10.11.2013 | 20:29
"Ég elska þig af því..."
Þegar ég var ungur og nýgiftur söng Jim Reeves lagið "I love you because" og við Helga héldum mikið upp á það lag.
Þá gerði ég lauslega þýðingu textans, sem hefur aðeins verið fluttur einu sinni, á 30 ára ferilsskemmtun á Hótel Sögu 1988, ef ég man rétt. Hann var og er svona:
Ég elska þig af því þú ert kona,
svo óræð, fögur, hreinskilin og trú.
Ég elska þig af því þú ert svona
já, aðeins vegna þess að þú ert þú.
Mig varðar ekki um hvað aðrir segja, -
er ófullkominn sjálfur hér og nú.
Ég elska þig, yndislega meyja,
aðeins vegna þess að þú ert þú.
Gerðu kærastann fullkominn á 192 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sendi þessa mynd til gamans
http://foto.no/cgi-bin/bilder/vis_bilde.cgi?id=712065&imageoffset=3&brukerid=97726
hun var tekin i gálagahrauni
Kristinn (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 20:53
Ómar er í sinni sveit,
sexí alla daga,
eins og Beckham út hann leit,
en allt er hægt að laga.
Þorsteinn Briem, 10.11.2013 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.