"Hesturinn ber ekki það sem ég ber."

Þekkt er þjóðsagan um manninn sem ætlaði að flytja poka með sér á hesti, en nærstaddir töldu það afar óvarlegt, því að hesturinn bæri ekki svona mikinn þunga.

Setti maðurinn þá pokann á bak sér og fór eftir það á bak hestinum.

Það þótti viðstöddum hlálegt og spurðu hví hann reiddi pokann ekki fyrir framan sig á hestinum í stað þess að íþyngja sér sjálfum.

Svaraði þá maðurinn: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber."

Ýmislegt í fjárlagafrumvarpinu ber merki svipaðrar hugsunar. Þannig er um 10 milljörðum létt af ríkissjóði og það fé fært yfir í Seðlabankann, og með þessum hunda-bókhaldskúnstum er það fengið út að ríkissjóður verði rekinn hallalaus.

En Seðlabankinn og ríkissjóður eru bæði í eigu ríkisins svo að þetta eru bara léleg töfrabrögð, sem felast í jafngildi þess að færa peninga úr einum vasa á buxum yfir í hinn.

Svarið "ríkissjóður ber ekki það sem Seðlabankinn ber" er sama eðlis og setningin "hesturinn ber ekki það sem ég ber."

Munurinn er hins vegar því miður sá, að tilsvar mannsins á hestinum þykir bera vitni um hlálegan aulaskap og heimsku, en hókus-pókus trixið varðandi Seðlabankann og ríkissjóð á hins vegar að vera dæmi um fjármálalega snilld hjá Bjarna Benediktssyni.


mbl.is „Er að springa úr reiði og vonbrigðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur nokkuð verið að svar hestamannsins hafi verið "gjörningur" með votti af "kaldhæðni"?....

Þjóstólfur (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 11:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt er rekið nú á núlli,
nánös er hann Bjarni Ben.,
Sigmundur sem sveittur kjúlli,
setur traust sitt nú á Ken.

Þorsteinn Briem, 4.10.2013 kl. 16:53

3 identicon

Er þetta ekki undir vendi Kristjáns Júlíussonar?
Annars er búið að "gera" þetta einu sini áður, en þá þurfti þyrluferð (Landhelgisfæslan) í hvert sinn, og varð fæðingin bæði snarlega dýrari og óöruggari.
Sem sagt, - Kristján á bara eftir að reyna að leggja þetta af á Selfossi líka.
Puhhhhh......aulaskapur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 18:16

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski það hefði ekki verið alvitlaust að ráða Árna Johnsen sem forstjóra Landspítalans til 3ja mánaða.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2013 kl. 22:47

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hver er fífliðAthuga vel hver er fíflið í fjármálum heimsins.http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1242425/Bankinn sagði:Bankinn er tómur,  síðan segir bankinn hókus pókus,fyrir framan stjórnvöld og okkur öll.Útkoman:Bankinn skrifar í bókhaldið hjá sér.Bankinn lánar ríkinu 1000 miljarða.Ríkið lánar bankanum 1000 miljarða.Með þessum gerningi er bankinn búinn að skuldsetja ríkið fram í tímann.Þetta er aðeins bókhald.---Þarna segir bankinn:Ég er tómur.Ríkið skuldar bankanum 1000 miljarða.Ef við höfum lesið vel um Tomas Jefferson http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229691/þá vissum við að þetta er flétta. Í fyrsta lagi lánar bankinn ekki neitt. --Síðan stöðvar bankinn öll útlán, (hann skrifar aðeins töluna, )til að eignirnar, það er veðin, lækki í verði, til að bankinn geti sagt að eign fólksins sé farin. Síðan hirðir fjármálastofnunin eignirnar, En hafði áður aðeins skrifað tölurnar. http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229647/--Bankinn tók peningaprentunina til sín, Og til viðbótar hirðir allt af þér með vissu millibili.Það er vor og haust, sáning og uppskera, Skrifuð tala í tölvurnar, tölunum hent út í veröldina, Og fólkinu sagt að vera duglegt að byggja allt upp heiminn. Síðan kemur uppskeran, ég fjármálastofnunin, hirði allt af ykkur.-Hafið þið ekki lesið söguna um nýju fötin keisarans.Hver er fíflið. Hver hefur ekki vit á að endurræsa tölvuna?Hver hefur ekki vit á að fara með bæn og hugleiðslu, til að hugurinn sé ekki fullur af vitleysu og stíflaður.Jæja, guð veri með okkur.Gangi ykkur allt í haginn.Egilsstaðir, 04.10.2013  Jónas Gunnlaugsson   http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229691/ http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1245682/http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229655/http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229647/http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1255801/ 

Jónas Gunnlaugsson, 4.10.2013 kl. 23:11

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Afsakaðu þarna mistókst uppsetningin.

Eg. 04.10.2013  jg

Jónas Gunnlaugsson, 4.10.2013 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband