Brottrekstrar eru að verða sér íþrótt.

Svo er að sjá sem það sé að verða alþjóðleg íþrótt að reka þjálfara íþróttafélaga. Virðist stundum litlu sem engu skipta hvort viðkomandi liði gangi vel eða illa eða hvort óánægja hafi komið upp meðal leikmanna og jafnvel enn meiri ástæða til brottrekstrar ef betri árangur hefur náðst en nokkru sinni í sögu viðkomandi félags.  

Miskunnarleysið virðist brottrekstra virðist fara vaxandi, bæði hjá þeim sem hafa valdið til að reka og ekki síður hjá íþróttafréttamönnum, sem virðast elska orðinn "...var rekinn...", Þau orð eru ekki notuð svona afdráttarlaust og alltaf þegar um er að ræða það þegar aðrir hætta störfum en íþróttaþjálfarar.

Spyrja má hvort ekki sé orðið fulllangt gengið í þessum efnum.

 

 


mbl.is Logi: Kom mér algjörlega í opna skjöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef á tilfinningunni að þetta sé einhver geðþóttaákvörðun, hugsanlega einhver prímadonna í liðinu óánægð og stjórnin kiknar undan því.

Mjög undarlegt að reka þjálfara sem hefur gjörbreytt varnarleik liðsins til hins betra, en hún hefur einmitt verið veikleiki liðsins í mörg ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2013 kl. 22:37

2 identicon

Það væri ótrúlega ljúft ef þessi venja væri tekin upp í pólitíkinni!

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband