12.11.2013 | 12:51
Þróunarhjálp Íslendinga er þjóðarskömm.
Svonefnd þróunarhjálp vesturlanda við lönd þriðja heimsins er aðeins brot af því arðráni, sem vesturlönd stunda hjá vanþróuðu ríkjunum.
Í þessu arðráni munar mestu um gríðarlega styrki til landbúnaðarframleiðslu iðnríkjanna, sem rænir þjóðir í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku möguleikum til að nýta sér þá samkeppnisaðstöðu, sem jafnræði í tolla- og styrkjamálum myndi færa þeim.
Vesturlönd segjast í orði berjast fyrir viðskipta- og tollafrelsi í heiminum, en eru allra þjóða verst á borði.
Til friðþægingar verja þessar ríku þjóðir örsmárri prósentu af þjóðartekjum sínum til svonefndar þróunaraðstoðar.
Íslendingar eru moldrík þjóð í samanburði við þróunarlöndin. Sem dæmi má nefna að þjóðartekjur á hvern mann eru 300 sinnum meiri á Íslandi en í Eþíópíu.
Því mætti halda að Íslendingar tímdu að láta svipað af höndum rakna í þessu efni og sambærilegar þjóðir, en það er nú aldeilis öðru nær. Við verjum einfaldlega langtum minna hlutfallslega til þessara mála en nokkur sambærileg þjóð!
Og nú á að bíta höfuðið af þjóðarskömminni með því að fara aftur á bak í þessu efni.
Reiðubúnir ef beiðni berst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju segir þú íslendingar? Íslendingar sem þjóð hafa ekkert með þetta að gera. Það eru 63 afætur sem sjá um að ákveða þessa fjárhæð.
Einar (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 13:04
Íslendingar kjósa þessar 63 afætur.
Ómar Ragnarsson, 12.11.2013 kl. 15:20
Framsókn öll í sinni sveit,
safnar auði miklum,
oft þar margur á sig skeit,
Ómars sést í Stiklum.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 15:23
Það er löngu kunn staðreynd, að megnið af þeim fjármunum sem varið er til "þróunaraðstoðar", endar í gírugum gynum skotglaðra vitleysinga, sem virðast engu betur geta sinnt, en murka lífið úr sínu eigin fólki. Hér heima gæti þetta fé nýst okkar aumustu samfélagsbræðrum og systrum mun betur og ekki nokkur maður, kona eða barn verið skotið til bana við úthlutunina.
Halldór Egill Guðnason, 12.11.2013 kl. 15:32
Hvernig getur maður verið að arðræna annan með því að styrkja sitt?
ESB er tollabandalag sem snýst um að vernda eigin framleiðslu fyrir öllum hinum.Þetta veldur því að Afríkubúar eiga erfitt með að fullvinna sína vöru t.d. kakó og selja til ESB, heldur verða þeir að flytja út hrávöru fyrir lítinn pening. Svo eru til slæm dæmi um að niðurgreidd matvara frá ESB t.d. kjúklingar sé flutt inn til Afríkuríkja og rústi þar innlendu framleiðslunni.
Íslendingar verja og styrkja sinn landbúnað, ekki til að svína á Afríkubúum heldur til þess að verjast einmitt því sem niðurgreidda "heimsmarkaðsverðið" gæti gert hér.
Þróunaraðstoð margra ríkja er oft orð sem er notað yfir það þegar þeir "dömpa" offramleiðslu sinni til Afríku og eða eru að styrkja sinn eigin iðnað.
Einnig er haldítil þróunaraðstoð sem felst í því að sturta fjármunum í spillta einræðisseggji og ríkisstjórnir,möguleiki að þar sé stundum um hreinar mútugreiðslur af hálfu stórveldanna að ræða. Fólk sem birtist í fréttum frá Filipseyjum sagði einmitt sendið okkur matinn en ekki pólitíkusunum.
Við Íslendingar eigum að stíga gætilega til jarðar í þróunaraðstoðinni og hugsa hvert skref en ekki hlaupa eftir klisjutali sjálfupphafinna "góðmenna".
Þjóðarskömmin er ekki sú hve miklu/litlu er eytt í þróunaraðstoð heldur hitt hvernig farið er með það fólk sem í dag er rekið úr húsum sínum vegna glæpasamlegs fjármálakerfis.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 15:46
Öll ríki geta sagt að í þeim búi margt fátækt fólk og þar af leiðandi geti þau ekki veitt fátækum ríkjum þróunaraðstoð.
"Það sem skiptir máli er hvort börn (og fullorðnir) fóru í skóla og lærðu, hvort konur áttu kost á að fæða börn sín á heilsugæslustöð og hvort fátæk þorp fengu hreint drykkjarvatn."
"Við reiknum með að kosta fleiri börn til náms en Reykjavíkurborg, fjármagna heilbrigðisþjónustu fyrir fleira fólk en allt heilbrigðiskerfi Íslands og bæta afkomu fleiri fiskimanna en finnast á öllu Íslandi.
Og allt fyrir brot af því sem slíkt myndi kosta hér heima."
Ársskýrsla Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir árið 2012
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 16:06
Hvernig væri nú að kynna sér málin áður en þeir byrja að gapa hér í sínum stöðuga fábjána- og fáráðlingshætti?!
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 16:11
Í raun er hverjum manni í sjálfsvald sett að gefa í þróunaraðstoð. Ef réttlætiskend Ómars Ragnarssonar eða dindilsins Steina Briem bíður þeim að gefa 299/300 af eignum sínum til Eþíópíu, þá ætla ég ekki að stöðva þá ;-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 16:16
Ég hef í áratugi gefið fé til fátæks fólks í öðrum löndum, án þess að þér komi það sérstaklega við, Bjarni Gunnlaugur Framsóknardindill.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 16:22
Steini @9 "Ég hef í áratugi gefið fé til fátæks fólks í öðrum löndum...."
Geturðu þá ekki bara látið þar við sitja í stað þess að heimta að við hin tökum þátt í þessari góðmennskusjálfsfróun þinni!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 16:46
Ekki veit ég til þess að ég hafi krafist þess að þú leggir eitthvað af mörkum til fátækra í öðrum löndum, enda ert þú væntanlega ekki aflögufær, frekar en aðrir framsóknarmenn í sveitum landsins, sem hver og einn fær milljóna króna styrki frá íslenskum skattgreiðendum, þar á meðal undirrituðum, Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, Skeiðháholti III, þar sem kýr eru uppistaðan í búrekstrinum.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 17:22
Það er líklega í fáum greinum eins borðleggjandi og aðstoð við folk í þriðja heiminum sem ætti að skera niður útgjöld ríkisins. Þar er miklu nær að þeir sem vilja geta gefið í gegnum þau hjálparsamtök sem þeim sýnist.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 18:13
Ekki veit ég til þess að illa hafi reynst undanfarin ár að íslenska ríkið láti eitthvert fé af hendi rakna til þróunaraðstoðar í fátækum ríkjum, eins og vel má sjá í athugasemd nr. 6 hér að ofan.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ætla þá væntanlega að leggja niður alla ríkisstyrki til bænda, enda þótt þeir kjósi líklega flestir þessa flokka.
Ef íslenskir bændur fengju enga styrki myndi sauðfjárbúum og kúabúum hérlendis fækka gríðarlega, þar sem verð á lambakjöti og mjólkurvörum í verslunum myndi snarhækka og neytendur því kaupa mun minna en áður af þessum vörum.
Margir kaupa aldrei lambakjöt en greiða þó með sköttum sínum styrki til íslenskra sauðfjárbænda.
Og sumir kaupa mikið af mjólkurvörum en aðrir sáralítið og jafnvel ekki neitt.
Þar að auki búa bændur langflestir á landsbyggðinni og þar hafa vegir, brýr og hafnir verið greiddar úr ríkissjóði.
Og skattgreiðendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 18:33
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu í fyrra, árið 2012, voru um 6,1 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til kúabænda um 5,2 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.
Árið 2008 höfðu 738 mjólkurbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður kúabóndi er með 30-40 kýr.
Kostnaður ríkisins vegna hvers mjólkurbús var því að meðaltali um 8,3 milljónir króna í fyrra, miðað við að búunum hafi ekkert fækkað frá árinu 2008.
Landbúnaður og þróun dreifbýlis
Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 18:58
Þetta er svo mikil þvæla hjá þér Steini, að ég nenni varla að reyna að leiðrétta þig (enda trúlega ekki til neins) Eða heldurðu að brýrnar úti á landi séu ekki líka fyrir Reykvíkinga? Nú eða ferðamenn?
Hitt er annað mál að lengi hefur það verið trú manna að gott sé að niðurgreiða innlendan mat til að efnaminna fólk hafi frekar efni á að kaupa. Matur er þó að verða æ minni hluti af heildarútgjöldum fólks að vel má vera að rétt sé að hætta þessu og hækka verð í staðinn, a.m.k. hvað varðar mjólkurframleiðsluna.
Vissulega styrkir þessi niðurgreiðsla samkeppnisstöðu mjólkurframleiðenda en skiftir þó trúlega ekki sköpum, a.m.k. á meðan gengi krónunnar fer ekki í þær hæðir sem varð á árunum fyrir hrun.
En þetta er nú trúlega allt of tormelt fyrir þig Steini. nú ef ekki þá ertu kanski nógu gáfaður til að útskýra fyrir mér eftirfarandi ummæli Ómars Ragnarssonar í athugasemdum á öðru bloggi í dag. Ekki væri verra að hann gerði það sjálfur.
"Þróunaraðstoð okkar og Vestulanda er brot af því arðráni, sem við stundum með styrkjum til landbúnaðar og tollum á landbúnaðarvörur"
Hvernig í ósköpunum færðu þetta út Ómar, að styrkir til landbúnaðar og tollar á Íslandi séu að valda arðráni í Afríku?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 19:13
"Ef íslenskir bændur fengju enga styrki myndi sauðfjárbúum og kúabúum hérlendis fækka gríðarlega, þar sem verð á lambakjöti og mjólkurvörum í verslunum myndi snarhækka og neytendur því kaupa mun minna en áður af þessum vörum."
Steini Briem.: Ekki alveg viss um að þetta yrði raunin að öllu. Að einhverjum tíma liðnum, gætu þeir sem aðlagast fyrstir gert vel fyrir okkur neytendur. Ef eittthvað ekki ber sig, ber það sig einfaldlega ekki, eða svoleiðis gerast kaupin á eyrinni hjá venjulegum fyrirtækjum og einstaklingum. Það tók innan við tvö ár að hætta að ríkisstyrkja landbúnað á Nýja Sjálandi. Hvergi í heiminum dafnar landbúnaður betur en þar, eftir að ríkið hætti að skipta sér af þeirri atvinnugrein. Nýja Sjáland flytur út 65% af öllu mjólkurdufti á heimsmarkaði í dag! Ekki eitt einasta kíló af því púðri er ríkisstyrkt.! Ríkið (við) á ekki að vera að potast i gömlum hafta og "colonial" hlutum. Landbúnaður ekki undanskilinn. Treysti framsýnum Íslenskum bændum algerlega til að fatta og taka þátt í nútímalegum viðskiptaháttum, án aðkomu ríkis eða sveitarfélaga. Framsóknarflokkurinn sem var, er ekki lengur til, sem betur fer. Vonandi gerir formaður flokksins sér grein fyrir því.
Halldór Egill Guðnason, 12.11.2013 kl. 19:15
Íslenskir kúabændur greiða mun minna til íslenska ríkisins en þeir fá í beina styrki frá ríkinu, að meðaltali um sjö milljónir króna hver og einn árið 2012.
Íslenskir kúabændur greiða því ekki kostnaðinn við þjóðvegi hérlendis, sem greiddir eru af skattgreiðendum, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu.
Ef styrkir skattgreiðenda til framleiðslu á mjólk og lambakjöti yrðu felldir niður, samtals um ellefu milljarðar króna árið 2012, og skattar neytenda til ríkisins yrðu lækkaðir sem því næmi hefðu þeir að sjálfsögðu mun meira fé hver og einn til að kaupa mjólkurvörur og lambakjöt, sem aftur á móti myndu hækka í verði, þannig að íslenskum kúabændum og sauðfjárbændum myndi fækka verulega.
Íslenskum neytendum ber engin skylda til að kaupa íslenskar mjólkurvörur, sem þar að auki innihalda mikinn sykur margar hverjar og eru því óhollar.
Hvað þá rándýrt lambakjöt, sem þeir tekjulægstu kaupa nú ekki mikið af og jafnvel ekkert.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 20:03
Er ekki meira gefandi að hver einstaklingur gefi það sem hann hefur bolmagn til frekar en að skattleggja og svo leyfa pólitíkusum að hefja sig í guðatölu með að útdeila góðverkunum.
Ég skil vel afstöðu Össurar enda hann aldrei vanist öðru en láta aðra borga allt fyrir sig.
Skattborgari (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 20:31
Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.
Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 20:56
Ef niðurgreiðslur verða teknar af mjólkurvörum og skattar lækkaðir á móti, þá munu þeir tekulægstu sem hvort eð er greiddu ekki tekjuskatt, upplifa minni kaupmátt eftir skatta og matarinnkaup þar sem mjólkurvörurnar hækka sem nemur beingreiðslunum.
Þeir hinir betur stæðu hagnast m.ö.o. ójöfnuður eykst sé ekki gripið til hliðarráðstafanna.
Sömuleiðis munu lán manna hækka á meðan þessi geggjaða vísitala er við líði.
Vegakerfið á Íslandi er byggt upp með fé sem kemur úr vegskatti á eldsneyti, þar er enginn greinarmunur gerður á hvort það sé kúabóndi eða hver annar sem ekur bílnum.
Íslenskur kúabóndi hefur mjög lítinn hluta innkomunnar í tekjur, stærstur hlutinn fer í fjárfestingu og rekstur. Búskapurinn er því mjög viðkvæmur fyrir klúðurslegri efnahagsstefnu þar sem höfuðstólar stökkbreytast og vextir eru himinháir. Þess vegna geta launin þurkast út á einu bretti en áfram er búreksturinn mergsoginn af fjármálakerfinu og ríkinu.
Fjöldi fólks hefur atvinnu sína af fullvinnslu landbúnaðarafurða og eins af þjónustu við landbúnaðinn. Niðurgreiðslustyrkjafræðingar geta ekki sleppt úr þessum hópi en eingöngu týnt til starfandi bændur sem deilistofn í meinta styrki.
Íslenskur landbúnaður sparar líklega hátt í 40 milljarða í gjaldeyri (brúttó) og slagar þar verulega upp í ferðamannaiðnaðinn.
Þegar haft er í huga að svo kallaðir styrkir til landbúnaðar eru alveg eins styrkir til neytenda, hversu mikinn gjaldeyri landbúnaðurinn sparar, margfeldiáhrif vegna starfseminnar, upptöku verðmæta til fjármálakefisins, þá fæ ég ekki betur séð en Íslenskir bændur séu gullforðabúr þjóðarinnar.
Svo má náttúrulega ekki gleyma þeirri siðferðilegu skyldu að framleiða hér mat fremur en að kaupa hann frá dauðsvöngum Eþíópíubúum sem ku hafa 300 sinnum minni tekjur en Íslendingurinn og geta því á engan hátt keppt við okkur á heimsmarkaði um mjólkina ódýru frá Nýja-Sjálandi.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 21:06
Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.
Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.
Fasismi
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 21:21
Ég sé á öllu að Steini er að verða rökþrota, farinn kenna menn við fasisma. Þarna mun vera um að ræða netfyrirbæri sem kallað hefur verið "lögmál Godwins" kanski "Gottsvinslögmálið" upp á íslensku, en það hljóðar svo á ensku;
"As an online discussion grows longer, the probability of a comparison involving Nazis or Hitler approaches ."
Hér copy/paista ég svo krækjuna að hætti Steina Briem http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin's_law
og læt staðar numið áður enn Hitler kemst í spilið ;-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 21:47
Íslenskur fiskur er holl matvæli sem íslenskir skattgreiðendur eiga sjálfsagt að niðurgreiða ofan í sjálfa sig með styrkjum til íslensks sjávarútvegs, að mati Bjarna Gunnlaugs Bjarnasonar.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 21:50
Frábær, Bjarni...og mér finnst nú 22# allra best hjá þér. - Nú lendirðu í gininu á mesta ritsóða og dóna bloggsins. - Bíddu rólegur, Bjarni...hann kemur...hann kemur...og aldrei orðljótari.
Már Elíson, 12.11.2013 kl. 22:23
Málstaður þinn er góður Steini Briem. Mjög góður!
En Halldór Egill og Bjarni Gunnlaugur eru, að því er mér virðist, þverskurður af íslenskum þvermóðskufullum og sjálfhverfum kjánum, sem hafa ekki einu sinni "horizon" brekkusnigils.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 22:40
Það er almennt viðurkennd staðreynd á Vesturlöndum að iðnríkin haldi þróunarlöndunum niðri með því að neita þeim um að keppa um markað landbúnaðarvara á jafnréttisgrundvelli. Það er hin eina stóra staðreynd, sem ég fjalla um.
En hér að ofan snýst athugasemdaumræðan öll inn á við um stöðu landbúnaðarins á Íslandi, sem með engu móti getur komist undan því að vera hluti af kerfinu í Evrópu, sem við Íslendingar getum ekki haft nein áhrif á.
Ég er því alls ekki að deila á það atriði út af fyrir sig enda myndi afnám allrar tollverndar og styrkja fyrir landbúnaðinn á Íslandi einfaldlega leggja hann að mestu í rúst og Evrópu- og Ameríkuþjóðir fylla hinn íslenska markað, þannig að þróunarlöndin fengju ekki krónu í gegnum það þótt við slitum okkur út úr hinu siðlausa vestræna kerfi.
Það eina sem við getum gert er að veita þróunaraðstoð þar sem hún nýtist sem best, en þá þurfum við endilega að vera okkur til skammar með mestu nísku allra ríkra þjóða.
Ómar Ragnarsson, 12.11.2013 kl. 23:45
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.
Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum."
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 00:19
Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöruviðskiptum árið 2009, var 60% og hlutfall allra Evrópusambandsríkjanna er að sjálfsögðu hærra.
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 00:29
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:
"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 01:01
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 01:57
Þetta er að gerast á Íslandi í dag. Engin miskunn:
http://www.dv.is/frettir/2013/11/13/fjolskylda-borin-ut-og-skipt-um-las-R07ZFX/
Almenningur (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 11:03
Nær allur kostnaður við þróunarhjálp íslendinga eru launakostnaður til Íslendinga sem margir vinna við það að aðstoða og kenna í þessum löndum. Þróunarhjálp Íslendinga felst ekki í matar eða peningagjöfum. En margir virðast rugla saman neyðarhjálp og þróunarhjálp.
Oddur zz (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 13:15
"Við reiknum með að kosta fleiri börn til náms en Reykjavíkurborg, fjármagna heilbrigðisþjónustu fyrir fleira fólk en allt heilbrigðiskerfi Íslands og bæta afkomu fleiri fiskimanna en finnast á öllu Íslandi.
Og allt fyrir brot af því sem slíkt myndi kosta hér heima."
Ársskýrsla Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir árið 2012
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 13:49
Íslendingar mega ekkert aumt sjá, án þess að styðja það.
Þess vegna eru Samfylkingar eins og Stefán Jón og Sighvatur Björgvins styrktir með fé sem ætlað er í þróunaraðstoð.
Og ekki nóg með það, heldur er þessum herramönnum troðið ofan í kokið á aumingja fólkinu sem þarf á þróunaraðstoð að halda, eins og það séu ekki nógu ill örlög.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 13:52
Flestir íslenskir bændur kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn og fá gríðarlega styrki frá íslenskum skattgreiðendum.
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 14:05
Sumir telja að mun skárra sé að niðurgreiða mjólkina í börnin okkar, en niðurgreiða Stefán Jón og Sighvat í Afríkubúa.
Enda er mjólkin holl, en ónýtur Samfylkingur ekki.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 14:38
Heimsljós - Veftímarit um þróunarmál
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 14:41
Hef aldrei verið í Samfylkingunni og það skiptir mig engu máli í hvaða stjórnmálaflokki einhverjir eru sem starfa fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands, enda kjósa þeir væntanlega marga flokka, þar á meðal Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.
Íslenskar mjólkurvörur innihalda mikinn sykur margar hverjar og eru því óhollar.
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 14:50
"Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur starfað frá árinu 1971 þegar fyrstu lög um tvíhliða þróunarsamvinnu Íslendinga voru samþykkt á Alþingi.
Fyrstu tíu árin var heiti stofnunarinnar Aðstoð Íslands við þróunarlöndin.
Stofnunin annast tvíhliða þróunarsamvinnu í umboði ráðherra á grundvelli laga frá 2008 og rekur umdæmisskrifstofur í samstarfsríkjunum sem jafnframt eru sendiráð Íslands.
Langflestir starfsmenn ÞSSÍ í samstarfsríkjunum þremur eru heimamenn en í hverju landi eru tveir Íslendingar."
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 15:02
Björn Dagbjartsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 15:25
"Sem dæmi má nefna að þjóðartekjur á hvern mann eru 300 sinnum meiri á Íslandi en í Eþíópíu."
Þegar bornar eru saman þjóðartekjur á mann er líka rétt að benda á útgjöldin í leiðinni. Tekjuhár maður er ekki endilega ríkur.
Vandamál margra Afríkuþjóða er það að þar ríkir oft einræði en ekki lýðræði og fyrst og fremst eru það einræðisherrarnir sem arðræna þjóðir sínar, en vissulega oft með stuðningi Vesturlanda eða stórfyrirtækja með aðstöðu á Vesturlöndum. Ef hins vegar útflutningstekjur sömu þjóða aukast rennur bara meira í sjóði einræðisherrana. Þjóðin fær ekkert meira.
Eftir að hafa komið til Afríku hef ég ekki gefið krónu til hjálparstofnana vegna Afríkuhjálpar. Ég er fylgjandi því að tryggja fólki í Afríku aðgang að hreinu vatni og menntun. Síðan geta þeir bjargað sér sjálfir.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.11.2013 kl. 07:33
Er það ekki þannig að ef maður hjápar af heilum hug og raunverulegum kærleika, þá hefur maður ekki þörf fyrir að hreykja sér af því í einhverjum skýrslum?
Skýrslum sem eru jafnvel notaðar til að hreykja sér af einhverju sem ætti að vera svo sjálfsagt, að ekki ætti einu sinni að þurfa skýrslur um það?
Ef það er rétt að einhverjir skýrsluhönnunar-spillingargosar hirði það sem fátækum og illa stöddum er ætlað, þá verður að upplýsa svoleiðis svindl og svik, og tryggja að raunveruleg hjálp berist til þeirra sem raunverulega þurfa á því að halda. Það hljóta allir að geta orðið sammála um það.
Ég styð raunverulega og heiðarlega þróunaraðstoð, en ekki einhverjar svikamyllu-aðstoð við ræningja og spillingargosa heimveldis-mafíunnar. Ef maður vill láta gott af sér leiða, þá verður maður að byrja í sínu eigin hjarta, og ekki ætlast til einhvers í staðinn. Eða er það ekki rétt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.