"Veltirðu við hverjum steini," Guðlaugur Þór?

Það mátti skilja af máli ýmissa í tengslum við skipun "hagræðingarhóps" ríkisstjórnarinnar að hann mætti "velta við hverjum steini."

Undanfarnar vikur og nú síðast í Morgunblaðinu á fimmtudag hefur komið í ljós hve glórulaus og óþörf vegagerð og náttúruspjöll í Gálgahrauni eru.

Jafnvel þótt vegagerðin sé komin aðeins á veg er það aðeins hluti af því sem koma skal, því að vegurinn verður það breiður að enn er eftir að framkvæma langverstu spjöllin.

Það mætti því alveg hagræða nú, með því að stöðva þessar framkvæmdir og breyta veginum sem kominn er í göngu- og hjólastíg, og lagfæra núverandi Álftanesveg (sem samt er núna í 23 sæti sambærilegra vegarkafla á höfuðborgarsvæðinu) og eiga samt eftir drjúgan afgang, sem nýta mætti þar sem þörfin er mest, til dæmis í heilbrigðiskerfinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er í hagræðingarhópnum, er Reykjavíkurþingmaður og hlýtur að vera hugsi yfir því að eyða eigi meira en milljarði króna í óþarfan veg á Álftanesi á sama tíma og þingmenn hafa samþykkt að eyða ekki krónu í miklu þarfari vegabætur í Reykjavíkur í heil tíu ár.

Nú hefur hann haft tækifæri til að "velta við hverjum steini" og enn er tími til þess í ljósi nýrra upplýsinga að standa við stóru orðin.  

 

 


mbl.is Tillögurnar birtar á mánudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alveg nýtt er sjalla svið,
snúa vilja fjöllum,
Gulli steinum veltir við,
vitlausum þó öllum.

Þorsteinn Briem, 10.11.2013 kl. 14:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta virðist vera hagsmunagæsla eins og á fleiri stöðum, til dæmis snflóðagarð ofan Ísafjarðarbæjar, þar sem aldrei hafa fallið snjóflóð, sem hafa verið hættuleg. Það kemur meira að segja fram í skýrslunni að um sé að ræða "tímabundin vinna verktaka" og hverjir eru svo verktakarnir, jú þeir sömu og fengu gálgahraunsveginn. Fyrir hverja er verið að eyða þessum peningum almennings?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2013 kl. 14:24

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammala Asthildur

Magnús Ágústsson, 10.11.2013 kl. 15:39

4 identicon

Einhvern veginn er tilfinningin sú að það sé að verða algengt að sveitarstjórnarmenn, ekki síst af höfuðborgarsvæðinu, fari á þing.

Það læðist að manni sá grunur að verktakalobbíisminn sem virðist stöðugt hanga yfir sveitarstjórnarstiginu (sbr. t.d. Kópavog þar sem skilin hurfu með Gunnari Birgirssyni) sé farinn að grassera á þingi.

En kanski hefur hann alltaf viðgengist þar, hvað veit maður!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband