"Að vera fangi í líkama sínum".

Hugsanir okkar, tilfinningar, vitsmunalíf og skynjun er öll bundin við líkama okkar í þessu jarðlífi. Að því leyti erum við íbúar í þessum jarðneska líkama meðan við lifum hér á jörðinni og getum ekki haft aðsetursskipti.

Sem betur fer er oftast gott að eiga það heimilisfang sem líkami okkar er, þótt gæðunum sé misskipt.

En veikindi geta gert það að verkum að líkaminn breytist úr góðu heimili í fangelsi.

Fyrir nokkrum árum lést kona, sem hafði sagt, að hún óskaði sér þess eins að verða ekki hjálparlaus í ævilokum sínum í eigin líkama.

Þetta urðu þó dapurleg örlög hennar síðustu árin. En, eins og Shakespeare segir: "Enginn má sköpum renna og best er það."  

Í banalegu föður míns átti hann afar erfitt með að tjá sig og hélt löngum stundum dauðahaldi í hönd mér og greip fast án þess að geta mælt orð frá vörum, hversu mjög sem hann óskaði þess, þessi mikli sagnamaður og kjaftaskur, sem hann hafði verið.

Samt varð banalega hans að kórónu lífs hans, langt umfram það sem nokkur hafði búist við af honum, full af örvæntingu en alltaf með ívafi óbilandi baráttu og einstaks humors.

Of langt mál er að segja frá því hér, en upphaf og endir frásagnar minnar á Söguloftinun í Landnámssetrinu af litríkum, skemmtilegum  og einstökum persónum sem ég kynntist aðallega á æskuárum mínum, byrjar og endar við legstein foreldra minna og síðustu vikunum í lífi hans, þegar hann var fangi í deyjandi líkama sínum.   


mbl.is Lést tvítug í líkama smábarns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Lést tvítug í líkama smábarns"

The ideal baby!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 08:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk nafni, þessi pistill snart mig mjög.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.11.2013 kl. 08:55

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikið held eg að þú hefðir verið góður prestur. Þessi hugleiðing er svo hugljúf og einlæg.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 1.11.2013 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband