Durango dauðanum merktur.

Chrysler bílaframleiðandinn býr yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu þeirra hönnuða hjá AMC, sem á árum áður hönnuðu bíla eins og Cherokee 1983, sem er einn merkasti jeppi/jepplingur sögunnar og tímamótabíll.

Grand Cherokee á níunda áratugnum var að vísu ekki jafn mikill tímamótabíll, en þó mátti líta á hann sem arftaka sem væri aðeins rýmri og öflugri en fyrirrennarinn.

Á síðasta áratug hefur mér finnst það með ólíkindum hvernig Chrysler hefur glutrað þessu niður með bílum eins og Durango, Nitro, Jeep Commander og fyrstu gerðinni af nýjum Cherokee, sem var auglýstur sem bíll með fullkomna jeppaeiginleika en lá niðri að framan eins og úlfaldi á nösunum.

Nú er mál til komið að Chrysler reki af sér slyðruorðið og kveiki á brautryðjendakyndlinum, sem stundum blossaði upp í höndum AMC.  

Mér sýndust Durango, Nitro og Commander vera dauðanum merktir og tel, að því fyrr sem Chrysler viðurkennir það og tekur sig á, því betra.

Chrysler sýndi, að enn var töggur í mönnum þar á bæ þegar þeir umbyltu pallbílaheiminum undir merki Dodge á níunda áratugnum með hinum glæsilega og þokkafulla Dodge Ram, bæði hvað snerti útlit og aðra eiginleika.


mbl.is Durango fórnað fyrir Grand Wagoneer?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Town and country er bíllinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2013 kl. 18:11

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Cherokee var góður því hann var léttur og einfaldur. Og alveg verulega öflugur með 4.0 vélinni.

Það er hinsvegar meira en að segja það að fá einn notaðan - þeir veoru framliddir með fleiri en 3 mismunandi millikössum. Einn er góður, hinir ekki svo mjög.

Örfá eintök eru með V-6 mótor, en hann er bæði kraftlaus og eyðir óeðlilega miklu, svo þau ber að forðast. Fáeinir sérvitringar virðast líka hafa fengið sér bíl með 5 fíra kassa, sem er með öllu óskiljanlegt.

Miklir fyrirmyndar bílar, samt.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2013 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband