg með fjölda alvarlegra slysa.

Á undanförnum árum hafa þeir sem vilja nýjan veg málað núverandi veg svo dökkum litum í þessu efni að halda hefði mátt að þetta væri hættulegasti vegur landsins, enda ætla menn að leggja hann á sama tíma og engin hliðstæð framkvæmd verður í Reykjavík um ófyrirsjáanlega framtíð.

Þegar Ólafur Guðmundsson bað Vegagerðina um að gefa upp þá tíu vegarkafla sem hefðu hæstu slysatíðnina á höfuðborgarsvæðinu var því neitað.

Ólafur fór þá sjálfur í gögn Vegagerðarinnar og niðurstaða hans er svo sláandi, að hún ein nægir til þess að staldrað verði við og þetta mál allt tekið upp frá rótum:

21 vegarkafli á höfuðborgarsvæðinu er með meiri slysatíðni en Álftanesvegur. Hann er númer 22 af 44 hvað það snertir. Hvers eiga þessir hættulegri vegarkaflar að gjalda?

301 vegarkafli á landinu í heild er með meiri slysatíðni en Álftanesvegur. Hann er númer 302 af 1427 vegum í því efni.  Hvers eiga þessir rúmlega þrjú hundruð vegakaflar að gjalda?

Flestir vegarkaflarnir á höfuðborgarsvæðinu, sem eru með hærri tíðni en Álftanesvegur, eru í Reykjavík, 14 talsins, 4 í Garðabæ, aðrir en Álftanesvegur, 3 í Hafnarfirði og 1 í Kópavogi.

Í ofanálag leiðir rannsókn Ólafs Guðmundssonar í ljós að nýi vegurinn, eins og hann er lagður upp, verður með hærri slysatíðni en núverandi Álftanesvegur og örugglega með hærri slysatíðni en endurbættur vegur í núverandi stæði.  

Síbyljan um hinn stórhættulega Álftanesveg virkaði svo vel, að ég og allir gleyptu hana hráa og unnum í því að finna endurbætur á veginum sem gerðu hann hættuminni.

Nú kemur í ljós að bæði andófsfólk og sjálfir verktakarnir hafa verið hafðir að leiksoppum stórfelldra blekkinga í þessu máli.  

Fyrir mig er það áfall að jafn margt ágætisfólk og finna má innan Vegagerðarinnar og annarra sem tengjast þessum áformum skuli hafa leiðst til að taka þátt í þessum blekkingaleik.  

P.S. Varðandi orðaleik Vegagerðarinnar um Garðahraun/Gálgahraun vísa ég til svars míns við athugasemd um það efni hér á eftir. Gálgahraun/Garðahraun er einfaldlega ein landslagsheild með syðri hraunjaðarinn meðfram Álftanesvegi og hinn nyrðri í fjörunni í Skerjafirði.  

 


mbl.is Of mikið um rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.9.2013 (í gær):

"Það er engin ástæða til að ráðast í vegarlagningu í gegnum Gálgahraun vegna slysa á Álftanesvegi.

Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi."

European Road Assessment Programme (EuroRAP) - Safer Roads


"Ólafur nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að margir vegir og vegarspottar séu með mun hærri slysatíðni en þessi kafli Álftanesvegar."

"Ólafur hefur skoðað umferðaróhöpp á þeim kafla Álftanesvegar sem eigi að færa.

Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum
en 2 alvarleg slys, 15 óhöpp þar sem minniháttar meiðsli hafi orðið og 55 sinnum eignatjón.

"Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar en í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Og á nýja veginum er ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafa á Álftanesvegi," segir Ólafur."

Nýr Álftanesvegur bætir ekki umferðaröryggi - Varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri European Road Assessment Programme - Safer Roads

Þorsteinn Briem, 26.9.2013 kl. 17:59

2 identicon

Fariði nú að hætta að tefja vinnamdi fólk !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 18:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tefjum ekki vinnandi fólk!": 

5.10.2011:

"Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi."

"Skuldir Álftaness og skuldbindingar eru um 7,5 milljarðar króna."

"Eftir niðurfellingar verða skuldir Álftaness um 3,5 milljarðar króna, sem er um 250% af árlegum tekjum sveitarfélagsins."

Skuldir Álftaness afskrifaðar



Þorsteinn Briem, 26.9.2013 kl. 19:00

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ég man eftir einu banaslysi á Álftanesvegi þegar ökumaður ók út af veginum og lenti á stórum jarðföstum steini.Slíkt getur gerst jafnt á nýjum vegum sem eldri. Einnig árekstrar bíla sem koma úr gagnstæðri átt eins og Steini B bendir á.Ef vegur er lagður um hraun þarf helgunarsvæði vegarins að að vera mjög breitt til að ökumaður lendi ekki á fyrirstöðu ef hann ekur útaf.Þetta ættu hraunavinir að hafa í huga, hversu mikið svæði verður tekið af hrauninu í heild.

Sigurður Ingólfsson, 26.9.2013 kl. 20:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vegurinn gegnum Sörlaskjólið er stórhættulegur, fyrir Breimaketti sem eru þar á ferli.Þeir eru öruggari á Álftanesveginum.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2013 kl. 21:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér í Sörlaskjólinu eru aldrei umferðarslys og hvergi í heiminum eru fleiri kettir á hvern fermetra en í vesturbæ Reykjavíkur.

Sérstakt herbergi hér með opnum glugga fyrir ketti.

Hús einungis norðan við götuna og um 20 metrar að Skerjafirðinum.

Og sunnan götunnar göngustígur fyrir fagrar dömur, þar sem þær spóka sig með hunda sína eins og rússneskar hefðardömur í sögum Antons Tsjekhovs.

Sandgerði
Sigurgeirs Jónssonar er hins vegar forljótur bær og sá skuldugasti á landinu.

29.9.2011:

"Skuldugasta sveitarfélag landsins er Sandgerði sem skuldar 411% af heildartekjum.

Staða sveitarfélagsins hefur versnað mjög mikið milli ára en í árslok 2009 námu skuldirnar 323% af tekjum.

Árið 2009 var Álftanes skuldugasta sveitarfélag landsins
en það er nú komið í annað sætið með skuldir sem nema 399% af heildartekjum."

Þorsteinn Briem, 26.9.2013 kl. 22:01

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En hvað með rangfærslurnar sem nefndar eru í fréttinni sem þú bloggar við?

Þú bloggar ekkert um það

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2013 kl. 22:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Álftanesvegur liggur í apalhrauni (Garðahraun, Gálgahraun) með þunnri gróðurþekju." (Bls. 19.)

"Verkkaupi hefur gert ráð fyrir svæði undir efnisvinnslu í Gálgahrauni við nýjan Álftanesveg milli Garðaholtsganga og Garðastekksganga." (Bls. 17.)

"Þá skal forskera berg í bergskeringum í vegi gegnum Gálgahraun þar sem því verður við komið ..." (Bls. 35.)

Vegagerðin - Álftanesvegur (415) - Útboðslýsing

Þorsteinn Briem, 26.9.2013 kl. 22:37

9 identicon

Steini Briem, hvern fjandann kemur Álftaneslaug þessu máli við?? Flest sveitarfélög úti á landi fá gríðarlegar upphæðir úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Höfuðborgarsvæðið hefur fengið afar lítið í gegnum árin. Já, sveitarfélagið Álftanes var skuldugt, enda var það aldrei gjaldfært með stóran grunnskóla, tvo leikskóla, þjónustu við íbúa o.s.frv. og engar tekjur af fyrirtækjum, bara fasteignagjöld. Nú er Álftanes Garðabær. Sem sagt, sveitarfélög mega ekki fá samgöngubætur vegna skuldastöðu þeirra? Er þetta þinn málflutningur og rök fyrir því að framtíðarvegur má ekki koma þarna?

Margret S. (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 23:09

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert greinilega ný hérna, Margrét

Komirðu hér oftar muntu sjá miklu meira í þessum dúr frá Steina

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2013 kl. 23:38

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið greiðir kostnaðinn við nýjan Álftanesveg, sem kostar hátt í einn milljarð króna.

5.10.2011:

"Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi."

"8. gr. a. Tekjur Jöfnunarsjóðs eru [meðal annars] þessar:

a. Framlag úr ríkissjóði er nemi 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs. Skal framlagið greiðast Jöfnunarsjóði mánaðarlega.

b. Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemi 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs og skal greiðast Jöfnunarsjóði með jöfnum mánaðarlegum greiðslum."

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en hér bjuggu um síðustu áramót.

Og þá bjuggu 2.392 á Álftanesi, samkvæmt Hagstofunni.

Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 215 fleiri á Álftanesi eftir áratug.

25.9.2013 (í gær):


"Það er engin ástæða til að ráðast í vegarlagningu í gegnum Gálgahraun vegna slysa á Álftanesvegi.

Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi."

European Road Assessment Programme (EuroRAP) - Safer Roads


"Ólafur nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að margir vegir og vegarspottar séu með mun hærri slysatíðni en þessi kafli Álftanesvegar."

Nýr Álftanesvegur bætir ekki umferðaröryggi - Varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri European Road Assessment Programme - Safer Roads

Þorsteinn Briem, 26.9.2013 kl. 23:40

12 Smámynd: Hörður Einarsson

Þu Omar ert rangfærsla. Þegar buinn að spæna  landið upp. ÞU ættir að vera til hliðar og sja þvilikann oskunda þu ert þegar buinn að gera og ekki tja þig frekar.

Hörður Einarsson, 27.9.2013 kl. 00:07

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engir peningar voru til í ríkiskassanum fyrir nýrri sundlaug Álftnesinga og eru heldur ekki til fyrir nýjum Álftanesvegi.

Og að sjálfsögðu vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki leggja þennan hátt í milljarð króna í Landspítalann í stað þess að eyða fleiri milljörðum í þær fáu hræður sem búa á Álftanesi.

Þorsteinn Briem, 27.9.2013 kl. 00:18

14 identicon

Ég sé að ég er kominn í hitaumræðu, sem nýbrottfluttur álftnesingur leyfi ég mér að hafa skoðanir á þessu....sem eru að ég hef ALDREI séð jafnmikinn hroka í neinu fólki eins og þeim sem vilja ólmir ryðja hraunið. Það er eitthvað meira en lítið að þegar að menn ganga fram og segjast ekki geta hleypt börnum út að leika Í nýbyggðu hverfi sem er við hliðina á vegi....Þetta er eins og að versla sér íbúð niðri í 101 og kvarta yfir látum um helgar, sem sagt barnaskapur.

Mér er minnisstætt þegar menn reyndu að benda á skaðann sem myndi fylgja Kárahnjúkavirkjun, og hér vil ég taka fram að á sínum tíma var ég fylgjandi þeirri framkvæmd, en síðan þá er lagarfljótið orðið að drullupoll og eftir nokkur ár verður ekkert líft í því.

Í Hafnarfirði er byggt út í hraunið, sem og í Keflavík, þar er engin þekkt menningarsaga. enginn málaði þar, aldrei voru menn svo vitað sé teknir af lífi þar, þar voru líka faldar perlur sem eru horfnar og koma aldrei aftur. En í Gálgahrauni er þetta allt, og meira til.

Væri ekki nærri lagi að gera við hættulega vegi, fjármagna rekstur sjúkrahúsanna, hugsa betur um gamla fólkið, byggja nýtt fangelsi, reka Landhelgisgæsluna almennilega, styðja við bakið á lögreglunni, efla menntun, hjálpa listamönnum að koma sér á framfæri eða jafnvel borga skuldir Íslands frekar en að standa í tilgangslausum vegaframkvæmdum.

Og fyrst ég sé þetta koma fram aftur og aftur um skuldastöðu sveitafélagsins, það viðskiptafyrirkomulag sem kom sveitafélaginu um koll tíðkaðist allt góðærið og má líta á Iðnskólann í Hafnarfirði sem svipað en þó miklu minna dæmi um svipaða díla. Við sem bjuggum þarna, ólumst þarna upp og jafnvel þekkjum fólk sem var í bæjarstjórn á þessu tímabili, getum svarið fyrir það að þetta er smánarblettur sem reið einu af eldri sveitafélögum landsins að fullu....og olli okkur öllum ævarandi skömm, ef hægt er að tala um slíkt á Íslandi í dag.

endilega hættum að vera auðtrúa og metum það sem er ómetanlegt að verðleikum,

Voltaire sagði víst að "í fullkomlega spilltu samfélagi, er best að gera eins og allir aðrir"

Þannig er Ísland í dag......eða það er ég smeykur um annars.

