11.10.2013 | 16:02
Kexruglað veðurfar.
Síðustu tvö ár hafa öfgar og dyntir í veðurfari hafa einkennt veðurfarið hér á landi og víða um heim.
Þegar komið hafa kuldaköst og snjóar hefur þetta stundum glatt mjög kuldatrúarmenn, sem trúa því að þetta séu merki um að það séu lygar að loftslag fari hlýnandi, hvað þá að það sé af mannavöldum.
En svo koma miklir hlýindakaflar, að ekki sé nú talað um meðalhitatölur yfir lengri tíma, þar sem kuldatrúarmenn loka augunum.
Hörð snjóaáhlaup eins og í lok ágúst núna og í byrjun september í fyrra líkjast ekki svipuðum áhlaupum á árum áður. Þá voru þau ekki með svona mikla úrkomu og komu yfirleitt ekki í norðvestanáttum heldur í norðaustanátt.
Þegar litið er til baka til fyrri ára vekur athygli hvað norðaustanáttin er oft miklu hlýrri nú en þá var.
Ég hef verið mikið á öræfunum norðaustan Vatnajökuls síðasta áratug og það vekur athygli mína að á þessu úrkomuminnsta svæði landsins hefur síðustu ár verið meiri snjókoma en áður.
Það er ekki merki um kólnun heldur frekar merki um aukna úrkomu vegna þess að sjór er hlýrri og auð svæði á honum norður af landinu mun stærri en áður voru.
Þrátt fyrir þessa miklu snjókomu hafa hlýrri ár og sumur orðið til þess að aukin bráðnun hefur gert meira en að vinna hana upp, þannig að jöklar halda áfram að minnka ár frá ári, hvað sem kuldatrúarmenn segja.
Nú sé ég að í tæplega 700 metra hæð á norðausturhálendinu fer hitinn í 11 stig í miðjum október, aðeins 10 dögum fyrir fyrsta vetrardag !
Ótrúlegar hitatölur í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
27.9.2013:
"Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda.
Lofthjúpurinn og heimshöfin hafa hlýnað, dregið hefur úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjávarborð hefur hækkað og styrkur gróðurhúsalofttegunda aukist."
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, staðan 2013 - Veðurstofa Íslands
Skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - Áhrif mannkyns á loftslag eru skýr
Þorsteinn Briem, 11.10.2013 kl. 17:03
"Þegar komið hafa kuldaköst og snjóar hefur þetta stundum glatt mjög kuldatrúarmenn, sem trúa því að þetta séu merki um að það séu lygar að loftslag fari hlýnandi, hvað þá að það sé af mannavöldum.
En svo koma miklir hlýindakaflar, að ekki sé nú talað um meðalhitatölur yfir lengri tíma, þar sem kuldatrúarmenn loka augunum."
Það má líka snúa þessu við. Hvorug pælingin er gagnleg mælistika á þróun sem best er að ræða á margra áratuga skala. Ef það er óvenjukalt á einum stað, er óvenjuheitt annars staðar, þar eð varmamagnið á jörðinni sveiflast ekki hratt til og frá. Hins vegar fer það vissulega stígandi samanlagt.
http://www.weather.gov.hk/climate_change/surface_temp_anomaly.png Hérna er t.d. kort sem sýnir frávik frá meðal yfirborðshita þess dags meðan hitabylgjan í Moskvu stóð yfir sumarið 2010.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 17:17
Held nú að varla sé hægt að tala um kexruglað veðurfar. Frekar kexruglaðan átrúnað á hlýnun jarðar með, bara nefndu það, aukaverkunum sem allar eiga að stafa af þeim. Þess vegna er það áfall fyrir þá heittrúuðustu að ekki skuli hlýna meira. Og það eina sem getur glatt þá eru svona hitaskot eins og þú bendir á. Nýjasta aukaafurðin er "súrnun sjávar" svona til að hafa plan B ! Gerir fólk sér ekki grein fyrir að hafið er ekki bara með tvær víddir eins og þurrlendið heldur þrívítt.Hafið er um 70 % af yfirborði jarðar en efalaust níutíu og eittvað % af yfirborði ef massi sjávar er tekinn með.Hann ætti nú að geta "gleypt" ansi mikinn koltvísýring áður en sér á.Mikið væri gott að fá að losna við allar áhyggjurnar sem búið er að koma inn hjá fólki. Af
einhverju sem við fáum litlu eða engu breytt um. Broskall í restina :)
Sigurður Ingólfsson, 11.10.2013 kl. 17:20
það er mikill misskilningur að halda að Glóbalt hlýnun af mannavöldum snúist um trú og að loftslagsvísindin séu byggð á trú. Í raunveruleikanum erum við að tala um harðar mælingar, tölur og vinnslu úr þeim.
En þetta með norðaustanáttina sem nefnd er í pistli, að þá er það rétt ábending, að mínu mati. Norðaustanáttin er líkt og alltöðruvísi en áður var.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2013 kl. 17:36
Vísindavefurinn:
"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."
"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."
"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."
"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."
"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."
"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."
"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."
Þorsteinn Briem, 11.10.2013 kl. 17:36
"Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?" :)
Hraunavinurinn Ómar Ragnarsson, raðbloggari, með enn eina ruglfærsluna um meinta öfga og dynti í veðurfari sem hann segir hafa einkennt veðurfarið hér á landi og víða um heim síðustu tvö ár(!)
Auðvitað er metsnjókoma í Reykjavík í októberbyrjun alls ekki merki um kólnandi veðurfar heldur undirliggjandi óðahlýnun og jöklar Himalayafjalla halda sko áfram að minnka hvað sem kuldatrúarmenn segja ;)
Rothöggið á kuldatrúarmenn er svo að í tæplega 700 metra hæð á norðausturhálendinu fer hitinn í 11 stig í miðjum október, aðeins 10 dögum fyrir fyrsta vetrardag!
Er Ómar orðinn elliær?:
Morgunblaðið 2. október 1973:
"24 stig í hnúkaþey.
Til þess að finna sambærilegan hita og var í fyrrinótt á Austurlandi, verður að leita allt til sunnanverðra Bandaríkjanna, þar sem í Evrópu mældist hvergi svo mikill hiti. Eitthvað á þessa leið sagði Knútur Knudsen, veðurfræðingur, er við leituðum frétta af óvenjulegum hita hér á landi á þessum tíma árs. Á Dalatanga mældist hitinn 24 stig, en fór niður i 23 stig með morgninum.
Astæðan fyrir þessum hita er suðvestlæg átt. Þegar vindurinn kemur upp að landinu, er hann 10 til 11° heitur, en þegar upp á Iandið kemur, hitnar loftið og myndast hnúkaþeyr. Getur loftið þá náð allmiklum hita. Um allt Ísland var hlýtt veður í gær, votviðrasamt á Suðvesturlandi, en þurrt á Norðausturlandi. A landinu sjálfu var ekki óvenjulegur hiti — aðeins á austurströndinni var unnt að tala um óvenjulegan hita." (http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1446800)
Það er eitthvað annað en veðurfarið sem er "kexruglað" á þessari síðu :D
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 17:45
"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.
Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.
Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."
Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 11.10.2013 kl. 17:49
Climate change to drive annual temps to new highs within a generation, bollocks study says
‘Average annual temperatures will start to consistently exceed the highest levels previously recorded in as little as seven years in tropical hotspots and within four decades for the majority of the globe if nothing is done to stop climate change, according to a new study published Thursday in the journal Nature.
And by the end of the century, monthly average temperatures will be higher than at any time since at least 1860, according to the study, led by University of Hawaii geographer Camilo Mora.
The effects will be felt first in tropical climates, with the annual temperature range rising beyond the historical range in Manokwari, Indonesia, in 2020, according to a map that accompanies the study on the University of Hawaii website.’
Read more …
A Record-Setting Blizzard Kills 75,000 Cows and You May Never Have Heard of it
‘Ranchers are still digging out thousands of their cattle that became buried in a record-setting snowstorm in South Dakota late last week and over the weekend.
One would think the death of 75,000 cows by upwards of five feet of snow might get some national attention, but as one blogger observed, it has taken some time for the news of the precipitation massacre to reach outside of local media.’
Read more …
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 21:09
Alla greyinu Gore hefur verið nær drekkt í umhverfisverðlaunum. Ofan á öll Grammy-Emmy-Webby verðlaunin fékk hann Nóbelinn í friði 2007. Fyrir metsölubókina "Hinn óþægilegi sannleikur" um hlýnun jarðar var hann útnefndur maður ársins 2007 af Time.
Hvað stendur eftir af öllu skrúðmælginni um Al Gore fyrrum varaforseta Bandakíkjana? Á hann er varla minnst lengur. Jöklar Himalayafjallgarðsins eru að stækka. Ósongatinu var nær lokað, heittrúarmenn veðurfars þakka sér árangurinn. Mælitækin eru farin að sýna kólnun veðurfars frá árinu 2000.
Hér á samræðuvefnum er nær öruggt að flestir hafa skoðun þegar kemur að veðurfari. Alltaf er skemmtun af heittrúarumræðum um veður. Nýyrði á borð við kuldatrúarmenn og raðbloggara skemma ekki umræðuna. Kexruglaðir dyntir í hnúkaþey eru ekki síður áhugaverðir. Maður býður spenntur eftir metsölubókinni Hnúkaþeyr í Eyvindaveri.
"Sannleikurinn" hans Steina Briem er öllu athyglisverðari. "Frá 1750 hefur hlýnun orðið 0,7°C." Voru hitamælingar um 1750 áreiðanlegar? Hvað þýðir súrnun á hafi um 0,1 pH stig. Tilfinning mín fyrir hækkun yfirborðs sjávar er steinn í flæðarmálinu, fyrir utan gluggann minn, sem fer nú á kaf á stórstraumsfjöru. Engin bitastæð mæling að baki. Steinninn minnir mig alltaf á umræðu Al Gore.
Sigurður Antonsson, 11.10.2013 kl. 21:59
Öfgar í veðurfari hafa EKKI aukist á sl. áratugum, einungis fréttir af þeim.
Það væri gaman að sjá fullyrðingu Ómars um aukna úrkomu á NA-landi staðfesta með mælingum, og þá er ég ekki að tala um sl. 2-3 ár, heldur leitni einhverra áratuga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2013 kl. 11:09
Mælinga sýna að lægðir hafa verið dýpri og vindar á Íslandi hafa fært sig upp á skaftið.
Og mælingar um aukinn styrk CO2 sýnir ótvírætt að breytingar hafa orðið hvort sem sumir vilja viðurkenna það eða ekki. Þessar sveiflur geta varla verið duttlungafullar og tilviljanakenndur, unnt er að sýna fram á orsök og afleiðingar breyttra veðurfarsskilyrða.
Hitt er svo annað mál hvað beri að teljast „eðlilegt“ og við hvað eigi að miða. Sveiflur hafa alltaf verið og sumar mun stórkarlalegri en þær sem við erum að f´+ast við núna. Eigum við t.d. að hafa alla gróðurfarssögu Íslands í huga en talið er að hér hafi verið hitastig um 10-15 C hærra en nú, sbr. surtarbrandslögin þar sem þar er að finna gróður sem vaxið hefur við mun hlýrri aðstæður. Ísöldin sker sig óneitanlega úr.
Fróðlegt væri að fá álit sérfræðinga um þessi mál enda óþarfi að þrasa um eitthvað sem venjulegur maður kann ekkert á.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2013 kl. 17:48
Frá því að mannskepnan tók fyrst eftir því að veðrið í dag er ekki eins og veðrið var í gær hefur hún viljað tengja það við sínar athafnir. Veðrabreytingar af mannavöldum eru sennilega elstu og fjölmennustu trúarbrögð í heimi. Og eins og með önnur trúarbrögð þá eru sannanir nútímans ósannaðar og gömul sannindi afsönnuð.
Frá landnámi hafa Íslendingar furðað sig á því hvers vegna veðrið er ekki eins núna og síðasta haust, þetta ár ekki eins og fyrir tíu árum og hvers vegna kemur ekki eins gott veður og var í æsku okkar. Kornrækt var stunduð meðan veðurfar fyrstu alda eftir landnám leifðu en lagðist af við kólnun sem ekki hefur ennþá gengið til baka. Hér finnast steingerðar leifar jurta sem vaxa aðeins þar sem aldrei frís og berg sem hefur verið slípað af þykkri íshellu sem huldi allt landið.
Eðlilegt ástand veðurfars er að vera sífellt að breytast og koma á óvart. Þegar það hættir getum við fyrst farið að tala um að eitthvað óeðlilegt sé að ske.
Oddur zz (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.