Fyrirmyndarland nýrra fata keisarans?

Fyrirmyndarlandið, sem forsætisráðherra boðaði á Alþingi í kvöld, minnir um margt á það himnaríki sem reyndist þjáðum og kúguðum líkn á fyrri öldum, - langt frá þeim veruleika, sem blasti við , en auðveldaði fólki að þrauka. Eða á nýju fötin keisarans sem enginn sá, en allir vildu sjá.

Umhverfismál verða æ stærri og mikilvægari málaflokkur á heimsvísu og í öllum löndum. Forsætisráðherra talar um að Ísland verði fyrirmyndarríki í þeim efnum en raunveruleikinn er allt annar:

Bæta á í varðandi taumlausa ásókn í orkulindir eins og jarðvarmann, sem logið er um að séu hrein og endurnýjanleg orkulind en felur í sér stórfelldustu og hröðustu rányrkju á kostnað komandi kynslóða sem stunduð hefur hér á landi.

Miðað við það afturhvarf, sem boðað er til þeirrar stefnu sem leiddi til Hrunsins, getur það ekki talist fyrirmyndarland, sem hefur þegar skapað tvær þjóðir í landinu, varðandi notkun gjaldeyris og forsætisráðherra virðist sjá sem varanlegt ástand.  

Fyrirmyndarlandið virðist eiga að vera líkt löndum þriðja heimsins þar sem orka er seld erlendum stórfyrirtækjum á gjafverði. Því að öðruvísi verður ekki hægt að standa við þann "einróma" vilja ríkisstjórnarinnar að reisa álver í Helguvík og jafnvel líka á Bakka.

Keisarinn virðist því miður vera í engum fötum og því miður ekki ætla sér að fara í nein föt.   


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin á hans boru bót,
og Bjarna rifinn rassinn,
Sigmundar þar dinglar dót,
en dáldið lítill massinn.

Þorsteinn Briem, 2.10.2013 kl. 22:30

2 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson eru tveir furðufuglar sem hafa reynst þjóðinni frámunalega ílla. Líklega báðir með skítlegt eðli, en ekki bara annar þeirra, eins og fullyrt var.

En að við ættum eftir að upplifa forsætisráðherra, sem er eins og "hybrid" þessara tveggja umdeildu manna, er nokkuð sem íslenska þjóðinn á ekki skilið að mínu mati. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 22:35

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessir tveir furðufuglar hafa reynst þjóðinni mjög dýr. En að Íslendingar hafa ekki skilið að fá svona yfir sig? Þjóðin kaus þetta!

Úrsúla Jünemann, 2.10.2013 kl. 23:14

4 identicon

í von um að verða kóngar, seldi þjóðin sig í þrældóm.

dýr lexia er það, en lítið er annað hægt að gera en að minnka skaðann fyrir sjálfan sig.

líkt og óvita barn sem verður að læra sínar sársaukafyllstu lexíur sjálf, verður þjóðin að bíta í það súra epli.

enginn getur lært það fyrir þau og fæstar smábarnasálir, hlusta fyrrenn eftir á.

jörðin mun hinsvegar lifa af og það léttilega, þótt lífið gæti orðið ansi hart fyrir næstu kynslóðir.

það gæti tekið 5-10 ár fyrir þessa vitleysu að renna sitt endaskeið.

og 20-30 ár að laga skaðann.

persónulega, þökk sé því að þurfa lítið og hafa aldrei tekið þátt í þessari vitleysu, hef ég það ágætt og mun hafa það ágætt, þrátt fyrir að vera öryrki.

og ætla ég mér eingöngu að njóta lífsins,því það er enn hægt og mun alltaf vera hægt.

enda er fólk aðallega að væla yfir því að geta ekki eignast iphone 5.

en menn uppskera eins og þeir sáðu.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 01:08

5 identicon

Það er einmitt þetta sem við vitum að Ísland skyldi vera fyrirmynd annarra þjóða. En það er einmitt fólk einsog Sigmundur Davíð og fleiri af hans sauðahúsi sem stendur kyrfilega í veginum fyrir að svo megi verða.

serious (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband