2.10.2013 | 11:28
Allt er vænt sem ekki er grænt?
Ein af forsendum vaxandi ferðamannastraums til landsins og kynningar á gildi náttúru þess er blómleg byggð og þjónusta og upplýsingar við ferðamenn. Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri fellur undir þetta tvennt, en hefur nú verið skorið niður í fjárlögum.
Með því er dregið úr möguleikum til atvinnuuppbyggingar á þessu sviði á svæði, sem hefur einstaka möguleika til þess að laða að sér ferðafólk, svo framarlega sem því er veitt þjónusta og upplýsingar.
Að sama skapi mun aukast þrýstingur á virkjanir fyrir álverið í Helguvík eða aðra stóriðju.
Í nágrannalöndunum er viðurkennd nauðsyn þess að hagkerfið lagi sig að nýjum kröfum um sjálfbærni og umhverfisvænt þjóðfélag. Nú hefur þessu verið úthýst úr íslensku fjárlögunum.
Víða má sjá þess merki að verið er að færa klukkuna aftur til áranna 2003-2008, svo sem á menningarsviðinu.
Það tók fimm ár frá árinu 2003 að stefna í Hrunið 2008. Hugsanlega mun það taka skemmri tíma nú þegar sömu gildin hafa á ný hafið innreið sína.
Þessir fá ekki neitt á fjárlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað selur og ekki selur. Þórbergssetrið er ekki þekkingarsetur, heldur setur sem minnir á gamlan stalínista.Engin vafi er á því að Ómarsetur við jaðar Vatnajökuls myndi draga að ferðamenn, sér í lagi ef söguperssónan yrði sjálf á staðnum, sýndi myndir og kvikmyndir og fjallaði um náttúruna.
Sigurgeir Jónsson, 2.10.2013 kl. 13:14
Hvar er hvalur Kristjáns Loftssonar?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 2.10.2013 kl. 14:23
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 2.10.2013 kl. 14:43
"Síðasta ríkisstjórn skar Kvikmyndasjóð heiftarlega niður en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu, samkvæmt Hagstofu Íslands," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi.
"Erlend fjárfesting í kvikmyndum er langt yfir milljarði króna og tekjur íslenska ríkisins af hækkuninni er um 1,2 milljarðar króna.
Og þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þurfum við að leita að innlendu eða erlendu fjármagni til að fjármagna kvikmyndirnar."
Friðrik segir kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem komi nú með nýtt erlent fjármagn inn í landið.
"Fjölgun erlendra ferðamanna má einnig að stórum hluta rekja til þess að erlendar stjörnur sem hafa verið hér í kvikmyndatökum hafa auglýst landið á samfélagsmiðlum og í erlendum spjallþáttum."
Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna
Þorsteinn Briem, 2.10.2013 kl. 15:57
Þar að auki fjölgaði íslenskum ársverkum í kvikmyndagerð um sex hundruð.
Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um fimm hundruð manns.
Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna
Þorsteinn Briem, 2.10.2013 kl. 15:59
Stefna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins byggist að stórum hluta á að taka gríðarlega há erlend lán til að fjármagna framkvæmdir ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar til að búa hér til störf í erlendri stóriðju sem eru margfalt dýrari og um þrisvar sinnum færri en í ferðaþjónustunni.
Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi eru hins vegar íslensk einkafyrirtæki, sem eru í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
En stóriðja er og verður einungis á örfáum stöðum á landinu.
Þorsteinn Briem, 2.10.2013 kl. 16:03
Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna í fyrra, árið 2012.
Þorsteinn Briem, 2.10.2013 kl. 16:17
Hvað meinarðu eiginlega?
Kermit (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 17:18
Ég hef verið fyrir austan og veit að það er verið að halda virkjunum að fólkinu í Skaftárhreppi á þeim nótum að "eitthvað annað" sé gagnslaust.
Með því að svelta "eitthvað annað" á að reka þetta fólk í fangið á stóriðjustefnunni.
Ómar Ragnarsson, 2.10.2013 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.