3.11.2013 | 11:49
Afturför frá tímum Harðar Guðmundssonar.
Ísfirðingar og íbúar á Vestfjörðum hafa þá sérstöðu um samgöngur að vera að mestu leyti í svipuðu fari og fyrir 50 árum.
Þegar Hörður Guðmundsson var með sína flugstarfsemi á Ísafjarðarflugvelli hafði það það mikla kost, að hann gat brugðist við nær samstundis og farið með sjúklinga þaðan, og einnig var það stórt atriði, að þá og líka nú, var oft aðeins hægt að fljúga frá flugvellinum en ekki hægt að lenda þar, eins og þurft hefur þegar miðstöð sjúkraflugsins er annars staðar á landinu.
Það er merkilegt að samgöngur við þennan heila landsfjórðung skuli að sumu leyti vera lakara, öryggislega séð, en þær voru fyrir mörgum áratugum.
Aukið sjúkraflug á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður getum við sjálfum okkur um kennt, því allof margir nýttu sér ekki þjónustu hans. Ef við hefðum hlúð að þessu frábæra flugfélagi, værum við sennilega ennþá með flugfélagið Ernir hér. Það er málið að hlú að því sem er í heimabyggð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2013 kl. 12:21
Miðstöð sjúkraflugs er í Reykjavík.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna frá Reykjavík sjúkraflugi á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi og langflestir Íslendinga búa á þessu svæði.
Einnig sjúkraflugi á hafinu allt í kringum landið.
Og þar að auki sjúkraflugi sem ekki hefur verið hægt að sinna með flugvél frá Akureyri, til að mynda á Vestfjörðum.
Ísafjörður er nær Reykjavík en Akureyri og Vestmannaeyjar eru mun nær Reykjavík en Akureyri.
Landhelgisgæslan á nú þegar góða sjúkraflugvél og getur allt eins átt sjúkraflugvél á Akureyri, enda vill Gæslan nú sinna öllu sjúkraflugi hér á Íslandi og á hafinu í kringum landið.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar geta flogið á um fimm kílómetra hraða á mínútu en flugvél Gæslunnar, TF-SIF, getur flogið á átta kílómetra hraða á mínútu.
Flugvélin er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs, hún þolir 36 hnúta hliðarvind (67 km/klst), þarf einungis 1.300 metra langa flugbraut og flugþolið er tíu klukkustundir.
Þorsteinn Briem, 3.11.2013 kl. 13:40
Ríkis-vegagerðar-verktakarnir klíkustýrðu/kúguðu, ættu að fara í réttlætis-forgangsröðunar-íhugun, á forgangsröðunar-mafíukúguninni, sem viðgengst, (og hefur alla tíð viðgengist), á Íslandinu mafíustýrða og mafíu-Gálgakúgunar-staðsetta?
Eða hvað finnst þér Ómar minn?
Heimurinn verður víst ekki betri en okkar eigin hugsunarháttur/hugsjónarverk, hvers okkar og eins. Þú hefur svo sannarlega staðið þína hugsjóna/réttlætisvakt upp í gegnum tíðina Ómar minn, á aðdáunarverðan hátt.
Gleymum ekki að karma er lögmál lífsins. Allt sem við "vitleysingarnir" á jörðinni sendum frá okkur kemur til baka.
Það er vandlifað í veröldinni, svo öllum líki.
Sanngirni/sannleiksfræðsla ætti að vera leiðarljósið hjá siðuðum mannskepnunum á jörðinni í framtíðinni, í staðinn fyrir núgildandi falsgjaldmiðla-peninga-svikagræðgina siðlausu og siðblindu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2013 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.