4.10.2013 | 22:59
"Skrattinn er leiðigjarnt veggskraut".
Þessi orð mælti forsætisráðherra Íslands í nýjársávarpi fyrir um fimmtán árum og átt með því við aðvörunarorð vísindamanna vegna hegðunar mannkynsins gagnvart jörðinni, það lifir á.
Síðan þá hefur hljómað stanslaus söngur skoðanabræðra hans um að ekkert sé að marka "heimsendaspár" eins og þeir kalla þessi aðvörunarorð, enda hafi þeir, sem þær flytja, atvinnu af því að flytja þær.
Meira að segja sagði einn þeirra hér á blogginu um daginn að engin ástæða hefði verið til að grípa til aðgerða vegna eyðingar ósonlagsins fyrir aldarfjórðungi, því að það væri hvort eð er alltaf ósongat við Suðurskautslandið.
Annar andmælti því kröftuglega að hafís færi minnkandi á Norðurheimsskautssvæðinu með þeim rökum, að íslenskur pólfari hefði dottið niður í vök við heimskautið fyrir 15 árum.
Þessir menn hafa margir sagt, að spár um minnkandi olíuforða jarðar frá því fyrir hálfri öld, hefðu ekki ræst. Meira að segja það er rangt hjá þeim, því að þessar spár hafa alveg gengið eftir.
Ég furða mig oft á því hvað rekur þessa menn til að berjast fyrir því að mannkynið haldi áfram eins og hingað til og auki jafnvel ásókn sína og ábyrgðarlausa græðgi. Hvort hagsmunir þeirra séu þess eðlis að þeir megi ekki til annars hugsa en að skammgróðasjónarmið ráði alltaf för eða hvort eitthvað annað valdi þessu.
Rafbílar augljós en óvinsæll kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn heggur Ómar Ragnarsson, Hraunavinurinn margfrægi og frænka eldfjalls og íshafs, í sama knérunn. "Four legs good, two legs bad" er jarmað ámátlega í stíl við sauðféð í Félaga Napóleon.
Við Íslendingar eigum nefnilega að ástunda sameiginlegt sauðfjárgöngulag fornt og trúa í blindni á spádóma Al Gore og forsjá kolefniskirkjunnar.
Þeir sem dirfast að afneita Evangelíum IPCC eru réttdræpir fyrir að stefna lífi manna í framtíðinni í voða af því að mennirnir sem lugu til um eyðingu jökla Himalayafjalla um síðustu aldamót segja nú 95% vissu að hnatthlýnun af manna völdum sé staðreynd, en þegja þunnu hljóði um 15 ára stöðvun hnatthlýnunar!
Og Ómar tekur þetta á gamalkunna innsoginu: "Meira að segja sagði einn þeirra hér á blogginu um daginn að engin ástæða hefði verið til að grípa til aðgerða vegna eyðingar ósonlagsins fyrir aldarfjórðungi, því að það væri hvort eð er alltaf ósongat við Suðurskautslandið."(sic)
Er hægt að komast lengra í guðlastinu? :)
Vísindamaðurinn Dr. James Lovelock er ómyrkur í máli um ósongatslygina:
"CFC/óson málið hefði átt að vara okkur við vegna þess að spilling vísindanna var svo umsvifamikil að u.þ.b. 80% af mælingum á þeim tíma voru annað hvort falsaðar eða ónákvæmar.
Gagnafix á hvaða veg sem er er bókstaflega synd gegn heilögum anda vísindanna. Ég er ekki trúaður en ég set þett fram á þennan hátt vegna mikilvægi málsins. Þetta er það eina sem þú framkvæmir aldrei. Þú verður að hafa siðferðisreglur." (http://www.theguardian.com/environment/blog/2010/mar/29/james-lovelock)
Þér til upplýsingar Ómar þá er Dr. James Lovelock m.a. þekktur fyrir Gaia tilgátu sína og tímaritið Times útnefndi hann árið 2007 einn af 13 leiðtogum og hugsjónamönnum í greininni "Hetjur umhverfismálanna". Árið 1990 veitti Elísabet önnur drottning honum CBE orðuna og 2003 fékk hann heiðursverðlaun fyrir vísindaafrek sín.
En þér munar nú víst ekki um að spyrða Dr. James Lovelock við fyrrverandi forsætisráðherra Íslands - öðru eins hefur þú logið á þessum vettvangi.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 23:41
Ég tek undir með Hilmari og hvet þig Ómar til að kynna þér rök andmælenda og hvernig ítrekað er búið að fletta ofan af rangfærslum og fölsunum IPCC.
Þetta er góður business hjá þeim að geta sett kvóta á andrúmsloftið og hækkað orkuverð upp úr öllu, enda eru það orkumógúlarnir sjálfir sem fjármagna lygina, ósköpin og hræðsluáróðurinn.
En ef þú vilt vera áfram í sauðfélaginu þínu, þá er það velkomið. Maður á víst ekki að agnuast út í trúarsannfæringu manna jafnvel þótt hún eigi sér engar rætur í veruleikanum. Það er jú kannski málið..enda er skilgreining á trú einmitt sú að vera andhverfa staðreynda.
Farðu nú og googlaðu soldið Ómar og sjáðu hvort umhverfisjihad þitt hefur þessa skilgreiningu. Ef þú þorir þ.e.a.s.
Ógrundaðar upphrópanir gerir trú þina ekki að sannleik sama hversu sterkt þú kveðu á.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2013 kl. 04:32
Hilmar og Jón Steinar eru þrotnir vísindalegum rökum og hafa nú það eitt eftir að ásaka vísindamenn, þúsundum og tugþúsundum saman, um rangfærslur, spillingu og falsanir.
Ómar fær einnig að finna fyrir því, honum er líkt við verstu trúarfasista og terrorista, sagður ljúga, vera fylgispakur sauður, veruleikafirrtur heigull.
Við sem teljum IPCC marktækt plagg erum síðan ásakaðir um að vilja telja andmælinga okkar réttdræpa!
Og enn vitnar Hilmar í barnalegu vitleysuna hans Lovelock um 80% "falsaðar eða ónækvæmar" mælingar.
Lovelock hefur alltaf verið metafýsiskur í tilgátum sínum, og göt í ósonlagi og hnattræn hlýnun af manna völdum gengur í berhögg við tilgátur hans, kenningar sem aðrir vísindamenn hrista hausinn yfir. Ekki er það nú góður meðmælandi með ruglinu, Hilmar, en viðeigandi þó. (Hilmari til upplýsingar þá er metafýsik ekki vísindi heldur frekar í ætt við gullgerðarlilst).
Jón Steinar hvetur Ómar til að kynna sér rök andmælinga. Hver eru þessi rök umfram vitleysuna sem t.d. Hilmar er óþreytandi við að láta frá sér fara? Rökhugsun bjöguð, tölfræðin teygð, vísindin vanreifuð, staðreyndir hunsaðar, samsærin spunnin; þetta er vissulega efni í félagsfræðilegar rannsóknir en ekki markverð innlegg í vitræna umræðu.
En auðvitað ætti maður að gleðjast, ef Hilmar og Jón Steinar eru einu andmælingarnir sem eftir eru þá er víst hægt að afskrifa þá grein andvísinda fyrir fullt og allt, þeir hafa kannski hátt en tekst þó ekki annað en draga athygli að sérvisku sinni.
Brynjólfur Þorvarðsson, 5.10.2013 kl. 05:50
Kannski leiðinlegt veggskraut. En hann gat verið helv... rökfastur sá kollótti. "Það er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn!" var bara helber sannleikur. Síðan þá hefur líka dúkkað upp fallegt gluggaskraut, sem hefur kostað skattborgara milljarða og sér ekki fyrir endann á...
Þjóstólfur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 14:09
Vísindamenn almennt eru ekki vandamálið, heldur þeir vísindamenn sem eru keyptir til að segja ósatt opinberlega.
Það eru víst ekki vísindin, ósonlags-niðurstaðan né hlýnun jarðar, sem eru stóru vandamálin. Heldur eru líklega óheiðarleiki og siðblinda þeirra sem hafa stjórnað jarðlífsþróuninni og upplýsingunum frá upphafi, stóru heimsvandamálin í dag.
Eða hvað segið þið, um þessa mögulegu niðurstöðu, sem vitið svona gífurlega margt ólíkt, frá ólíkum upplýsingaveitum jarðarinnar?
Sumir trúa víst meir á auð-valds-upplýsinga-heimsveldið, heldur en þeir trúa á almættið algóða í alheiminum og innsta kjarna sálar sinnar.
Stundum er talað um að magatilfinningin sé alltaf sanna upplýsingaveitan fyrir hvern og einn. Það er líklega mikið til í þeirri visku? Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2013 kl. 18:00
Dr. James Lovelock hefur ekki mikla trú á tölvulíkönum IPCC:
"Ég minnist þess þegar Bandaríkjamenn sendu gervihnött á sporbaug um jörðu til að mæla ósonlagið og þynning ósonlagsins yfir Suður-pólnum kom í ljós. En vísindamennirnir slepptu sér gjörsamlega í tölvulíkanasmíði og sögðu að niðurstöður gervihnattarins hlytu að vera rangar.
Okkur hættir til að oftúlka tölvulíkönin. Þau eru ekki fullkomin. Þau eru meira og minna grundvölluð á jarðeðlisfræði. Þau taka ekki mið af loftslagi úthafanna eða svörunum lífvera. Þannig að ég get ekki séð að þau geti spáð fyrir um loftslag af nákvæmni.
Okkur skortir ekki tölvukost í dag heldur hæfileikan að taka það sem við þekkjum og umbreyta á þann hátt sem tölvur geta unnið með. Ég held að við gerum okkur of háar hugmyndir um okkur sjálf. Við erum ekki svo snjöll dýrategund. Við höktum þokkalega áfram og það er margt merkilegt sem okkur tekst að framkvæma, en okkur hættir til að vera of hrokafull til að viðurkenna takmarkanir okkar.
Ef þú útbýrð tölvulíkan er hættan á að þú komir til með að sogast inn í það. Þú gleymir að það er einungis tölvulíkan og ferð að líta á það sem raunveruleika. Þú byrjar raunverulega að trúa á það."
(http://www.theguardian.com/environment/blog/2010/mar/29/james-lovelock)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 23:02
Brynjólfur beturviti. Ekki bolar á haldföstum rökum hjá þér frekar en venjulega. En það er lágmark að kynna sér báðar hliðar málsins til að vera umræðuhæfur.
"Vísindaniðurstöður" þessa þrýstihóps bankamanna og orkulobbýista er að meginhluta frá einni stofnun, sem er University of east Anglia og þar fyrst og fremst einn leiðandi "visindamaður" Phil Jones sem neitar að láta af hendi þær forsendur sem hann hefur fyrir niðurstöðum sínum. Ekkert peer reviev þar greinilega. Engin vísindi.
Þessi háskóli er einmitt sá sem missti alla tölvupósta sína í "rangar hendur" í hinu svokallaða Climate gate, sem var svo rannsakað og hvítþvegið a gerendunum sjálfum. Gögnin eru þó til á netinu og það í höndum þínum að lesa og meta, ef þú nennir, en það er einmitt það sem menn stóla á að þú gerir ekki.
Það er sönnuð fölsun og misbeiting í framsetningu svo sem frægt er af hockey stick grafinu fræga m.a.
Forsendur tölvulíkanana liggja ekki fyrir og climate gate hefur sýnt að ekki aðeins er prógrammering líkanana stórgölluð og hægrædd, heldur sýnir uppljóstrunin að menn slepptu "vondum" breytum og bjuggu til aðrar til að komast að niðurstöðum sem fyrirfram voru ákveðnar í guidelines to policy makers, sem samið var áður en niðurstöður lágu fyrir.
Það eru ekki bára Lovelock og Lord Mockton sem efast hér heldur hafa hundruð málsmetandi vísindamanna bent á hið sama.
Þessi þúsund vísindamanna sem eiga að styðja málið eru heldur mikið færri en um er rætt því sömu ríflega 20 aðilar eru drifkrafturinn í öllum niðurstöðum og þar af 4 lykilmenn.
Þetta er stærsta fjársvikamál sögunnar og aðrar þreyfingar bankaelítunnar blikna í samanburði. Hér er ekki verið að stefna að minnkun losunnar heldur verðlagningu og kvótasetningu á einni af undistöðum andrúmsloftsins. Líklega verður það svo vatnið næst. Co2 er orðin verslunarvara og hugsanleg útflutningsvara hér. Við hleypum svo litlu frá okkur að við getum dýft okkur beint í kvótabraskið og selt mengunarþjóðum okkar ónýtta kvóta, svo þeir geti mengað meira. Ef þú heldur að þetta hafi eitthvað með umhverfisvernd að gera þá ert þú þegn í þessu sauðfélagi nytsamra sakleysingja.
En eins og ég segi...þið sauðfélagsþegnar sem viljið trúa öðru getið haldið ykkur við dogmað og sleppt því að lesa ykkur til um raunverulegan grunn málsins. Main stream media er ykkar Vatíkan og lítið við því að gera. Það má þó reyna. Upplysingarnar eru altént við fingurgóma ykkar ef þið nennið.
Staðreyndirnar breytast þó ekki við að flokka efasemdarmenn með misgreindarlegum ad hominem stimplum.
Það sem er 95% klárt er að þið hafið ekki hugmynd um hvað þið eruð að tala um.
Það er búið að búa til fyrir ykkur vandamál sem vandamálasmiðirnir hafa boðið ykkur lausn á til að féfletta ykkur og okkur öll og hefta frelsi. Það er gömul taktík og þið bítið endalaust á agnið.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2013 kl. 03:14
Hér eru miklir hagsmunir í húfi og ekki siður aflleiddir. Ein af þeim er norðursiglimgasvindlið, sem hinn vammlausi Halldór Jóhannson landslagsarkitekt og Nubovinur leiðir hér á landi.
Ísbreiðan á norðurskautinu er að stækka ekki minnka, þótt á einangruðum stöðum megi finna minnkandi ís. Þaðe re eins og gerist og gengur. Nefni ég ísleysi á Discoflóa þar sem ég þekki til, sem virðist vera á enda luðufiskurum þar til mikillar gremju.
Það er lýsandi fyrir málið allt að það var gerð samþykkt á sínum tima að hætta að kalla þetta Global Warming af augljósum ástæðum, enda ekki tilfellið s.l. 16-17 ár. Þvert á móti. Nú er meme-ið Climate Change. Nokkuð sem hendir í minni sveit nokkrum sinnum á dag.
Ég vona bara að þú farir nú ekki að hlaupa eftir öllum Nígeríupóstum sem sleppa framhjá spamfilternum þínum, því þetta mál er einmitt svipaðs eðlis.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2013 kl. 03:31
Friðarengillinn, friðarverðlaunahafin, milljarðamæringurinn og talsmaður alþjóðafyrirtækja er nú að leggja til að efasemdir um hæpið verði refsiverðar og jafnvel bannaðar.
Visindamenn sem hafa viðrað efasemdir hafa í hrönnum misst stöður sínar og verið settir út í kuldann og fá ekki einú sinni að sitja ráð og nefndir IPCC. nú skal taka á almennu málfrelsi.
“Within the market system we have to put a price on carbon, and within the political system, we have to put a price on denial,” Gore said at the Social Good Summit New York City.
“It is simply not acceptable for major companies to mimic the unethical strategy of the tobacco companies in presenting blatantly false information in order to protect a business model,” Gore added, alleging that’s what some oil and coal companies are doing. “There needs to be a political price for denial.”
Svolítið langt gengið er það ekki, og merkilegt að hann skuli kenna big oil um, þar sem þeir eru slétt ekki þeir sem eru á móti. Þeir fagna hækkun olíu og orkuverðs sem er jú í anda hins almenna arðráns sem á sér stað. Wall Street er alsælt með þennan nýja braskmarkað um ekkert, svo einu hagsmunirnir sem í raun eru í húfi eru hagsmunir litla mannsins.
Put a price on carbon, er þó inntakið. Hvar er karbon ekki að finna spyr ég? :D
Þessi farsi er genginn of langt. Keisarinn er berrassaður. Það er sýnt og sannað, en nú skal þeim refsað sem voga sér að halda því fram.
Styrinn stendur um hvort "loftslagsbreytingar" eru af mannavöldum eða af tíðarbundnum náttúrulegum orsökum eins og segulmagni, sólarvirkni og sveiflukenndu vatnsmagni / skýjahulu á jörðinni. Slík vísindi eru bannfærð, þótt um allan heim hnigi rökin að því fremur en psudo vísindum sem byggja á premisi ekki ósvipuðu því að taka hitasveiflur milli apríl og maí og framreikna þær í trend eða kúrvu sem boðar heimsendi.
Við ættum frekar að hafa áhyggjur af örlögum heimsins í höndum þesskonar totalitarianisma sem þessir vitfirrtu og valdasjúku hnattvæðingarprestar stefna að.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2013 kl. 04:08
Það er augljóst hvert orðræðan og anacronisminn stefnir. Þ.e. Að setja einhverskonar samasemmerki milli CC efasemda og annara kenninga um orsakir og Holocaust Denial, sem er jú tabú #1 á 21. öld.
Reynsla Galileos er endurvakinn í nútímanum og fjöldi vísindamanna með aðrar kenningar en hinar orthodox kenniingar nú í hans sporum, jafnvel þótt niðurstöður IPCC séu byggðar á stórgölluðum tölvulíkönum eins háskóla, sem ekki gefur upp forsendur og breytur.
Orwellian? Svar hver sem vill.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2013 kl. 04:15
Jón, minn nafni, - þar sem ég er grúskari nokkur, sé ég ekki annað en:
Það er loftslagbreyting í gangi, í hlýnunarátt.
Hana má merkja á mælingum, sem umdeildar eru.
Hana má merkja á tilfærslum dýrategunda. Eru þar að verki naskari og fleiri "mælitæki" en við höfum.
Hana má merkja á jökulhopunum. Þær eru nokk miklar.
Hana má merkja á skautasvæðunum, þar sem þínar ályktanir fara gegn mínum, og sem bakstuðning (merkilegt nokk) hef ég olíufélögin.
Verð þó að samsinna því, að PENINGAVÆÐING þessara umhverfisþátta fer illilega fyrir brjóstið á mér.
En það sem fékk mig til að kommentera á þetta, er þín smekkleysa að setja upp "holocaust denial" og Galileo í einni færslu.
Kældu nú á þér hausinn og haltu frekar áfram að vera skemmtilegur með góð innlegg eins og venjan hefur verið.
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 14:31
Því ekki að líta sér nær. Minnka eða stækka íslenskir jöklar? Getið þið ekki mælt súrnun hafsins á eigin spýtur og sagt okkur niðurstöðuna. það að rifist sé um þessi mál tilheyrir liðinni öld.
Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 16:04
27.9.2013:
"Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda.
Lofthjúpurinn og heimshöfin hafa hlýnað, dregið hefur úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjávarborð hefur hækkað og styrkur gróðurhúsalofttegunda aukist."
Sjá einnig um nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, staðan 2013 - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 11.10.2013 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.