8.10.2013 | 08:26
Canon notaði Ísland í fyrra.
Erlend fyrirtæki hafa eitt af öðru uppgötvað landið okkar sem góðan vettvang til kynningar fyrir sig, eins og kynning Samsung á nýju snjallsjónvarpi ber vitni um.
Ljósmyndarar á vegum Canon komu til Íslands í október í fyrra til að taka hér myndir, sem áttu að sýna getu nýrra ljósmyndavéla fyrirtækisins til þess að ná góðum myndum af óvenjulegu landslagi við erfið birtuskilyrði.
Ég var í samfloti með leiðangrinum til að vísa þeim á góð viðfangsefni á svæðinu frá Hvolsvelli austur að Jökulsárlóni.
Ekki veit ég hver afdrif þessa verkefnis urðu, en ljóst er að Ísland hefur fengið það góða auglýsingu víða um lönd að svona leiðangrar til landsins, sem skapa okkur bæði gjaldeyristekjur og kynningu, eru orðnir það margir að það þykir varla fréttnæmt lengur.
Svona starfsemi fellur undir "eitthvað annað" sem sumir mega ekki heyra nefnt og tala alltaf um að "tína grös" þegar slíkt ber á góma. Vinna þó 98% þjóðarinnar við "eitthvað annað" en stóriðju.
Notar Ísland til kynningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einum kennt og öðrum bent,
æði dýrt er hvert það sent,
yfir bráðum allt það fennt,
ástin sjalla tvö prósent.
Þorsteinn Briem, 8.10.2013 kl. 13:07
Það hefur enginn sagt að það væri bannað,
að vinna við eitthvað annað.
Hitt er svo annað og mikið mál,
að margir vinna við að framleiða ál.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 15:59
Rekstrartekjur Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.
Þorsteinn Briem, 8.10.2013 kl. 16:19
Af gefnu tilefni langar mig að senda link á grein eftir mig
,,Á ferð um fagra Ísland'' sem birtist í Fréttablaðinu 13.mars 2004
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=108&lang=is
Kveðja, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.