Maðurinn er í mestum blóma 25-30 ára.

Flestar rannsóknir benda til þess að að meðaltali sé maðurinn, homo sapiens, í blóma lífsins, bæði líkamlega og andlega, aldrinum 25-30 ára.

Það geta verið hlutfallslega einstaklingsbundin lítil frávik frá þessu, þannig að hámark líkamlegs atgervis sé komið upp úr tvítugu eða að það endist fram til 35 ára aldurs.

Spretthlauparinn Linford Christie er oft nefndur sem dæmi um það síðarnefnda, enda lýgur skeiðklukkan ekki þegar um er að ræða spretthlaup, sem krefst hámarks snerpu, krafts og viðbragðflýtis.

Ég held að það sé ekki tilviljun að fyrstu og síðustu börn okkar Helgu voru léttari í fæðingu en þau sem voru í miðið. Þyngst voru Þorfinnur og Lára, vel yfir 20 merkur, en móðirin var þá á aldrinum 23-29 ára.

Alla tíð hefur verið talað um það í hnefaleikum, að hinn "vafasami" aldur hnefaleikara sé um þrítugt.

Þá byrja flestir þeirra að dala, þótt margir geti leynt því með því að nýta sér reynslu og útsjónarsemi.

Einhver könnun leiddi í ljós í fyrra að andlegt atgervi manna sé á sama aldri og hið líkamlega og þótti mörgum ótrúlegt.

En þá gleymist, að í því efni eru miklu meiri möguleikar fyrir menn að nýta sér aukna þekkingu og reynslu en í líkamlegum íþróttum.    


mbl.is Finnst þær fallegastar 29 ára gamlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Framsókn hefur Eygló yngst,
óðum Vigdís dignar,
viskan ætíð vegur þyngst,
viti þeirra hnignar.

Þorsteinn Briem, 10.11.2013 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband