2.11.2013 | 14:01
"Við vitum ekki ´enn að við eigum í raun ... auðlind..."
Þegar sumir segja að náttúruverndar- og umhverfisfólk vilji fara aftur inn í torfkofana varpa þeir ljósi á eigin hugsunarhátt, sem virðist byggjast á því að þeir séu sjálfir enn ekki komnir almennilega út úr torfkofunum, heldur standi í dyrunum eins og kýr, sem verið er að hleypa út í fyrsta sinn að vori og ætla að sleppa sér með því að æða stjórnlaust, stökkvandi með fáránlegum rassaköstum út í hinn nýja veruleika, sem blasir við.
Í þessari hugsun felst það að mæla öll verðmæti eingöngu í tonnum, megavöttum og skjótfengnum græðgisgróða án nokkurrar fyrirhyggju gagnvart framtíðinni og komandi kynslóðum.
Og því síður örlar í þessari hugsun á mati á öðrum verðmætum en þeim sem verða mæld í efnislegu magni.
Meira að segja virðist þessu fólki vera fyrirmunað að leggja peningalegt mat á neitt annað en efnislegt magn.
Þess vegna eru íslenskrar ferðamannaperlur vanmetnar og undirverðlagðar.
Ég hef reynt að lýsa hinum nýja veruleika svona:
Allvíða leynast á Fróni þau firn, /
sem finnast ekki´í öðrum löndum: /
Einstæðar dyngjur og gígar og gjár /
með glampandi eldanna bröndum. /
Við vitum ekki´enn að við eigum í raun /
auðlind í hraunum og söndum, /
sléttum og vinjum og urðum og ám /
og afskekktum, sæbröttum ströndum.
Undirverðlagðar ferðamannaperlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1.11.2013 (í gær):
Ferðaþjónusta nú stærsta starfsgreinin í Reykjanesbæ
Þorsteinn Briem, 2.11.2013 kl. 14:25
Ferðaþjónusta nú stærsta starfsgreinin í Reykjanesbæ...þar koma sterkir inn fossarnir af heiðinni, hraunið sem umkringir bæinn, ósnortin náttúra, djúpir dalir og reisuleg fjöll. Hvergi í heiminum finnst nákvæmlega eins bær og Reykjanesbær og er því fyrirhugað að friða hann og setja á minjaskrá. -- Allvíða leynast á Fróni þau firn, / sem finnast ekki´í öðrum löndum....
Hannes (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 15:24
Hvar er hvalur Kristjáns Loftssonar?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 2.11.2013 kl. 15:41
Ákkúrat Hannes...Hárrétt greining hjá þér á fyrirsögn Breimó.....Og hver var svo heimskur að setja fram og upplýsa okkur um þennan mikla styrkleika Reykjanesbæjar...(?)
Már Elíson, 2.11.2013 kl. 15:44
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,6%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 40,5 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 2.11.2013 kl. 16:06
2.11.2013 (í dag):
"Skömmu eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók til starfa boðuðu Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til sérstaks blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu [12. júní síðastliðinn] til að lýsa því hve staða ríkissjóðs væri slæm.
"Horfurnar hvað varðar rekstur ríkisins eru töluvert lakari að óbreyttu en lesa mátti úr nýjustu spám," hafði Mbl.is eftir Sigmundi Davíð, sem bætti við:
"Það virðist ljóst að fjárlög þessa árs virðast engan veginn ganga eftir."
Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar sýnir að þessi málflutningur átti sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins 2013 var afkoma ríkissjóðs mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Yfirlýsingar um slæma stöðu ríkissjóðs hafa hins vegar verið notaðar sem réttlæting fyrir niðurskurði ríkisstjórnarinnar, meðal annars til heilbrigðis-, mennta- og menningarmála."
Yfirlýsingar Bjarna og Sigmundar Davíðs ekki í samræmi við raunveruleikann
Þorsteinn Briem, 2.11.2013 kl. 16:14
Mínar hægðir eru einstakar, engir tveir lortar eins. Og fyrir kynslóðir, Ómar og álfana; ég safna þeim, flokka og ver.
Davíð (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 17:57
Bjarni Ben. í sorg og sút,
Sigmundur er hálfur,
Einar K. þar grófst í grút,
Gunnar Bragi álfur.
Þorsteinn Briem, 2.11.2013 kl. 18:22
2.11.2013 (í dag):
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
Þorsteinn Briem, 2.11.2013 kl. 18:45
Á dögunum kíkti eg í gamla ljóðabók: Kurl eftir Kolbein Högnason bónda í Kollafirði á Kjalarnesi:
Ljóðið heitir „Litlir menn og smáir“ og er 3 erindi og mér finnst það eiga ótrúlega vel við margt sem nú er efst á baugi:
Ætli ég þekki þessa menn.
Þeir eru til svo víða.
Fái þeir bein - og önnur enn,
eru þeir til að fara senn
fyrir mál þeir flest þau stríða,
fyrr sem þeir voru að níða.
Hvað þeim er dátt um daga þá
að draga þá niður alla,
áður sem þeirra lán við lá,
lið þeim veittu bezt að ná
í metorða miklu dalla,
mál þeirra um svo fjalla.
Létt þeim finnst, ef því landi er náð,
lyginnar hlutverk stundum.
- Uppskeran verður eins og sáð.
Öll eru svikin mála ráð
á öllum úrslitastundum
inni á klíkufundurm.
Kvæðabókin Kurl eftir Kolbein Högnason kom út 1946 og er merkilegt hvernig höfundurinn ræðir um skuggalega ráðamenn sem sitja í svikráðum á klíkufundum.
Það er svo margt sem er ákveðið bak við tjöldin og sumt má alls ekki ræða opinberlega, sagt er að búið hafi verið að ákveða þetta fyrir löngu! Lýðræðinu er því gefið langt nef!
Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2013 kl. 18:50
Mæl þú manna heilastur Ómar Ragnarsson, okkar eigin sonur, sverð og skjöldur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2013 kl. 21:11
Það sem er einum perla er öðrum grjót. Ekki gefa þér að öllum finnist fallegt sem þér og finnst minn kæri!
Dagga (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 01:12
Dagga lestu ljóðið aftur. Ómar talar ekki um fegurð í ljóðinu heldur um það sem er einstakt við þetta land elds og ísa.
"Iceland is a geological marvel where the elements of nature appear to spring to life right in front of you. From a personal experience we have no hesitation in declaring it to be one of the most dramatic "geowonderlands" on Earth, in a class with Hawaii and new Zealand." " Sjá "Classic Geology in Europe 3 Iceland". Thor Thordarson og Ármann Höskuldsson.
Mæli líka með "Myndun og mótun lands" eftir Þorleif Einarsson. Ég man alltaf eftir í ferðalagi með Þorleifi Einarssyni þegar hann benti okkur á Svínahraun og sagði af ástúð: "Sjáið þið þessa fallegu hraunbrún." Hún var honum perla.
Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 11:13
Því miður virðist vera ástríða hjá sumum að draga dár af baráttu okkar sem viljum ekki spilla meiru en orðið er. Þeir vilja draga umræðuna inn í einhvern kima glettni og gamanmála þar sem þeir geta hlegið af heimsku sinni. En fyrir okkur er þetta mjög alvarlegt mál. Náttúrudásemdir eru ekki einhverjir hlutir sem unnt er að endurgera í verkssmiðju, kannski Kína, „Made in China“.
Ólafur Páll Jónsson heimspekingur hefur látið frá sér fara efirfarandi: Sagt var að Rómverjar hefðu skapað auðnir og kallað það frið. Hér spilla menn náttúru og kalla það sátt!
Mikið er til í þessu. Rómverjar eyðilögðu mestu kornforðabúr við Miðjarðarhafið á norðurströnd sem áður voru í eigu Karþagómanna. Núna er land þarna að miklu leyti eyðimerkur en þó eru ræktaðar þar olívur og er Túnis sennilega 4ða mesta framleiðsluland heims eftir Grikklandi, Ítalíu og Spáni.
Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2013 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.