Munaði einu marki á spánni og leiknum.

Það er alltaf gaman að spá fyrir um úrslit leikja, og þegar Bylgjan hringdi í mig í dag spáði ég því að Ísland ynni Kýpur 2:1. Ég óttaðist aðallega tvö sálræn fyrirbrigði:

1. Lymskuleg ummæli þjálfara Kýpurliðsins í gær um það að lið Íslands væri mjög gott og Kýpur á botninum gátu verið sögð til að gera Íslendinga of sigurvissa og værukæra.

2. Gamalt fyrirbrigði varðandi það að lið, sem er komið út úr baráttunni fái vissa ánægju af því að ráða úrslitum um röð efstu liða. Þetta hefur marg sinnis gerst, allt frá bestu liðum niður í firmalið eða jafnvel í mótum innan fyrirtækja.

Mér er enn í minni þegar fréttastofa RUV átti í síðasta leik sínum í keppni deilda innan fyrirtækisins enga möguleika á efstu sætum, en okkur tókst að blása okkur baráttuanda í brjóst í síðasta leiknum gefn því liði, sem þá var efst.

Við unnum það óvænt og með því vannst tvennt: 1. Við sýndum fram á að við gætum verið bestir, þrátt fyrir allt. 2. Við réðum úrslitum um það röð efstu liða.

Þess vegna spáði ég 2:1 en síðan kom í ljós að getumunur Íslands og Kýpur í kvöld var einfaldlega of mikill, enda eru við með lið, sem er eitthvert það besta sem við höfum átt, bæði að reynslu og getu, og býr yfir miklum karakter.

Til hamingju, Ísland !


mbl.is Kýpur engin fyrirstaða fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei hrærir tungu tregt,
togið kann að spinna,
af Kýpur var það lymskulegt,
að láta Ísland vinna.

Þorsteinn Briem, 11.10.2013 kl. 21:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður, Steini!

Ómar Ragnarsson, 12.10.2013 kl. 10:16

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í Vesturbænum búa skáldin.

Sigurgeir Jónsson, 13.10.2013 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband