1.10.2013 | 23:04
Var borgaröngþveitið vegna blankheita?
Fáránlegt umferðaröngþveiti skapaðist í allri austanverðri Reykjavíkurborg um fjögurleytið í dag vegna þriggja bíla áreksturs í Ártúnsbrekku. Mér skilst að lítil meiðsl ef nokkur hafi orðið á fólki, en lögreglan stöðvaði alla umferð austur Miklubraut þannig að algert öngþveiti ríkti allt upp í Breiðholt og í Vogahverfi í klukkustund.
Allri umferðinni úr vestri var beint frá Miklubraut upp í Breiðholt þar sem hún þurfti að fara í gegnum ótal vinstri beygjur og umferðarljós. Fyrir bragðið stóð allt fast í öllu neðanverðu hverfinu í klukkustund.
Mér finnst óskiljanlegt að á þeim tímum, þegar allir eru með ljósmyndavélar í farsímum og hægt að taka myndir af vettvangi á örfáum mínútum skuli ekki vera hægt að opna þó ekki sé nema eina akrein af þremur.
Það hlýtur að vera eitthvað mikið að varðandi viðbragðsáætlun lögreglunnar eða mikill skortur á mannskap vegna fjárskorts þegar svona vitleysa er látin viðgangast.
Löggæslan fær 336 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 1.10.2013 kl. 23:52
Það er veikur punktur hjá lögreglunni hve umferðastjórnun er lítill gaumur gefin þegar árekstur verður. Eðlilegt er að gefa sér þann tíma sem þarf til að rannsaka vettvang og hreinsa að loknum árekstri. En það þarf að vera umferðastjórnun strax og láta umferðina ekki hlaðast upp í óleysanlega hnúta.
Er marg búinn að taka eftir þessu að það er oft og tíðum engin lögreglumaður í því að dreífa umferðina áfram, þó svigrúm sé fyrir hendi. Heldur er mönnum liðið að lóna framhjá með hausin út um gluggan eins og ökumenn sem fara fram hjá séu aðilar málsins og tefja alla umferð.
Þessu þurfa lögregluyfirvöld að kippa í liðinn án tafar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.