Helgi Ingason (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 01:07

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvort það er kallað Garðahraun eða Gálgahrein er auðvitað algjörlega irrelevant og einkenni málefnaleysis að bera það fyrir sig að umrætt hraunsvæð er stundum skipt í tvennt nafnalega og kallað Garðahraun/Gálgahraun og stundum einu nafni Gálgahraun.

Skiptir barasta engu máli. Irrelevant.

Nú, að öðru leiti er eg alveg hissa á að ekki skuli mun fleiri taka þátt í að stoppa þessa vitleysu og náttúruspjöll. Ótrúleg skammsýni að ætla að vaða þarna yfir með veg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2013 kl. 01:29

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Garðahraun/Gálgahraun er ein landslagsheild með annan hraunjaðarinn meðfram Áfltanesveginum og hinn í fjörunni.

Það er alveg sama hvort þessi landslagsheild er kölluð Gálgahraun, Garðahraun eða hvort tveggja að hraunið er ein heild og það sést best úr lofti eins og ég hef horft á það í þúsundir skipta.

Þetta er svipað því að Esjan er ein landslagsheild frá Tíðaskarði við Hvalfjörð og austur að Svínaskarði hið minnsta. Samt heita austuhluti Esju Kistufell og Móskarðshnjúkar.

Setjum sem svo að það þætti ábatasamt að setja af stað stórfellda malartöku með tilheyrandi malargryfjum í Kistufelli og Móskarðshnjúkum og segja að það sé ekki Esjan, þá yrði verið að leika sama orðaleik og Vegagerðinni þykir henta í Gálgahrauni.

Ómar Ragnarsson, 27.9.2013 kl. 11:30

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En hvers vegna talið þið þá alltaf um Gálgahraun en ekki Garðahraun? Gæti það verið vegna þess að í Gálgahrauni sé allt það sem merkilegt má teljist við svæðið og að vegurinn raskar því ekki?

Hentar það betur sjónarmiðum ykkar að rugla í fólki, hvar vegurinn liggur og hverju hann raunverulega raskar?

Svona svipað og þegar þið birtuð myndir af Kárahnjúkasvæðinu, af stöðum sem ekki urðu fyrir raski og tilheyrðu jafnvel ekki svæðinu, undir fyrirsögninni "The Land that will be destroyed", en er ekki lengur finnanlegt á netinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2013 kl. 13:19

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Það er ekki af því. Það er algjörlega irrelevant hvort nafnið er notað. Sýnir bara málefnaleysi forsvarsmanna vegagerðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2013 kl. 15:19

19 identicon

Ég ætla ekki að lesa þennan hala en bara benda á þá staðreynd að mikil mildi má teljast að fleiri slys skuli ekki hafa orðið á veginum. Það eru tvær beygjur sem verða alltaf ofboðslega hálar þegar fer að frysta og blindhæðin er stórhættuleg yfir vetrartímann því þar verður líka oft mjög hált. Hins vegar hefði mátt skoða þá leið að leggja veginn úr Garðabæ og meðfram strönd Álftaness og sameina nýjan veg við gamla veginn rétt áður en komið er að hringtorginu við Bessastaði. En ég er svo sem ekki fræðingur á neinu sviði og má vera að þessi leið hafi verið könnuð en hún hefði verið a.m.k. góð málamiðlun.

Hallur Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 15:46

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er eins og að stinga höfðinu í sandinn að segja að það skipti ekki máli hvort nafnið er notað.

Örnefni ber að nota rétt. Þau eru til að fólk átti sig á staðsetningu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2013 kl. 18:04

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er það nýjasta sem ég heyri að ég sé "að spæna landið upp."  Í fyrsta lagi er þetta fráleit ásökun og í öðru lagi dæmi um þegar hjólað er í manninn en ekki málið.

Ómar Ragnarsson, 28.9.2013 kl. 02:35

22 Smámynd: Gísli Gíslason

Prýðahverfi stendur í Garðahrauni og í því á hinn nyi vegur að koma. Gálgahraun er friðlýst. Í mínum huga skiptir öllu máli hvort vegurinn liggi um Garðahraun sem þegar er búið að raska..!því vona ég að okkur beri gæfa til að ljúka þessari framkvæmd.

Gísli Gíslason, 28.9.2013 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband